Dýraverndarinn - 01.10.1975, Page 19

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Page 19
Blaðaúrklippur um málefni dýra hreindýri BJARGAÐ Á miðjum REYÐARFIRÐI Það hefur örugglega ekki oft hent að menn hafi komið með hreindýr að landi. En þetta kom þó fyrir á Reyðarfirði í gærmorg- un, en þá björguðu tveir Reyðfirð- •ngar aðframkomnu hreindýri, sem lagzt hafði til sunds á Reyðarfirði. Hýrið var orðið það þreytt þegar það kom í fjöruna að það gat ekki gengið og varð að bera það í hús. Þangað var komið með ofn og niikið af heitri mjólk, og nokkrum stundum síðar var dýrið farið að hressast svo, að það var farið að hlaupa um og til stóð að sleppa því í gærkvöldi eða nú í morgun. Mennirnir, sem björguðu hrein- óýrinu á land heita Björn Þ. Jóns- s°n og Ásmundur Magnússon. Morgunblaðið náði tali af Birni 1 gær, og spurði hann hvernig hefði staðið á þessari óvenjulegu hjörgun. »Eg var að vinna niðri á hafn- arbryggju í gærmorgun," sagði Ejörn, „og um kl. 8.30 varð mér htið út á fjörðinn og sá þar eitt- hvað. Ég hélt þá að þetta væri lér- Htspoki eða eitthvað í þá áttina og skipti mér ekki að því um tíma. hegar ég kom úr kaffi um kl. 9.30 kíkti ég aftur út á fjörðinn og sá þá að þetta hreyfðist. Nú ég kann- a®i þetta betur og sá að hér var hreindýr á ferð, sem lítið komst á- úam vegna ísskænis á firðinum. % kallaði þegar í félaga minn, Ás- ^ÝRAVERNDARINN mund Magnússon, og fórum við strax út á fjörð á trillu. Við þurftum að sigla svona 500 metra út á fjörðinn til að komast að hreindýrinu, og þegar það sá okkur koma, reyndi það að svamla á móti okkur. Við gátum því mið- ur ekki innbyrt það, og tókum til bragðs að draga það að landi með því að halda í hornin á því. Við fórum með það upp í fjöruna, en þegar tii kom gat það ekki staðið vegna þreytu og urðum við að bera það upp í fóðurblöndunarstöðina. Menn brugðu skjótt við, komu með stóran ofn og mikið af heitri mjólk, og er leið á daginn fór dýrið að hressast og fór að hlaupa um inni í húsinu. Ætli við sleppum því ekki í kvöld eða fyrramálið," sagði Björn. Þá sagði hann að mikill fjöldi hreindýra væri í nágrenni Reyðar- fjarðar og hefði verið í vetur. Ekki mun það vera mjög algengt að hreindýr sjáist á sundi, en þau eru samt sem áður góð sunddýr. Björn sagðist ekki efast um, að dýrið hefði komizt þvert yfir fjörðinn, - það kom að sunnan - ef ísskænið hefði ekki verið á firðinum. ísinn hafði farið illa með dýrið og var það víða illa sárt eftir hann. Morgunblaðið 14■ maí 1975. NOKKURT VARP NÆRRI BYGGÐ Stórutungu, 3. júní. Jörð er ó- venju lítið frosin og þornaði því fljótt er snjóa leysti. Veturinn var með afbrigðum gjafafrekur og sauðfjárbændur eyddu því miklu fóðri. Sauðburður gekk allvel og frjósemi ánna varð mikil. Enn eru ær á gjöf þótt úti séu þær hafðar. Fuglalíf var lítið í vetur. Af snjótittlingum sást lítið. Gæti það stafað af því hve snjór kom snemma í hásveitum, því talið var, að meira væri um þá í lágsveitun- um og nær sjónum. Þrösturinn sást þó mjög snemma hér hjá okkur og hefur búið sér hreiður í skurðbökk- um í túnum og svo er um fleiri fugla, sem hafa sér fasta búsetu hér. Hér verpa gæsir. Grágæsir verpa í hólmum og hraunum og heiðar-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.