Dýraverndarinn - 01.12.1977, Page 30
Ur gamalli dýralækningabók
GREINING SJÚKDÓMA
Til þess að komast að raun um
hvaða sjúkdóm sé um að ræða,
verður oftast að skoða sjúklinginn
og rannsaka hann ýtarlega. Dýra-
læknirinn verður þá helst að
mynda sér ákveðna aðferð. Fyrst
og fremst þarf að spyrja um skepn-
una og sjúkdóm hennar áður en
læknis var leitað: Hve lengi hefur
hún verið sjúk? Hvað hefur verið
reynt við hana? Slíkar upplýsingar
eru oft mikilvægar, einkum þeg-
ar á það er litið, að skepnan er
mállaus og getur því alls ekki tjáð
sig. — Þá skoðar dýralæknirinn
húð dýrsins: Er hún of heit? Þurr?,
sveitt? særð eða með útbrotum?,
eða hvort á henni sjáist snýkjudýr.
Húðin verður nefnilega oft —
vegna sjúkdómsins hörð, þurr og
situr föst, háralagið verður úfið, oft
ljótt. —- Einnig athugar dýralækn-
irinn slímhimnurnar: augna-
munn- og nasaslímhimnurnar.
Þessar himnur verða oft fölar
(blóðlitlar) vegna sjúkdómsins, en
stundum þó aftur á móti rauðar
og bólgnar og rennur oft vessi af
þeim. —
Hjarta- og æðaslátt ber að at-
huga vandlega. Æðaslög hesta er
auðvelt að telja með því að leggja
vísifingur léttilega á kjálkaslagæð-
ina innanvert og neðantil á kjálk-
anum. Á kúm er sömuleiðis best
að telja æðaslögin á kjálkaslagæð-
inni eða framfótar-slagæðinni uppi
30
SigurSur E. HlíSar.
við brjóst, en á hundum á lærslag-
æðinni á miðju læri innanverðu. —
Þegar slagæðar eru fundnar, eru
slögin talin og er athugað hvort
þau séu regluleg, kröftug eða lin.
Æðaslátturinn á að vera:
í hrossum .... 25-40 slög mín.
- nautgr...... 36-60 —
- sauðfé, geitum 70-80 — —
- svínum .... 40-50 — —
- hundum .... 70-120 — —
- köttum .... 120-170— -—
Hjartað er best að athuga frá
vinstri hlið skepnunnar og er auð-
veldast sé framfætinum haldið
fram.
Líkamshitann er áríðandi að
þekkja. Sé skepnan heilbrigð, er
hann nokkurnveginn eins, þó er
hann ávalt hærri að kvöldinu en
á morgnana, mismunurinn fer þó
aldrei fram úr 1°. Hitann skal
mæla með hitamæli, sem stungið
er inn í endaþarm skepnunnar og
falinn þar 2—5 mínútur. Gæta
skal þess að kviksilfurssúlan sé
niðri, áður en mælirnum er stungið
inn, og einnig ber þess að gæta, að
hún hristist ekki niður, eftir mæl-
ingu, áður en lesið er af mælinum.
Þarf því að halda honum sem næst
láréttum.
Að réttu lagi er líkamshiti ali-
dýranna sem hér segir:
Hrossa .......... 37,5-38,5 gr. C
Nautgripa........ 38,0-39,0 —
Sauðfjár ........ 39,0-40,5 —
Geita............ 39,0-40,5 —
Svína ........... 39,0-40,0 —
Hunda ........... 37,5-39,0 —
Katta ........... 38,0-39,0 —
Hænsna .......... 41,5-42,5 —
Sé líkamshiti skepnu hærri en
ofangreind tafla sýnir, er sagt að
hún sé með hita eða hitasótt. Hita-
sótt geta skepnur fengið með fjöl-
mörgum kvillum og öllum bakt-
eríusjúkdómum. Við erfiði, á-
reynslu og í mjög heitum húsum
stígur líkamshitinn þó nokkuð, en
aðeins um stundarsakir.
Líkamshiti hunda er dálítið mis-
munandi, sem fer eftir tegundum.
Líkamshitinn sýnist stundum
lægri á mælinum en vera ber, t. d.
með Doða. Liggur þetta í því, að
blóðsóknin til endaþarms doða-
sjúklings er minni vegna lömun-
ar í afturparti líkamans.
Rannsóknir á öndunarfærum
byrjar með því, að athuga andar-
drátt sjúklingsins: Er hann eðli-
DÝRAVERNDARINN