Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 10
Ævintýri Eyja-kisu Það var víst uppi á Landsspítala fyrir rúmu ári, að ég heyrði söguna af Eyja-kisu. Við vorum þarna samankomnir nokkrir sjúklingar á C-deildinni í dagstofu deildarinn- ar og vorum að spjalla um alla heima og geima til þess að fá tím- ann til þess að líða og leiða hug- ann þannig frá þeirri staðreynd, að öll vorum við að bíða eftir að- gerðum og uppskurðum. Sjónvarp- ið var í sumarfríi og því ekki mik- ið við að vera eftir kvöldkaffið. Það var hún Margrét, sem sagði okkur söguna af kisu. Hún kunni þá list, að segja skemmtilega og látlaust frá, og þannig, að allir hlustuðu ósjálfrátt á frásögn henn- ar. Vestmannaeyingar höfðu vaknað upp við vondan draum gosnóttina. AUir áttu að hraða sér niður að höfninni og koma sér um borð í einhvern fiskibátinn, en þeir lágu í höfn þessa nótt, góðu heilli. Ungur maður í húsi einu nálægt eldstöðvunum, var ásamt fólki sínu ferðbúinn og þó var eins og hann vantaði eitthvað. Hann gekk enn einu sinni inn í húsið og kallaði á kisu sína og síðan gekk hann einn hring kringum húsið, en hvergi sást kisa. Hann hélt því af stað niður eftir, dapur í huga ásamt öll- um hinum, sem nú voru að hraða sér til bátanna. Skipin létu úr höfn hvert af öðru, fullfermd fólki, á- leiðis til lands, flest þó til Þorláks- hafnar. Unga manninum var ekki rótt, þótt hann hefði nú fastalandið undir fótum, kisa hans var enn þarna úti, þar sem nú rigndi eldi og eimyrju. Hvað var nú til ráða? Var nokkuð hægt að gera? Jú, skyndilega fékk hann góða hugmynd og var þá ekki seinn á sér að framkvæma hana. Hann fékk einn af kunningjum sínum til þess að fara út til Eyja aftur og varð það að gerast á þann hátt, að hann færi sem laumufarþegi með ein- hverjum bátnum. Það voru nefni- lega komnar á reglur um það, að enginn mætti fara út til Eyja þessa fyrstu daga gossins, nema hafa leyfi upp á vasann frá Almanna- vörnum eða einhverjum öðrum al- máttugum. En út til Eyja komst hann, laumufarþeginn, og sem hann gengur í glóðheitu gjóskufallinu heim að hinu yfirgefna húsi vinar síns, sá hann strax kisuna. Hún sat þar á eina blettinum, sem var í skjóli fyrir öskufallinu. Það var niðurundan dyraskyggninu á hús- inu. — Nú var ekki til setunnar boðið, því að gosið færðist stöðugt í aukana og hraun var byrjað að renna í átt til hússins. Hann stakk kisu undir úlpu sína og hraðaði sér aftur niður til hafnarinnar. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þau koma til Reykjavíkur, en þar tók Vestmannaeyingurinn ungi á móti þeim og þóttist hafa heimt kisu sína úr helju í bókstaflegri merkingu. Nú er það löngum svo í heimi hér, að þegar eitt vandamál er leyst, tekur annað við, óleyst. Eigandi kisu hafði fengið húsnæði í fjöl- býlishúsi, ásamt fjölskyldu sinni, en sá hængur var á þar, að í því húsi máttu engin dýr vera. Hann leitaði því til kunningja- konu fjölskyldu sinnar (en það var einmitt sögukona okkar) og bað hana að taka kisuna í fóstur um tíma. Var það auðsótt mál. Allt var nú fréttalaust af högum kisu um sinn, en vel undi hún hag sínum í húsinu hjá Margréti — Ungi maðurinn úr Eyjum, eigandi kisu, réði sig á fiskibát, en kom þó eins oft og hann gat í heimsókn til kisu sinnar. Þegar voraði í Reykjavík 1973, varð það augljóst, að ævintýri hinna ljósu vornótta höfðu ekki látið kisu afskiptalausa. Hún fór ekki einsömul, og í fyllingu tím- ans ól hún marga kettlinga. Svo stóð þá á, aðeigandi kisu var úti á sjó, en nokkru seinna, þegar bátur hans kom að landi, færði fé- lagi hans, laumufarþeginn, honum fréttina um það, að kisa væri orðin léttari. — „Það var eins og ég hefði fært honum frétt um að hann væri sjálfur orðinn pabbi," sagði kunn- inginn. „svo glaður varð hann." Jæja, sagan um Eyja-kisu, sem hún Margrét sagði okkur, var víst ekki mikið lengri, eða þá að ég er búinn að gleyma framhaldinu, en sennilega eru þau nú bæði, ungi maðurinn og kisa, flutt út til Eyja aftur. G. H. 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.