Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 36
tónhæð blístursins fer smáhækk-
andi með hverri nýrri tilraun -
höfrungurinn er byrjaður að leika
sér við manninn. Dýr og maður
horfðust alvarlega í augu.
Allt í einu hætti vísindamaður-
inn að heyra blístrið, enda þótt
öndunarfæri höfrungsins héldu á-
fram að dragast saman og hann
væri því í raun og veru að blístra.
En nú var tíðni blísturshljóðsins
færanna. Höfrungurinn gaf frá sér
ur heyrt það. Lilly hætti nú að
tvö hátíðnishljóð í viðbót, og fór
svo há, að maðurinn gat ekki leng-
verðlauna hvern samdrátt öndunar-
síðan aftur að blístra þannig, að
maðurinn gæti heyrt til hans. Hann
fékk laun sín og skildi nú, að Lilly
heyrði til hans, og fór upp frá því
ekki úr heyrnarvídd mannsins.
Og svo mikið er víst, að höfr-
ungar eru með greindustu skepn-
um. Hegðun þeirra gagnvart mönn-
um er oft stórfurðuleg. Þeir hafa
í kjafti sér 88 tennur, sem eru
hreint ekki hættulausar - en samt
hefur það aldrei komið fyrir að
höfrungur réðist á mann. Þvert á
móti: við vitum þess dæmi, að
höfrungar hafi ýtt upp úr sjó
drukknandi mönnum og jafnvel
hjálpað skipbrotsmönnum í land.
Sá forni höfundur, Plinius, segir
frá vináttu drengs og höfrungs,
sem flutti vin sinn á bakinu yfir
Napoliflóa. Drengurinn var vanur
að blístra á höfrunginn, gefa hon-
um brauð, vætt í rauðvíni, og setj-
ast síðan á bak honum.
ungar venjast reyndar mönnum
ákaflega fljótt, bregðast við kalli
þeirra og þiggja gjarnan fæðu úr
hendi þeirra strax á næsta degi
eftir að þeir eru ófrjálsir orðnir. Og
enn eitt dæmi: höfrungur á sundi
tekur öðru hvoru undir sig fall-
egustu stökk. En ef barn er sett á
bak hans syndir hann jafnt á yfir-
borði vatnsins.
í sundlaug hjá rannsóknarstofu
Johns Lilly lifa nokkrir höfrungar
- ákaflega kátar skepnur og
skemmtilegar. Þeir læra mjög auð-
veldlega ýmsa leiki og galdrabrögð.
Og höfrungurinn Elvar kenndi
meira að segja vinkonu sinni Telvu
leiki sem hann hafði lært af mönn-
um. Vinátta og samheldni höfrung-
anna er einnig mjög aðdáunarverð.
Það ernefnt til dæmis, að einhverju
sinni var höfrungi sleppt niður í
laugina eftir mælingar, en það var
gert mjög klaufalega og þessi
þunga skepna rak höfuðið illa í
bakka laugarinnar. Höfrungurinn
missti meðvitund og sökk til botns.
Um leið komu félagar hans synd-
andi og ýttu honum upp á yfir-
borðið til að hann gæti andað, og
héldu honum þar til hann kom
til sjálfs sín aftur.
En við skulum að sinni ekki
telja upp fleiri ágæta eiginleika
höfrungsins. John Lilly álítur hann
skynsemi gædda veru, og víst væri
skemmtilegt ef svo væri. Hann
lítur svo á, að höfrungar séu nú
á svipuðu þróunarstigi og frum-
stæðustu mannflokkar. Þeir flakka
um óendanleg heimshöfin, og
máske eru þeir þá að gæta hjarða
sinna á svipaðan hátt og fjarlægir
forfeður okkar. Fiskahjarða . . .
Áfengis- RÍKISÚTVARPIÐ
og tóbaksverzlun ríkisins Skúlagötu 4
Skrifstofa í Borgartúni 7.
Sími 24280
Opið mánudaga til föstudaga
frá kl. 8.45—16.30
Útborganir á fimmtudögum Auglýsingasímar:
frá kl. 10—12 og kl. 13—15 22274 og 22275
36