Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 19
STBL. • Maíl 1995 STUDENTABLAÐIÐ Bls. 19 • • ROGGSEMI OSKAST Ut um allan heim, hvar sem háskóla er að finna, hefur það löngum verið svo að stúdentar hafa verið drifkraftur þjóðfé- lagslegra breytinga. Það er í sjálfu sér ákaflega eðlilegt, því það fólk sem er að háskólamennta sig vill lifa í betra þjóðfélagi, hugsjónirnar snú- ast í raun um þeirra eigin aðstæður í framtíðinni. Lítum á atburðina á Torgi hins himneska friðar - þar voru það kínverskir háskólastúdentar sem tóku gríðarlega áhættu hvað varðaði þeirra eigið líf og limi, sérhver sem sást á þessum stað átti á hættu að rústa framtíð sinni, verða sendur í hinar svokölluðu „vinnubúðir“, eða hreinlega hverfa. En það eru ekki einungis stúdentar sem eru þetta afl sem kemur frá háskólum, þó þeir séu e.t.v. mest áberandi. Heldur eru kennarar, prófessorar og aðrir fræðimenn stór hlekkur og í rauninni nokkurs konar bakland stúdenta þegar út fyrir veggi skólans kemur. Þeir búa yfir reynslu, þekkingu og yfirsýn sem unga háskólaborgara skortir og eru því ómissandi partur ef árangur á að nást. íslensk barátta Sem betur fer þurfum við, íslenskir stúdentar, ekki að kljást við herlið Davíðs Oddssonar, nema í yfirfærðri merkingu. Það gerir okkur hins vegar ekkert stikkfrí. Enda hafa stúdentar al- mennt staðið sig vel í baráttunni fyrir betri há- skóla, án blóðsúthellinga. Og þá kemur að þætti stjómenda skólans. Önnur eins ládeyða þekkist varla í stofnun sem þessari. í háskólaráði, sem er æðsta ákvörðunarvald háskólans, sitja allir deildarforsetarnir, rektor, fulltrúar háskólakenn- ara og (jórir fulltrúar stúdenta. Allir fulltrúar há- skólans em karlmenn, flestir komnir af léttasta skeiði. (í skyrtu með bindi, og það skaðar ekki að hafa örlitla velmegunarístru líka). Eflaust eru þetta allt hinir ágætustu ntenn og færir á sínu sviði, um það skal ég ekkert segja. En starfsemi ráðsins dregur greinilega dám af þessu ntann- vali. Þar virðist aldrei vera tekin ákvörðun á skemmri ti'ma en einhverjum mánuðum. .Yfírleitt er vel tekið í tillögur og hugmyndir fulltrúa stúd- enta. En að fá staðfestingu og fullt samþykki á þeim tillögum virðist vera þrautin þyngri. Það virðist ríkja annað hvort almennur doði yfír ráðsliðum, eða kannski eilíf hræðsla við að rasa um ráð frarn. Nærtækt dæmi er ráðstöfun á því húsnæði sem losnaði við flutning Háskólabóka- safns yfír í Þjóðarbókhlöðu. Ef rektor hefði tekið ákvörðun, borið hana undir ráðið og svo látið heíjast handa, þá liti aðalbyggingin öðmvísi út núna. Það er þetta með að drífa í hlutunum. Það er ekki verið að biðja um að það verði anað út í hinar ýmsu framkvæmdir án umhugsunar, en það má á milli vera. Stundum þarf bara annað hvort að hrökkva eða stökkva. Annað dæmi Hugmyndin um hollvina/vildarvinafélag Há- skóla Islands er nokkurra ára gömul, og slíkt fyr- irkomulag þekkist mjög víða erlendis. Samt hafa háskólayfírvöld ekkert gert til að koma skriði á málið, um það hafa stúdentar séð algerlega, og sér nú loksins hilla undir stofnunina. Mikið væri það samt auðveldara ef áhuginn kæmi einnig að einhverju leyti að ofan. Höfundur er sannfærður um að Háskólinn byggi ekki við slík vanefni og raunin er, ef meiri kraftur og festa væri í sam- skiptum hans út á við, bæði við ríkisvaldið og aðila utan þess. Raunar ekki bara í samskiptum hans út á við, því samvinnu innan hans er stór- lega ábótavant líka. Þar spilar auðvitað inn í hinn eilifi rígur milli deilda, einkum raunvísinda og hugvísinda. Sent kemur svo auðvitað alltaf niður á þeim sjálfum þegar fram í sækir. Að mínu mati er fyllilega kominn tími til að endur- skoða stjóm og framkvæmdavald þessarar æðstu menntastofnunar landsins, og reyna að fá það út úr henni sem hægt er. Möguleikamir em vissu- lega fyrir hendi. ÓskarN. Hátíðarbúningur Menskra karlmanna Til þessa hafa íslenskir karlmenn ekki átt hátíðarbúning samboðnum upphlut eða skautbúningi íslenskra Jkvenna. Því þótti tilhlyðilegt á afmælisári lýðveldisins að ema til samkeppni um hönnun hátíðarbúnings. Þann 5. júní 1994 voru úrslit birt og fyrir vahnu varð búningur Kristins Steinars Sigríðarsonar hönnuðar í Banaarfkiunum sem m.a. hefur getið sér irægðar fyrir að hanna dragt á forsetafrúna núverandi, iilary Clinton sem hún klæddist þegar forsetinn sór embættiseið. Hátiðarbúningur þessi hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann 02 færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski eftir að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem 1/. iúní, 1. desember, skólaútskriítum, opinberum athöfnum hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Jakkaföt m/vesti 32.900, Skyrta og bindi 6.500,-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.