Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Qupperneq 4

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Qupperneq 4
Sé ég eftir sauðunum Da,gur dýranna er á sunnudaginn kemur. Það minnir mig á, að fyrir ári síðan, á þjóðhátíðarárinu margrómaða, heyrði ég ávæning af kynningu á út- varpsþætti helgaðan þeim degi. Þar var verið að ræða hvernig hirða beri kjölm- hunda, bursta þá á hverjum degi o. s. frv. Síðar heyrði ég barnatíma, sem helgaður var dýrunum og þar var allt svo dæmalaust gott o,g gaman og ævin- týrablær á hverri frásögn. Um þetta leyti stóðu yfir göngur og réttir til sveita og mér rann í skap yfir því ó- raunsæi sem mér fannst ég sjá af þess- um tveim andstæðum, annarsvegar til- búnum heimi ævintýranna, þar sem enginn þjáðist og hins vegar bláköld- um staðreyndum, fótbrotnu lambi og brjóstveikri gamalrollunni, sem bráðum átti að éta. I þessum þætti var þó sö,gð sagan af því þegar dýrin gerðu upp- reisn gegn harðstjóranum og launuðu illt með illu en það út af fyrir sig er nú enginn sérstakur boðskapur. Eg hafði einnig tekið eftir því, að fæstir þeirra ræðuskörunga, sem þetta sumar minnt- ust 1100 ára búsetu í landinu, sáu nokkra ástæðu til að minnast þar á þátt húsdýranna. Ut frá þessum hugleiðing- um skrifaði é,g smá kroniku, sem ég endursegi hér efnislega. Það er gleðilegt að við skulum geta talað á menntaðan máta um hundahald og víst er að þeir sem hafa kjöltuhunda sér til ánægju þurfa sannarlega að upplýsast um sitt af hverju. Mér finnst það samt eins og að byrja á öfugum enda að bændaþjóðin íslendingar skuli vera að dunda við þessháttar á meðan annað miður gott er látið liggja í láginni. Blöðin birtu myndir af hrossum í sambandi við Dag dýr- anna. Það er gott eitt um það að segja að menn eru nú farnir að hefja þarfasta þjóninn til vegs og virðingar og vonandi að það leiði af sér að holdgrönn útigangshross, sem þreyja þorrann og góuna á berangri, heyri nú fortíðinni til. Ekkert blaðanna held ég hafi birt mynd af sauðkindinni í tilefni þessa dags. Hún er að vísu á forsíðum blaðanna um þessar mundir, en þar er blaðamaðurinn í öðrum hugleið- ingum, því að nú fara göngur og réttir í hönd og sláturtíð. íslend- ingar hafa nært sig á afurðum sauð- fjár alla tíð og munu gera það á- fram. Ullin og gærurnar hafa hald- ið á okkur hita og gera enn. Fram- kvæmd slátrunarinnar, sem nú fer í hönd, er mun mannúðlegri en áður var, þó að eflaust megi enn bæta þar um. Við étum í haust lambið sem við kjössuðum í vor, þannig er hringrásin og henni verður vart breytt, enda matvælaskorturinn yf- irvofandi þegar fiskinn þrýtur í sjónum. En ég held að við getum gert ýmislegt til þess að láta kind- unum og öðrum nytjaskepnum líða betur þennan stutta líftíma sem við gefum þeim. Ég geri mér ljóst, að ekki verður fé rekið af afrétt með öllu þegjandi og hljóðalaust. En þeirri athöfn mætti þó áreiðanlega breyta mjög á betri veg í fjölmörgum tilfellum með hófsamari raddbeitingu manna og hunda og ekki síst betri skipu- lagningu verksins, áður en hafið er. Ósjaldan heyrir maður óánægju- raddir úr hópi gangnamanna um það hvernig til hafi tekizt um skipulagsatriði og virðist það oft til komið af því að hver og einn hefur ekki fengið nógu skýr fyrir- mæli um sitt hlutverk áður en lagt var af stað. Það er ekki afsökun fyrir gangnaforingjann að liðið hafi verið léiegt hafi hann sjálfur 4 dýraverndarinn

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.