Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Qupperneq 2

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Qupperneq 2
Gefið ekki kettlingana ykkar hverjum sem er „Það ætti að skattleggja og merkja ketti til þess að koma í veg fyrir að þeir séu boðnir út eins og happdrættis- miðar, eins og nú tíðkast. Maður opn- ar ekki svo blað að maður sjái ekki eina eða tvær auglýsingar um það, að einhver vilji gefa eða selja kettlinga." Þetta sagði Svanlaug Löve, sem er í stjórn dýraverndunarfélagsins og sjálf hefur átt kött í fjölda ára. „Það á ekki að auglýsa kettina handa hverjum sem er, því hvað veit eigandi þeirra um það hvernig farið verður með köttinn? Oft eru kettling- ar fengnir gefins til þess að gefa í af- mælisgjafir, ef ekki eru til peningar til að kaupa einhverja aðra gjöf. Dýr eru ekki leikföng. Þau eru á- kaflega næm bæði til líkama og sálar. AUt of oft sér maður krakka vera að hnoðast með litla kettlinga tímunum saman. Kettlingar eru eins og unga- börn, þurfa sinn svefn til þess að þeim líði vel. í staðinn fyrir að gefa kettina svona Svanlaug Löve með einn vina sinna í fanginu. (Ljósm. JIM). tvist og bast, eins og nú er gert, á ein- faldlega að láta deyða kettina á mann- úðlegan hátt. Einnig er hægt að láta sprauta læð- urnar hjá dýralækni, svo þær verði ekki kettlingafullar. En þetta gerir fólk ekki almennt. Það er ákaflega mikið af flækings- köttum hér, einmitt vegna þess að þeir eru gefnir fólki, sem kann ekki að fara með dýr. Til dæmis er þó nokkuð um, að þegar kettirnir eru orðnir stærri, er þeim kastað út á götuna. Ef kötturinn er með hálsband, er það tek- ið af til þess að ekki sé hægt að skila honum heim til föðurhúsanna. Eg get sagt ótal sögur um slæma meðhöndlun á köttum, og ég tel að það sé fullorðna fólkið, sem getur ekki nógu gott fordæmi í þessum efnum," sagði Svanlaug að lokum. H. E.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.