Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Qupperneq 11
Ratvísi dýranna Ekki aðeins farfuglar, heldm einnig mýs, kettir, leðurblökur og niargar aðrar skepnur geta á undraverðan hátt ratað gífurlegar vegalengdir. Hvernig fara þau að þessu? JJm það hafa margir brotið heilann. Farfuglarnir koma og fara skyndilega. Þetta hefur frá upphafi vakið forvitni manna, og margt í háttalagi farfugla er sífelld ráð- gáta. Hvað kemur þeim til þess að yfirgefa heitu löndin á hverju vori °g leita í kaldara loftslag? Allt bendir til þess að hitabeltið búi yf- ir nægum mat, svo að allir fuglar gætu búið þar saman og lifað nokkurs konar Paradísarlífi, í stað þess að leggja í langar og áhættu- samar ferðir yfir úthöf og megin- lönd, mörg hundruð, eða mörg þús- und kílómetra vegalengdir. Hvern- *g fara þeir að því að þekkja land- svæðið, sem ferð þeirra stefnir að? °gþó er annað miklu stærri spurn- lng: Hvernig fara þeir að því að finna þessa hárnákvæmu stefnu og að halda henni? Farfuglar hljóta að búa yfir frábæru siglingakerfi. Löng röð athugana og tilrauna hafa svarað nokkrum þeirra spurn- inga, sem farfuglarnir vekja hjá °kkur. En aðeins að nokkru leyti, °g afgangurinn heldur áfram að vera eitt af furðuverkum náttúr- Unnar. Þess vegna halda ýmsir vís- lndamenn, að einhverjir vissir þætt- lr> sem annað hvort er ekki vitað Urn, eða sem mönnum hefur sézt dÝRAVERNDARINN yfir, kunni að koma þarna til greina. Rússneski lífeðlisfræðingurinn Alexander S. Pressmann hefur ný- lega í merkilegri ritgerð tekið meira en hundrað ára kenningu til nýrrar yfirvegunar. Hún er á þá leið, að farfuglar noti segulsvið jarðarinnar sem áttavita. Eins og allir vita, bendir nálin á áttavitanum alltaf í norður. Við miðbaug liggur hún lárétt, hjá pólnum stendur hún lóðrétt. Sigl- ing, einungis eftir segulsviðinu, er sem sé framkvæmanleg frá fræði- legu sjónarmiði, sé ráð fyrir því gert, að fuglarnir hafi skilningar- vit, sem beinlínis nemi segulmagn jarðarinnar, eða öllu heldur, hvern- ig það breytist, eftir því, hvar þeir eru staddir. Hvað dregur þá norður á bóginn? Niðurstöður af rannsóknum síð- ustu ára sýna greinilega, að dagleg- ar sveiflur segulsviðsins stjórna hinu líffræðilega „gangverki" sem temprar hormónaframleiðsluna og samræmir líffærastarfsemi dýranna sveiflum veðurfarsins, svo sem breytilegu hitastigi, loftþrýstingi og birtu. En fyrst jarðsegullinn hef- ur áhrif á svo mikilvægan hlut sem efnaskiptin, getur hann auðveld- lega haft mikið að segja varðandi aðra þætti í lífi fuglanna. Þrátt fyrir góð lífsskilyrði í hita- beltinu leita fuglarnir til norðlæg- ari landa. Pressmann álítur orsök- ina vera þá, að breytingar jarðsegul- sins hafi í verulegum mæli áhrif á þroska unganna, allt frá útungun til kynþroska. Jafnvel skammvinn rafsegulgeisl- un, sem egg verður fyrir, getur skert eðlilegan þroska ungans, sem inni í því er. í hitabeltislöndum eru þrumuveður um það bil tutt- ugu og fimm sinnum tíðari en í tempruðu beltunum, og þar eru að minnsta kosti hundrað sinnum fleiri dægramót á ári en í heim- skautalöndunum. En við dægramót- in losna ú rlæðingi sterkar rafsegul- bylgjur. Þetta getur verið orsök þess, að fuglarnir leita hreiðurstaða langt frá hitabeltinu. Þeir eru blátt áfram að vernda afkvæmi sín fyrir „dauðageislum" náttúrunnar. Auk þess eykst jarðsegulmagnið — og þá mest við miðbaug — tvisvar á ári, einmitt við vor- og haustjafn- dægur. Þetta styðja athuganir sem gerð- ar hafa verið. Fuglarnir verða óró- legri en þeir eiga vanda til, þegar þeir verða fyrir segulöldum, sem aðeins eru tvöfalt sterkari en í með- allagi. Slík ókyrrð er einmitt ein- kennandi fyrir farfugla, áður en þeir leggja upp í ferðir sínar. 11

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.