Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 4
Dýrin og við
Að þessu sinni ætla ég að ræða
um hvolpafullar tíkur, frá því að
eggin frjófgast og þar til fæðingin
er afstaðin.
Tíkur fara í sitt fyrsta stand „að
lóða" frá 6-10 mánaða og fer það
eftir stærð. Stærri tíkur byrja oft
seinna eða um 10 mánaða. Ekki
er æskilegt að tíkin verði hvolpa-
full á sínu fyrsta standi. Til að verj-
ast óæskilegrar frjófgunar er ágætt
að vera vel að sér um lóðandi tík-
ur.
Kynfæri tíkarinnar þrútna nokkr-
um dögum fyrir standið. Fylgjast
skal vel með fyrsta blæðingardegi
og telja dagana frá þeim degi.
Tíkin er aðeins frjó í tvo til fjóra
daga, þ. e. a. s. er egglos verður.
Egglosið byrjar á 9—12 degi frá því
að blæðingar hefjast. Þetta er þó
afar einstaklingsbundið og gæta
skal tíkarinnar vandlega frá 7. degi
til 15. dags. Þannig er enginn vandi
að passa tík á lóðaríi. Tvö örugg
ráð eru þó til að kanna hvenær tík-
in er tilbúin fyrir hundinn. 1. Þeg-
ar útferðin eða blóðið er orðið ljós-
rautt á lit. 2. Að strjúka fremst við
rófuni eða til hliðar við kynfærin
og fer þá skottið strax til hliðar.
Ef tíkin á ekki að verða hvolpa-
full skal gæta hennar vandlega.
Alltaf skal fara með hana út í ól
þó ekki sé nema rétt út í garð.
Gæta skal vandlega að útidyrahurð.
Tíkin situr oft um hana og reynir
að smjúga út við hvert tækifæri.
Ef ákveðið hefur verið að tíkin
skuli verða hvolpafull skal leiða
hana fyrir hund á þeim dögum er
greint er að ofan. Til öryggis um
að frjófgun verði er ágætt að leiða
hana 2-3svar fyrir viðkomandi
hund með eins til tveggja daga
millibili á því tímabili sem hún
er tilbúin. Tíkin mun aðeins sam-
þykkja hund, þegar hún er tilbúin
þó svo að allir „herrarnir" í ná-
grenninu séu búnir að heimsækja
hana löngu áður en blæðingar hóf-
ust.
M eðgönguttminn:
Yfirleitt sést ekki fyrstu 5 vik-
urnar hvort frjófgun hefur átt sér
stað nema þá af dýralækni á 3.-4.
viku. Spenar byrja að þrútna og
maginn að fyllast á 6. viku.
Nútíma meðferð á hvolpafullum
tíkum er sú að ekki þarf að auka
matarskammtinn nema 2 síðustu
vikurnar. Má þá gefa næringarík-
an morgunverð auk góðs kvöldmat-
ar í stað einnar máltíðar á dag
eins og venjan er með fullorðna
hunda. Morgunverðurinn má þá
vera mjólk, hrært egg, Weetabix,
(S. S. búðirnar) grautar, heilhveiti-
brauð og fleira. Kalk skal gefa
frá byrjun meðgöngutímans. Kalk-
ið fæst í apótekum bæði í duft-
formi og töfluformi. Duftið má
blanda með matnum, 1 tsk fyrir
hver 4 kg. Magn taflanna er 1-2
töflur fyrir hver 5 kg. Sérstakt kalk-
duft og vítamíntöflur fyrir hvolpa-
fullar tíkur og hvolpa er væntan-
legt á markaðinn innan skamms.
T'vær síðustu vikurnar má fara
að kynna tíkina fyrir staðnum til
að fæði hvolpana. Má þar búa til
sérstakan trékassa. Tíkin finnur sér
þó oft stað sjálf og skal þá setja
þar tilheyrandi lök o. fl.
Þegar fæðingin nálgast sem er
63. dagur eftir að frjófgun varð eða
9 vikur má byrja að mæla hana.
Meðalhiti hunda er 38-38,5°. Ör-
uggt er að þegar hitinn lækkar má
fara að búast við fæðingu innan 24
tíma.
Þegar hvolparnir hefja inngöngu
sína í hheiminn skal hafa vandleg-
ar gætur á tíkinni. Telja skal allar
fylgjur sem koma ýmist með hverj-
um hvolpi eða 2 saman eftir 2
hvolpa. Eðlileg fæðing tekur 12—24
tíma eftir að hríðir byrja. Ef hvolp-
arnir eru margir hvílir tíkin sig
oft upp í 12 tíma eftir að hafa átt
helming hvolpanna. Ef txkin slítur
ekki lífhimnuna utan af hvolp-
unum skal hafa skæri eða tengur
tilbúnar til að slíta frá vitum hvolp
anna.
A meðan á fæðingu stendur má
fjarlægja þá hvolpa sem þegar eru
komnir þar til allir hvolparnir eru
fæddir.
Þegar fæðingin er afstaðin má
bjóða tíkinni mjólk að drekka og
eitthvert léttmeti að éta.
í næsta blaði ætla ég að ræða um
fyrstu vikur hvolpanna.
Sigfríð Þórisdóttir.
4
DÝRAVERNDARINN