Dýraverndarinn - 01.10.1975, Side 20

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Side 20
gæsin lengra frá í klettum og gilj- um, en þó hefur meira borið á henni í byggð en áður og mun það vera vegna þess hve snjóa leysti seint á hennar fyrri varpstöðvum til fjalla og öræfa. Litið var eftir varpi til fróð- leiks. Við Svartá fundust hreiður með yfir 100 eggjum. Ekki var þessi búskapur truflaður. Áður fundust hreiður heiðagæsarinnar með yfir 50 eggjum, og eru þó hennar varpstaðir sunnar en þá var athugað um. Nokkurt gæsavarp er á Valley, skammt frá Hlíðskógum og er það grágæsavarp og hefur lengi verið þar. í Hrafnabjörgum verptu fálka- hjón í fyrra fimm eggjum, og hag- ar þannig til, að ganga mátti að hreiðrinu. Fjórir ungar komu úr eggjunum, þrír vel hraustir, en einn virtist yngri og drapst hann, en ekki kom ungi úr því fimmta. Skammt frá Aldeyjarfossi verptu önnur fálkahjón og þar fór eins, að ungi kom ekki úr einu egginu. í báðum þessum eggjum reyndust þó ungar. í vor verptu fálkahjón svo í Hrafnabjörgum og fyrir skömmu voru tveir ungar skriðnir úr eggj- um en eitt egg var eftir. Snæuglan verpti áður í Laufrönd, en nú er um áratugur síðan að þessa fugls hefur orðið vart. Dagur, Þ. J. CAROLINE REST VÍKUR FYRIR BÍLUM Nú er til athugunar í bæjarstjórn Akureyrar, hvort ekki sé nauðsyn- legt að láta rífa húsið að Kaup- vangsstræti 15, til þess að auðvelda bílaumferð um miðbæinn. Fleiri munu þó kannast við þetta hús undir nafninu Caroline Rest, og fari svo, að það verði látið víkja fyrir blikkbeljunum, er tilhlýði- legt, að þess sé minnzt með fáein- um orðum, og þó öllu heldur mannsins, sem lét reisa það. Nokkru fyrir heimsstríðið fyrra kom hingað til lands bandarískur auðkýfingur, George Schröder að nafni. Schröder bjó um hríð á Ak- ureyri. Hann var hestavinur mikill og honum rann til rifja að sjá hvernig búið var að hestum ferða- manna og bænda í kaupstaðarferð- um á Akureyri, en í þá daga voru hrossin ósjaldan látin standa úti næturlangt, hvernig sem viðraði. Hann lét þess vegna reisa þetta hús, sem nú á að rífa, og gaf Akur- eyrarbæ. Á neðstu hæðinni var hest- hús, en uppi yfir því var gistirými handa ferðamönnum. Ymsum hefur þótt Caroline Rest vera einkennilegt nafn á húsi. Það er frá Schröder komið, en Caroline hét unnusta hans, sem lézt ung, áður en þau fengu að njótast. Schröder skrifaði líka mikla bók um íslenzka hesta og meðferð á þeim, og til munu vera á byggða- safninu á Akureyri mél, sem frá honum eru komin, og hann taldi betri en þau, sem notuð voru hér- lendis. Hann mun hafa verið maður einrænn og sérlundaður, og er ekki ósennilegt, að þar um hafi lát Caroline valdið nokkru. Ollum ber hins vegar saman um, að hann hafi ekkert aumt mátt sjá og jafn- an borið fyrir brjósti hag þeirra, sem lítils máttu sín. Schröder var ekki aðeins mikill dýravinur, eins og sjá má af þeirri umhyggju, sem hann, útlendur maður, bar fyrir íslenzku hestun- um, heldur líka barngóður með af- brigðum, og margir Akureyringar af eldri kynslóðinni minnast þess enn, hvert tilhlökkunarefni það var krökkunum á Akureyri að fá að fara með honum á hestvagni eitt- hvað fram í fjörð. Schröder drukknaði af skipi á leið til útlanda og varð öllum, sem til hans þekktu, mikill harmdauði. Án hestanna hefði þetta land verið óbyggilegt, áður en bíllinn kom til sögu. Meðferð okkar á þarfasta þjóninum var samt stund- um svo svívirðileg, að útlendingar 20 dýraverndarinN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.