Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 7
Avarp / a degi dýranna Á Degi dýranna var eftirfarandi ávarp sent fjölmiðlum: Næstkomandi sunnudag þann 18. sept. er Dagur dýranna. Stjórn S. D. í. notar daginn að þessu sinni tii að minna á villtu dýrin á íslandi. Það eiga fleiri rétt til landsetu hér en hinir tvífættu herrar sköp- unarverksins sem kalla sig íslend- inga og þau dýr sem þessir sömu herrar hafa sér tii lífsviðurværis. Um allt land og í sjónum um- hverfis landið Iifir urmull dýra - stórra og smárra. Dýr sem eru há- þróuð og önnur sem eru lágþróuð. Okkur mönnunum hættir til að vanmeta það gildi sem þessi dýr hafa og þann rétt sem þau óum- deilanlega hafa til landsins. Við troðum meira og minna á þessum rétti, án umhugsunar. Og þegar hagsmunir mannanna og dýranna í landinu rekast á, — hver hefur þá sitt fram??? Við setjum friðunarlög. Stund- um að því er virðist dálítið handa- hófskennd. Við fáum gífurlega DÝRAVERNDARINN verndartilfinningu gagnvart einni dýrategund fram yfir aðra og verndum hana þá með oddi og egg, en reynum að eyða og helst útrýma annarri, og erum þá ekki ætíð vönd að meðulunum. Stundum alfriðum við ýmsar fuglategundir, eins og t. d. æðar- fuglinn og þá lokum við augunum fyrir því að æðarkollur drukkna hundruðum saman í grásleppunet- um sem lögð eru á grunnsævi. Við fóðrum svartbakinn gengdarlaust á sorpi og fiskúrgangi með annarri hendinni en viljum svo eitra fyrir hann með hinni. Og svona má lengi telja. Stjórn S. D. í. skorar á yfirvöld að taka upp nýja stefnu í þurrk- unaraðgerðum á mýrum og öðru votlendi, þannig að aldrei verði þurrkað upp landsvæði án þess að nákvæmar athuganir sérfræðinga á lífríkinu verði látnar ráða. Einnig skorar stjórn S. D. í. á yfirvöld að sorpi og fiskúrgangi verði eytt á annan hátt en nú er, þannig að fuglar komist alls ekki að honum. Þá mun náttúran sjálf sjá til þess að fjölgun þeirra haldist í skefjum. Stjórn S ,D. í. beinir því til landsmanna að virða rétt villtu dýr- anna í landinu og gera þeim ekki landið óbyggilegt. Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga íslands. Nýir tránaðarmenn Enn bœtist við fjöldi trúnaðar- manna sem S.D.Í hefur um landið. Hér koma þeir nýjustu: Breiðuvíkurhreppur, Snæfellsnesi: Finnbogi Lárusson, Laugabrekku Eyrarbakkahreppur, Árnessýslu: Sigurjón Bjarnason, Merkissteini Hvollshreppur, Skag. Guðmundur Þór Jónsson, Saurbæ Miklaholtshreppur, Snæfellsnesi: Kjartan Eggertsson, Hofsstöðum Seyluhreppur, Skagafirði: Markús igurjónsson, Reykhóli Viðvíkurhreppur, Skagafirði: Björn Runólfsson, Hofsstöðum 7

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.