Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 2
Bls. 2 STUDENTABLAÐIÐ STBL. • Maí 1995 -f 3 ástæður fyrir slæmu gengi í prófunum Skýringarnar á slæmu gengi í prófum er margar, oft frumlegar og langsóttar. En hin fjölskrúðuga flóra afsakananna á eitt sameig- inlegt: Klúðrið er alltaf einhverj- um öðrum að kenna. Lítum á nokkur dæmi um óhagsstæðar ytri aðstæður sem dæmdu menn til haustprófa í ágúst. Fjárans Internetið - og yrkið Á hátíðisstundum er rætt fjálglega hversu mikil framför tilkoma internetsins er fyrir lærða og leika. Þetta er bull. Intetr°tift er nefnilega mesti tírnrþjófui siöan tölvuleik- irnir tröiiiiöu heímsbyggðinni, og tetris Dliknar hreinlega í samanburði við vefinn lævísa. Og það er enn meira bull að fólk sé að gera eitthvað gagnlegt á vefnum, flestir eru á playboy-penthouse og klámsíðum vefsins. Við skulum bara rétt vona að fólk sé ekki að eiga við sig í leiðinni. Stúdentastjórnmálin Það er kunnara en orð fá lýst, að stúd- entapólitíkin er lævís og lipur og sleppir ekki þeim sem gefa sig henni á vald. Þannig hafa hæglátir prýðisnámsmenn og annálaðir bókaormar breyst sem hendi sé veifað í lip- urtyngda æskulýðsleiðtoga sem eiga það eitt sameiginlegt að berjast fyrir hagsmun- um námsmanna — án þess að vera náms- menn sjálfir. Þátttaka í stúdentapólitíkinni er frábær afsökun fyrir slæmu gengi í prófun- um, þvi þar er samtryggingin mikil: Allir hinir stúdentapólitíkusarnir eru nefnilega sama marki brenndir. Maðurinn sem fann upp haust- próf Sumir er þannig að ef þeir sjá kók- dollu á gagn- stétt, þá verða þeir að sparka í hana. Ef strætó- skýli er nýmálað, þá verða þeir að pota í það (til að athuga hvort málningin sé þorn- uð, sem hún er venjulega ekki) og þeir kroppa smartísinn af kökunni þegar enginn sér til. M.ö.o.: Þeir lifa fyrir svigrúm í lífinu, gera allt það sem er hægt, bara af því að það er hægt. Þetta er mennirnir sem taka alltaf haustpróf, því það er hægt. Þeir vita af möguleikanum og auðvitað nota þeir hann. Maðurinn sem fann upp haustpróf er ábyrg- ur fyrir slöku gengi þeirra í vorprófum, hann var sendur hingað til að refsa þessum mönnum. Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna lokið II in 100 verkefni stvrkt að sinni Vonast er eftir viðbótarfjárveitingu frá ríkinu, því mikill fjöldi styrkhæfra verk- efna er á biðlista W$æ -ís mmt f k -gpar a Wjmm J \ W. ■ I \ ■T' 1(tg' m ■JrVr 4jt - - J x JgS| m ÁiigsíH ■Z* áÁwl Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna en í ár. Alls bárust sjóðnum um 260 umsóknir, en sjóður- inn hefur enn sem komið er 20 milljónir króna til umráða og nægðu þær til að styrkja rúmlega eitt- hundrað verkefni í sumar. Sakir ónógs Qármags var hins vegar ekki unnt að styrkja mörg verkefni sem metin voru styrkhæf, en forsvarsmenn Ný- sköpunarsjóðs námsmanna hafa unnið af kappi í því, að afla aukafjármagns í sjóðinn. Rætt hefur verið við ráðuneyti um að styrkja verkefni sem snúa beint að þeirra málaflokki, og hefur verið vel tekið í þá málaleitan. Enn hefur þó ekki feng- ist staðfest aukaíjárveiting í Nýsköpunarsjóð. Hvernig voru verkefni valin? Þriggja manna úthlutunamefnd fór yfir umsóknir og úthlutaði styrkjum. j henni sátu Baldur Hjalta- son frá Lýsi hf. sem fulltrúi menntamálaráðu- neytisins, Hellen Gunnarsdóttir