Dýraverndarinn - 01.10.1975, Side 16

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Side 16
Fuglategundir í hættu Á aðalfundi Fuglaverndunarfé- lags íslands nýverið, kom m. a. fram, að fjórar fuglategundir á ís- landi ættu á hættu að deyja út, haförn, keldusvín, snæugla og fálki. Stjórn félagsins beinir þeirri á- skorun til ráðamanna og allra góðra íslendinga að: þyrma hafern- inum, banna útburð á eitri eða, ef leyft sé, að menn notfæri sér ekki það leyfi. Að sniðganga varpstaði arna og halda þeim leyndum. Ennfremur skorar stjórn rélags- ins á sveitarstjórnir að skipuleggja varðveizlu mýrafláka svo sem hægt sé og gæta varúðar við óþarfa framræslu mýrlendis. Stjórnin beinir og þeirri áskor- un til veiðimanna að gæta ýtrustu varúðar við rjúpnaveiðar svo að þeir skjóti ekki af slysni snæuglu eða fálka, en þessar fuglategundir halda sig oft nærri rjúpnahópum. Þá vill stjórn félagsins leggja sérstaka áherzlu á frábæra sam- satt að læður verði feitar og grimm- ar af sprautunni? Með fyrirfram þökk fyrir birt- ingu. G.Á.T., Reykjavík. P.S. Er einhver leiðbeiningabók um meðferð katta að koma út? Svar: G.Á.T., Reykjavík. Það er rétt af þér að gefa lœð- unni þinni pilluna, því það fceðist 16 vinnu við bændur og metur mikils áhuga þeirra á náttúruvernd. í stjórn félagsins voru kosnir til næstu þriggja ára: formaður: Magnús Magnússon prófessor, rit- ari Reynir Ármannsson póstfulltrúi, kjaldkeri: Sigurður Blöndal banka- fulltrúi. Fréttatilkynning frá Fuglaverndar- félagi íslands: Arnarvarp heppnaðist hjá 12 arnarhjónum sumarið 1975 og fleygir urðu 14 ungar. — 7 arnar- hjón urpu en varp þeirra misfórst af einhverjum orsökum. Tala arna á landinu nú er að minnsta kosti 75 auk þeirra unga sem upp komust í ár. Stofninn er samt mjög lítill, þótt hann hafi tvöfaldast á s.l. tíu árum, og er enn mikil hætta á að honum verði útrýmt, og má í engu slaka á frið- unaraðgerðum. Tveir dauðir ernir fundust á þessu ári. Hugsanlegt er að annar þeirra hafi drepist af eitri, sem sett var í sjórekin kindahræ í þeim til- gangi að drepa hrafna. Að mati manna sem best þekkja, er sú eitrun, sem framkvæmd hef- ur verið hér á landi undanfarin ár, til þess að draga úr ágangi svart- baks, gagnslítil og hefur engin á- hrif á stærð svartbaksstofnsins, en er mjög hættuleg öðru viðkvæmu lífi, þar á meðal hafarnastofnin- um. Verður að leita annarra ráða, en eitrunar, gegn fjölgun svart- baks. Óttast er að stofn snæuglu og fálka fari minnkandi og eru það vinsamleg tilmæli að rjúpnaskytt- ur, refaskyttur og aðrir skotmenn, þyrmi þessum fuglum, en báðar þessar tegundir fylgja rjúpnastofn- inum á veturna. Bændur, sem land eiga þar sem ernir verpa, hafa sýnt málstað fé- lagsins mikinn skilning og færir félagið þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. allt of mikið af óvelkomnum kettl- ingum. En þú nefnir ekki hve oft þú gefur henni pilluna, svo ég get ekki sagt þér hvort það er hcefilegt eða ekki. í sprautunni eru sömu efni og eru í pillunni, og hafa ekki önnur áhrif á lceðurnar. Það er hreinasta bábilja að lceður verði feitar og grimmar af þessum ófrjó- semislyfjum. Mörg dýr hafa til- hneigingu til að fitna (alveg eins og sumt fólk) og þá verður bara að haga matargjöf í samrcemi við það. Þú skalt tala við dýralcekni (Brynjólf Sandholt í síma 38345 frá klukkan 9-10 f.h. á virkum dög- um) og spyrja hann betur ráða með pilluna og hve oft þú eigir að\ gefa hana. Leiðbeiningabók um meðferð katta er svo til tilbúin í handritt, en vegna mikilla anna þess sent skrifar hana, hefur hún ekki koin- ist á markaðinn enn. Vonandi verð- ur þess ekki langt að bíða. dýraverndarinn

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.