Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 22
Stutt við bakið Afgreiðslumaður Dýraverndar- ans, Jón ísleifsson, hefur leitað til nokkurra manna úti á landsbyggð- inni, sent þeim snýishorn af blað- inu og beðið þá að safna áskrif- endum. Sem dæmi um góðar undirtektir, má geta um bréf, sem barst honum norðan úr Fnjóskadal. í því segist bréfritarinn hafa fjölritað allmörg dreyfibréf og sent á heimili í sveit sinni. Árangurinn varð sá, að einir sjö áskrifendur bættust í kaupenda- hópinn. Bréfið var þannig: Ég hef verið beðinn að vinna að útbreiðslu Dýraverndarans hér í dalnum. Hann kemur út fjórum sinnum á ári og kostar kr. 500,00 árgangurinn, og er andvirðið inn- heimt með gíróseðli á póststöð. „Við gefum honum sjens á að lifa." að leggja til að kattareigendur verði skattlagðir, svipað og gert er gagnvart hundaeigendum, þar sem hundahald er leyft. Hugið betur að jlaikingsköttum. Það er einnig óhugnarlegt til að vita að um land allt drepast flæk- ingskettir úr hor og kulda á vet- urna og það í þéttbýli. Vil ég ein- dregið biðja fólk að láta dýravernd- unarfélög á hverjum stað eða lög- regluna vita um ketti sem virðast heimilislausir. Ekki vil ég nú með 22 í blaðinu Blaðið er í stóru broti og pappír vandaður. Það er myndskreytt og flytur fjölbreytt efni. Þótt meðferð dýra hafi batnað, er ekki síður þörf en áður, að leiða hugi hinna ungu að málum þeirra. Jafnframt því sem það vekur og veitir yndi. Sé barn þitt fúst til að gerast á- skrifandi, er mér þökk á að fá að vita það hið allra fyrsta, t. d. í gegnum síma. Vinsamlegast. Jón Kr. Kristjánsson. Þá er því við að bæta, að nú hef- ur verð blaðsins verið hækkað upp í kr. 600,00, vegna sívaxandi dýr- tíðar. Blaðið þakkar Jóni á Víðivöllum kærlega fyrir hans fyrirhöfn við að safna áskrifendum og er það von okkar, að fleiri góðir menn verði til þess að feta í fótspor hans og Ijá Dýraverndaranum liðsinni sitt. Þá hefur afgreiðslumaður beðið blaðið fyrir orðsendingu til þeirra, sem eitthvað kunna að skulda blað- inu, að þeir sendi greiðsluna sem fyrst og helst þyrftu allir að vera skuldlausir við blaðið fyrir áramót- ir næstu. - Gíróseðlar hafa verið sendir út með blaðinu, og þá er bara að muna eftir, að greiða þá í næsta pósthúsi. Þeir auglýsendur, sem skulda og hafa fengið Gíróseðla, eru einnig góðfúslega beðnir að gera skil sem allra fyrst. Pósthólf S.D.Í. er 993, Reykjavík. G. H. þessum skrifum meina að alla flæk- ingsketti eigi að drepa, því að í sjávarplássum halda þeir rottum í skefjum, en gæta mætti þess að flækingsköttum fjölgaði ekki og að huga að þeim að einhverju leyti. Ég vil benda fólki á að taka kettlinga ekki of snemma frá móð- urinni; ef þeir eiga að lifa og fara annað. Móðirin verður að fá að kenna þeim ýmislegt, sem við mannfólkið getum ekki kennt þeim. Þá hefur talsvert borið á því að fólk sem er að skemmta sér tekur ketti upp í bíla, vafalaust til að láta vel að þeim, og sleppir þeim síðan úr bílnum í öðrum borgar- hluta og dýrið ratar ekki heim til sín. Þá verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að merkja kettl- inga svo að hægt sé að koma þeim heim, ef þeir eru á villigötum. Hér á landi eru til hundavinafé- lög, fuglaverndunarfélög o. fl. Er ekki kominn tími til að kötturinn öðlist einhvern rétt og við stofn- um kattavinafélag? Þóra Stefánsdótíir. (Morgunbl. 16. sept. ’75)- DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.