Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 14

Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 14
Hvers vegna gelti hann ekki? Þegar íbúar sumarbústaðanna fluttu aftur til bæjanna um haust- ið eftir að hafa notið sólar og sjáv- ar allt sumarið, varð Stubbur litli heimilislaus. Hann var aðeins tveggja mánaða þegar börnin í sumarbústaðnum „Hafblik" fengu hann að gjöf frá bónda nokkrum í nágrenninu. Stubbur var nefni- lega ekki „hreinræktaður". Móðir hans hafði verið það óvönd að virðingu sinni að gleyma ætt og uppruna. Fagur var hann ekki, en hafði þó verið góður leikfélagi barnanna allt sumarið. Nú stóð hann hjá lokuðum dyrum, aleinn og vældi þegar Sören umrenning- ur fann hann og aumkvaðist yfir þennan yfirgefna vesaling. Hann gaf honum af bita þeim er vin- gjarnleg kona hafði gefið honum og Stubbur var svangur svo hann fékk næstum allt. Hann var enn með hálsólina, sem börnin höfðu gefið honum og á henni stóð nafn- ið Stubbur. Sören tók ólina af hon- um en lagði nafnið á minnið. Svo lögðu þeir af stað út á hina löngu þjóðvegi. A veturna var Sören vanur að dvelja á nokkurs konar „upptöku- heimili" fyrir flækinga, en þegar hann kom þangað með hundinn var honum sagt að hann mætti ekki hafa hann hjá sér. Svo Sören og Stubbur urðu að velja, annaðhvort að skilja eða þrauka veturinn á þjóðvegunum. Þeir völdu síðari kostinn. Það var nærri jólum er 14 þeir í kalsaveðri komu að litlum bóndabæ. Þeir voru báðir svangir og kaldir, svo Sören ákvað að biðja um dálítinn mat og leyfi til að sofa í hlöðunni um nóttina. Það var góðleg kona sem opnaði dyrnar og bauð þeim að koma inn. Hún lét fullt fat af smurðu brauði og kaffi hjá Sören og Stubbur fékk líka að eta. Sören var ekki vanur að tala um einkamál sín við ó- kunnuga en allt í einu var hann búinn að segja konunni frá því, að hann mætti ekki hafa Stubb hjá sér á hælinu og því yrðu þeir að flakka um allan veturinn. — Þá bauðst konan til að hafa Stubb um vetur- inn svo Sören gæti verið á upp- tökuheimilinu, á meðan mestur væri kuldinn. Þetta góða boð þáði Sören, — hann kvaddi Stubb og hélt af stað. Hve mikið Stubbur skildi eða ekki skildi af loforðum Sörens um að sækja hann aftur með vor- inu er ómögulegt fyrir mannfólk- ið að vita, en hann varð eftir hjá konunni og virtist una hag sínum vel. Hann fylgdi henni hvert sem hún fór og varð einnig góður vinur sona hennar tveggja er bjuggu í grendinni og komu oft til að hjálpa móður sinni með erfiðustu verkin, en hún var annars ein á bænum eftir dauða manns síns. Hún von- aði hálfpartinn að umrenningur- inn kæmi ekki aftur að sækja hundinn sinn, en vordag nokkurn, þegar jörðin ilmaði af gróðri og sólin kom fuglunum til að syngja hástöfum, birtist hann. Stubbur þekkti hann strax og eftir að hafa fengið vel í svanginn lögðu þeir af stað. Konan horfði lengi á eftir þeim með tár í augunum. Hún kallaði ekki á Stubb. Þetta hafði verið umtalað að hann yrði bara hjá henni um veturinn, og nú var komið vor. Það var hásumar þegar hún sá Stubb aftur. Hann var við dyrnar einn morguninn er hún var á leið út að gefa hænsnunum. Og hann leit ekki vel út. Grindhoraður og allur í sárum. Eitthvað mjög alvar- legt hlaut að hafa hent húsbónda hans annars hefði hann aldrei yfir- gefið hann. Hún hafði raunar von- að að hann kæmi aftur í haust, en það var enn sumar. Hún annaðist hann vel, svo sárin greru og hold kom á kroppinn. Dag nokkurn kom annar um- renningur að litla bænum og bað um dálítið að borða, — þarna var engum sem átti bágt neitað um mat. Meðan hann mataðist kom Stubbur inn í eldhúsið. Flæking- urinn starði á hann eins og hann þekkti hann. Að lokum spurði hann hvort þetta væri ekki hundur- inn hans Sörens. Konan svaraði því játandi, og spurði hvort þeir þekkt- ust og hvort hann vissi hvað hefði orðið um Sören. Flækingurinn sagði að Sören væri dáinn. Hann hefði orðið fyrir bíl og dáið sam- stundis. Staðurinn sem slysið varð var mörg hundruð km í burtu DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.