forstöðumaður rannsóknarsvið HÍ og Brynhildur Þórarinsdóttir, fulltrúi stúdenta. Skv. lögum sjóðsins voru verk- efni valin eftir þrenns konar mælikvörðum. í iyrsta lagi var horft til þess, hvort verkefni stuðl- aði að nýsköpun í atvinnulífi eða á fræðasviði. I öðru lagi var tekið til greina hvort fyrirtæki úr at- vinnulífínu tengdust verkefninu (og þannig Há- skólanum) og kæmu þar t.d. inn með íjármagn í verkefnið til móts við ríkið. í þriðja lagi var litið til gagnssemi verkefnisins fyrir námsmann. Þannig var t.d. innsláttur tölvugagna eða hrein og klár skrifstofuvinna ekki metin styrkhæf. Hvers kyns umsóknir voru styrktar? Mörg afar spennandi og ftumleg verkefni voru styrkt að þessu sinni, þó ekki hefði verið mögu- legt að styrkja þau öll. Verkefnin eru afar fjöl- breytt, og koma nánast úr öllum geirum Háskól- ans. Meðal verkefna viðskiptalegs eðlis sem styrkt voru má nefna verkefni um sameiningu sparisjóða á Austurlandi, rannsókn á viðskipta- stefnu íslendinga, könnun á reynslu íslenskra fyr- irtækja af samskiptum við Kína, markaðskönnun á nýjum síldarmörkuðum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Verkefni á borð við rannsókn á forgangs- röðun í íslenska heilbrigðiskerfinu, og fjármögn- un íslenskra stjómmálaflokka, voru styrkt sem og ýmis verkefni af læknisfræðilegum, umhverfis- fræðilegum og lögfræðilegum toga. Fær Nýsköpunarsjóðurinn aukio framlag? Að sögn Dags B. Eggertssonar, framkvæmda- stjóra Nýsköpunarsjóð, hefúr verið róið að því öllum ámm að afla sjóðnum aukafjármagns. „Það hefur verið farið á fund allra stærstu sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Okkur hefur borist rausnarlegt 10 milljóna króna fram lag frá borg- inni og vonandi er að aðrir fylgi í kjölfarið. Stúd- entar binda nú einni g talsverðar vonir við við- bröðum ríkisstjórnarinnar en menntamálaráðherra hefur sýnt málinu áhuga og hefur það til skoðun- ar. Einnig er vitað um stuðning nær allra ráðu- neyta sem við sögu koma. Þá höfum við bryddað upp á þeirri nýjung að leita meira til fyrirytækja og stofnana um mótframlög og vonum við að allt þetta muni einhverju skila því það er gríðarlega sárt að sjá eftir góðum verkefnum óhreyfðum vegna fjárskort. Við vonum því það besta en það er engu að treysta. Maður fer því varlega með loforðin þessa dagana.” Rétt skal vera rétt... IF Sæmundi á selnum — tímariti Háskóla íslands — er sagt frá því að há- skólaráð hafi ákveðið að láta gera stjómsýsluúttekt á Háskóla Islands og segir þá ákvörðun hafa verið tekna í kjölfar skýrslu Þróunamefndar Há- skóla íslands. Þetta er rétt að því leyti að háskólaráð hefur ályktað í þessa veruna. Nú vill Stúdentablaðið síst af öllu vera í hlutverki þess sem ávallt hengir sig í það, hvaðan góðar hugmyndir koma og er viðkvæmt fýrir smáat- riðum. En smáatriði geta líka skipt máli og rétt skal vera rétt. Það sem Sæ- mundur á selnum gleymir nefnilega að nefna, er að hugmyndin að stjórn- sýsluúttekt á Háskóla íslands kom upprunalega alfarið frá stúdentum og var lögð fram í háskólaráði af fulltrúum Röskvu í ráðinu. Þeir sem unnið hafa að þessu máli, hugmynda- og efnisvinnu, eiga því hrós skilið og það eru stúd- entar. Háskólaráði skal hins vegar hrósað þegar úttektin liggur fyrir, sérstak- lega ef það verður á næstu árum. ... og