Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1975, Qupperneq 29

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Qupperneq 29
Ljótur draumur A grýttum mel þar sem geysa stormar tneð grimmdarfrost og hríðarkóf. - Hvers vegna var hann kominn a þennan eyðilega mel og það í þessu veðri? Hvernig stóð á þessu? Því lenti hann þarna? Hvert hafði hann verið að fara? — Honum var rnjög kalt. Hversvegna var hann svona blautur? Jú, það gerði slydd- an og svo þessi hríð, sem næstum mátti kallast stórhríð. — En hann var ekki vanur að vera úti í svona veðrum. Og í hvaða fötum var hann eiginlega? Hann fór að að- gæta það. Hann var ekki í neinum fötum. — Hann var bara dálítið loðinn. Honum varð bilt við. Hann var orðinn að hesti! - Orðin að hesti. Og hvernig stóð °ú á því? Annað eins og þetta gerðist ekki nema í Ævintýrum. hfann fór að reyna að hugsa aftur á bak í tímanum. Hann minnti að hann hefði verið eitthvað lasinn og verið logandi hræddur um að hann væri að deyja. Hann hafði eiginlega dÝRAVERNDARINN alltaf verið ægilega hræddur við að deyja, en þó með mesta móti í þetta sinn. - Hann hafði ekki trúað á framhaldslíf, yfirleitt ekki trúað á neitt, ekki einu sinni á stokka eða steina. Það var ekki í tísku að trúa á neitt, ekki að tala um, og ef maður vildi vera maður með mönnum, varð maður að fylgja ríkj- andi stefnum og sjónarmiðum annara eftir því, sem við átti, og við varð komið hverju sinni. Hann fór að litast um. Á aðra hlið við sig sá hann nokkur hross. Á hina hliðina var dálítið þýfi og þar sá hann örla á einhverju. Hann gekk þangað og athugaði þetta. Það lá þarna ær sem var fárveik. Hún var að drepast úr lungna- tiólgu. Ef hann hefði verið maður hefði hann skotist í að slátra henni og þó — það var ekki víst að hann hefði nennt því. Og hann sá fleira. Hann sá fjárhús skammt frá. Gott væri nú að komast undir þak eins og honum var kalt. Hann labbaði áleiðis að fjárhúsinu og hin hrossin komu í hægðum sínum á eftir. Þegar hann kom að fjárhúsinu sá hann að stór hópur af kálfum og eldri geldneytum var í skjóli undir húsveggnum. Óskaplega var kálf- unum kalt. Það var ekki útlit fyrir að þeir lifðu þetta af. Þvílík hörm- ungar ásjónur. í fjárhúsinu var fullt af ám, sem höfðu skriðið þar inn undan hríð- inni, en ekkert höfðu þær að éta, það hafði ekki verið gefið á garð- ann þennan dag, enda að litlu gagni þó svo hefði verið, því varla komst meira en helmingur af ánum á garðann. Húsið var götótt og lítið og lélegt skjól þar inni. Þetta hafði hann alltsaman talið gott á meðan hann var maður. Svona hafði hann farið með sínar skepnur. Bæði hann og nágrannar hans höfðu haldið því fram að það væri höfuðatriði fyrir skepn- urnar að fá að vera úti, það ætti svo mikið betur við þær en að kúldrast inni í húsum allan vetur- inn. Svo tóku þeir nýbreytnina hver eftir öðrum, fyrst að láta hrossin ganga úti allan veturinn, síðan sauðféð og loks kálfana. Þeir þreyttust aldrei á að lofa blessun útivistarinnar, en gengu fram hjá þeirri staðreynd að kuldinn er óvin- ur lífsins. Þegar hann nú var orðinn að hesti gat hann ekki fundið neitt gott við þessa útivist, ekkert nema kulda og dauðaog djöful. En hvernig var nú þetta? Hann hafði ekkert verið verri en ná- grannar hans í þessum sökum. Þurfti þá að vera að taka hann út úr, láta hann deyja og byrja nýtt líf sem útigangshestur? Það var að minnsta kosti ekkert réttlæti í því, hver helst sem það var, sem stjórnaði því. Nei, þetta hlaut að vera bara ljót- ur draumur. — Hann velti sér á hina hliðina, um leið og hann vaknaði. — Benedikt Ingimarsson, Hálsi, Eyjafirði. 29

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.