Dýraverndarinn - 01.10.1975, Síða 7

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Síða 7
en e. t. v. þarf að þreifa sig áfram naeð réttu lyktina, jafnvel réttu fjölina. Brýningarfjöl, sem kettinum fell- 11 r við, er aftur á móti ekki alger trygging fyrir því, að húsgögnin láti ekkert á sjá. Þetta er eitt af uppeldisatriðunum, sem eru hvað erfiðust. Dularfulli kötturinn. Náttúra kattarins er kapítuli út af fyrir sig. Ekkert annað dýr hefur Valdið mönnum eins miklum heila- brotum. Hann hefur verið tákn hins góða og illa á víxl, trausts og vantrausts og verið yrkisefni skálda og rithöfunda. Kötturin býr yfir sérstæðri feg- urð og hreyfingum ,sem eiga ekki sinn líka. Hann sindrar af krafti og auglit hans er fjarrænt og ó- rannsakanlegt; það lýsir engan veg- inn innstu hugsunum hans. Kraft- ur og dularfullt auglit hefur skipt mönnum í tvo hópa í afstöðu til kattarins, annars vegar eru ein- dregnir kattavinir, hins vegar ó- vinir kattarins, sem sjá í honum allt hið versta og ógeðslegasta. í raun og veru eru kettir eins einstaklingsbundnir og mennirnir. Einhver tiltekinn köttur kann að falla einhverri manneskju jafn vel og annar fellur henni illa. Ef maður kynnir sér málið, og öðlast þekkingu á innræti kattanna, og takist manni að finna rétta kött- inn, er vart hægt að hugsa sér hamingjuríkari sambúð við nokk- urt dýr. En eðli kattarins er þannig, eins og skilja má af framansögðu, að ef eitthvað ber út af, sem skiptir máli, er voðinn vís. Varist því, að taka skyndiákvarðanir um katta- hald, gerið ykkur grein fyrir því, að köttur er líka lífvera . . . Þakkir til gefanda Merkjasalan á „Degi dýranna" gekk vel og unnu þar margir, bæði hér í Reykjavík og úti um lands- byggðina, ötullega að. Þessum vel- unnurum dýraverndar er hér með þakkað kærlega. Góðar gjafir bárust einnig til Sambands dýraverndunarfél. fsl., m. a. frá: Ernu Hreinsdóttur, Grundar- landi 1, Reykjavík, ler. 10.000,00. N. N. á Brávallagötu kr. 100,00. Björgu Bjarnadóttur, Norður- braut 23 B, en hún gaf öll sölulaun sín kr. 250,00. Sigrún Stefánsdóttir, Hallveigar- stíg 2, Rvík, kr. 5000,00. Bestu þakkir til ykkar allra. Stjórn S.D.t. ÞÝRAVERNDARINN 7

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.