engar refjarl Atvjnnumiðlun namsmanna Ekki sofa í vinnunni Nú hafa rúmlega 1000 manns skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Að sögn Sigurðar Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra AN er þetta er algert met hvað varðar skráningu. „Góðu fréttimar eru hins vegar þær að atvinnu- rekendur eru duglegir að hafa samband og okkur hefur tekist að útvega fjölda fólks sumarvinnu," sagði Sigurður í samtali við Stúdentablaðið. Sig- urður kvað hins vegar nokkur brögð að því að fólk skráði þó svo að það hefði aðra vinnu og ekki síður gleymdi fólk að afskrá sig, eftir að hafa fengið vinnu annars staðar. Það er tímaffekt fyrir starfsmenn AN að hringja í fólk sem þegar hefur fengið vinnu, og mikilvægt að skrár AN yfir stúdenta sem eru enn án atvinnu, séu sem bestar. „Það er bagalegt ef erfitt er að finna þá sem virkilega eru að leita að vinnu og eru í neyð, innan um allan þennan fjölda umsækjenda," sagði Sigurður. „Ég vil því hvetja þá sem þegar hafa vinnu, en eru á skrá, að hafa santband. Eins vil ég hvetja þá scm enn eru atvinnulausir að skrá sig hjá okkur, eða láta í sér heyra ef ekkert er far- ið að gerast í þeirra rnálum," sagði Sigurður að lokum. Síminn á Atvinnumiðlun námsmanna er 5621080 og er opið alla daga frá 9-5 og eftir samkomulagi. Er bjorn@centrum.is að bakka með Lána sjóðinn? Miklar vonir eru bundnar við Bjöm Bjarna- son,nýráðinn menntamálaráðherra, eða bjom@centrum.is eins og gárungamir kalla hann þessa dagana. Eitt veldur hins vegur stúdent- um nokkrum áhyggjum en það eru tilhneigingar Bjöms til þess að draga í land með loforð sjálf- stæðismanna frá því fyrir kosningar um að breyta endurgreiðslu- og efitirágreiðslukerfi Lánasjóðsins. Hefur Bjöm sneitt listavel fram- hjá þeirri spurningu í viðtölum, hvað hann hyggist gera í Lánasjóðsmálum, en fyrir kosn- ingar lýstu bæði framsóknar- og sjálfstæðis- menn því yfir að breytingar væru nauðsynlegar. Þau loforð náðu alla leið inn í stjómarsáttmála ríkisstjómarinnar eins og Halldór Ásgrímsson staðfesti í síðasta Stúdentablaði. Bjöm vill hins vegar ekkert segja og ef ekkert fer að hreyfast í málinu fljótlega, er ljóst að tölvupóstur fer að hrannast upp í tölvu menntamálaráðherra. Gúsii og Guðný á þing Meðal nýrra þing- manna á löggjaf- arsamkundunni Alþingi eru tveir kunnir háskólakennarar, þau Á- gúst Einarsson, forseti viðskipta- og hagfræði- deildar og Guðný Guð- bjömsdóttir úr félagsvísinda- deild. Stúdentablaðið náði í skottið á Ágústi til að heyra í honum hljóöið. gúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, var glaðhlakkalegur í samtali við Stúdenta- blaðið. Hann sagðist ætla að sækja um leyfi frá störfum næstu 4 árin og hló við þegar spurt var hvorl að hann héldi stúdenta ntyndu sakna hans í millitíðinni? „Tja, ég ætla nú að reyna aó kenna eitthvað áfram. Ég er með kúrsa sem eru býsna sérhæfðir og ég býst við að halda þeim eitthvað áfram,“ sagði Ágúst. En hvað ætlar Ágúst að gera í málefnum Háskólans á Alþingi? „Ég mun eðlilega standa við það sem sagt var fyrir kosningar. Þó ber þess að geta að Þjóðvaki er í stjómarandstöðu og því erfitt um vik. En við munum berjast fyrir auknum framlögum til Há- skólans og breytingum á námslánakerfinu." í

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.