Dýraverndarinn - 01.12.1977, Qupperneq 12
Dýraspítalinn
Spítalinn var gefinn með gjafa-
bréfi 1974, af lir. Mark Watson,
eftirtöldum aðilum:
Dýraverndunarfélagi Reykja-
víkur,
Sambandi dýraverndunarfélaga
íslands,
Hestamannafélaginu Fáki,
Hundavinafélagi íslands,
Sambandi sveitarfélaga í Reykja-
nesumdæmi,
Reykjavíkurborg.
Þessir aðilar tilnefndu tvo aðila
hver í sjálfseignarfélag, sem stofn-
að var 20. maí sl. Markmið þessa
félags er að efla og auka áhuga al-
mennings á dýrum og dýravernd.
Markmiði þessu hyggst félagið ná
m. a. með rekstri dýraspítala Wat-
sons.
Húsið, sem er verksmiðjufram-
leitt timburhús 130 m2 að stærð,
var reist af Reykjavíkurborg, sem
einnig gaf !óð undir það. Bruna-
bótamat hússins er kr. 10.000.000.
Á stofnfundinum 20. maí sl. var
kosin stjórn félagsins, en hana
skipa: Sigríður Ásgeirsdóttir hdl.
fulltrúi Reykjavíkurborgar, sem er
formaður, Sverrir Þórðarson blaða-
maður, fulltrúi Sambands dýra-
verndunarfélaga á íslandi og Guð-
mundur Ólafsson, gæslumaður full-
trúi Fáks, eru meðstjórnendur. í
varastjórn voru kosin: Magnús Er-
lendsson, fulltrúi Sambands sveit-
arfélaga í Reykjaneskjördæmi sem
varaformaður, en varamenn í stjórn
þau Hrefna Kristjánsdóttir frá
Dýraverndunarfélagi Reykjavíkur
12
DÝRAVERNDARINN