Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1975, Qupperneq 31

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Qupperneq 31
s*n persónulegu sérkenni. Ég á til dæmis stóran úlfhund, sem brosir eyrnanna á milli þegar hann er glaður. Margir hundaeigendur átta sig alls ekki á því hvað hundur rneinar þegar hann stendur þannig svo skín í tennur hans. Þeir halda jafnvel að hann sé illur, en því fer fjarri. Forðastu þetta. Kynntu þér at- ferli hundsins þíns, þekktu hvernig hann bregst við undir hinum marg- víslegustu kringumstæðum. Veittu svipbrigðum hans sérstaklega at- hygli, 0g þú verður hissa á því hvað svipur hunds getur sagt þér mikið. Já, oft jafnmikið og fjöldi orða af vörum mannlegrar veru. Vill hann að þú leikir við hann? er hann þyrstur? svangur, glaður eða dapur? Vill hann fara út, eða bara eitthvað annað? Já, allt þetta og oft miklu meira geturðu séð í svip hans ef þú ert athugull. Eftirfarandi reglu ber að hafa í huga viðkomandi uppeldi hunds. Forðastu umfram allt mjög æsla- fulla leiki og slagsmál meiga ekki eiga sér stað. Slíkt stuðlar aðeins að því að gera hundinn bitgjarnan. Ekki er heldur rétt að láta börn hamast með hundinn. Ef hundur verður grimmur eða óhlýðinn er það nær eingöngu eiganda hans að kenna. Uppeldi hundsins hefur þá ekki verið rétt háttað. Því segi ég alltaf, byrjið bara nóu snemma og af öryggi, því það sem lærist fyrst, gleymist oftast síðast. Það liggur djúpt í eðli hunda að gera eigendum sínum til hæfis °S hundar eru viljugir að læra og fljótir til. En þeir þurfa líka á mikilli umhyggju að halda og forðast ber hörkulegt uppeldi. ^ertu ávallt minnugur þess að Vera þannig við hundinn þinn eins °g þú villt að hann sé við þig. þýraverndarinn Viti bornar manneskjur eru oft ruddalegar við dýr. Ef börn eru vond er það oftast vegna þess að þau skilja ekki í hverju hið vonda felst. Því hvílir mikil ábyrgð á foreldrum þegar þau taka húsdýr inn á heimilið. Láttu barnið strax skilja að dýrið finnur til eins og það sjálft. Það er hægt að taka hundinn til fyrirmyndar í mörgu. Ríkur á- galli í mannlegu eðli er að magna yfirsjónir annarra svo úr verður ó- yfirstíganleg beiskja. En hjá hund- inum er þessu öðru vísi farið. Hann er ávallt reiðubúinn að gleyma og fyrirgefa, verður glaður á ný án nokkurra eftirkasta. Hundurinn elskar eiganda sinn og vini á fölskvalausan hátt, hann er undirgefinn og trúr. Fláræði og svik finnast ekki í fari hans og hann reynir aldrei að gera sig betri en hann er. Af þessu ed alveg ljóst að mikil ábyrgð hvílir á þeirn, sem fær sér hund. Aftur og aftur berast mér til eyrna sögur af fólki, sem hefur fengið sér hund, átt hann í nokkra mánuði, orðið leitt á honum og látið svo skjóta hann. Einföld lausn eða hvað? Mín skoðun er þessi: Fáðu þér alls ekki hund fyrr en þú hefur brennandi áhuga fyrir því, nægan tíma og getur séð af aurum í út- gjöldin. Þú átt að ákveða fram í tímann hvenær rétt er að fá sér hund alveg eins og þú villt ákveða tími er fyrir nýtt barn í fjölskyld- una. Þetta hvorutveggja helst í hendur. Lauslega þýtt úr norsku: Hunden, vdr ven eftir Solveig Sagi. 31

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.