Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 1
I 5 . t b I . m a í 1995 STÚDENTAR • HÁSKÓLINN • MENNING • AKADEMIA • HÁÐ & SPÉ Meðal efnis: Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði s.2 Húllumhæ í höllinni s. 4 Kynferðisleg áreitni í Háskóla Islands? s.6-7 „... og Stalín hafði sínar góðu liliðar!" s. 9 Námsárið í belg og biðu s. 10-13 Orðræða um aðild s. 14 Lífið að loknu námi s. 16 Röggsemi óskast s. 17 Er Röskva goðsögn um félagshyggju? s.18 Vaka erekki á útleið s. 20 Disneyland trúarbragðanna s. 22 Flóamarkaður tii styrktar fötluðum s. 23 Hvaö gerir ríkisstjorniu? Nýsköpunarsjóður námsmanna gat styrkt rúmlega eitthundrað verkefni til rann- sókna og þróunar í atvinnulífi og á fræðasviði Fjöldi verðugra verkefna bíður enn afgreiðslu. Sjóðsstjórn mat rúmlega tvöhundruð verkefni styrkhæf. Beðið er svara frá ríkisstjórn, sveitarfélögum og fyrirtækjum um aukaframlag í Ný- sköpunarsjóð. Sigurmyndin úr Ljósmyndamaraþoni Stúdentaráðs - Betra ísland eftir Hjördísi Geirdal ann 8. maí síðastliðinn var úthlut- að úr Nýsköpunarsjóði náms- manna. Mikill fjöldi afar spenn- andi umsókna barst sjóðnum, samtals 260 verkefni. Sjóðurinn hafði til um- ráða 20 milljónir króna, og var unnt að styrkja rúmlega eitthundrað verk- efni sem efla mun rannsóknir og ný- sköpun í atvinnulífi og á fræðasviði. Hins vegar var ekki unnt að styrkja önnur rúmlega eitthundrað verkefni, sem þó voru metin af sjóðsstjóm sem afar styrkhæf og fyllilega verðug. Stúdentar róa nú öllum árum að því að afla sjóðnum viðbótarfjármagns og hafa sent erindi til ráðuneyta, sveitarfélaga, stofnanna og fyrirtækja. Viðtökur hafa vcrið jákvæðar og von- ir standa til þess að aukaframlag fáist i sjóðinn. Einkum beinast augu manna að ríkis- stjóminni. Efling Nýsköpunarsjóðs námsmanna var bundin i ríkisstjórn- arsáttmála og í einstaka ráðuneytum hefur verið vel tekið í þá umleitan forsvarsmanna Nýsköpunarsjóðs, að veita meiru fjármagni í sjóðinn. Er- indi þess efnis hefur þó enn ekki ver- ið tekið upp í ríkisstjóm en en vonast er til að það verði gert á næstunni. Dagur Eggertsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs sagði í samtali við Stúdentablaðið, að efling Nýsköpun- arsjóðs væri í fullu samræmi við stefnu ríkisstjómarinnar að efla ný- sköpun og menntun í landinu. „Raun- ar er beinlínis kveðið á um stuðning við Nýsköpunarsjóð í stjómarsáttmál- anurn. það er þó ekki aðalmálið, held- ur hitt, að ekki hefur verið unnt að styrkja gríðarlegan fjölda verðugra umsókna. Við vonum því að allir leggist á eitt um að tryggja þeim framgang.” Stúdentar liafa þó ekki aðeins knúið dyra hjá ríkisstjóminni heldur hafa jafnframt leitað til sveit- arfélaga, stofnana og fyrirtækja eftir fjármagni í sjóðinn. Vel hefur verið tekið umleitanir stúdenta og beðið er svara á næstu dögum. Sjá frétt s. 2. ýsköpunarsjóður námsmanna er að mörgu leyti dæmigerður fyrir það starf sem stúdentar hafa verið að vinna undanfarin ár. Nýsköpunar- sjóður virkjar hugmyndaauðgi náms- manna, stuðlar að rannsókna- og þró- unarstarfi í Háskólanum, bindur at- vinnulífið og Háskólann sterkari böndum og er öflugt svar við bágu atvinnuástandi námsmanna á sumrin. Og sagan sýnir að verkefni unnin á vegum sjóðsins hafa skilað miklum árangri fyrir Háskólann, atvinnulífið og námsmenn. Nýsköpunarsjóður námsmanna er sönnun þess að náms- menn vilja taka frumkvæði í eigin málum og efla það starf sem unnið er í Háskólanum. í ár bárust fleiri umsóknir um styrki til Nýsköpunarsjóðs en nokkru sinni fyrr. Því miður reyndist aðeins unnt að styrkja tæplega helming þeirra verkefna sem sjóðstjórn mat sem sér- lega styrkhæf en sjóðurinn hafði 20 milljónir til umráða. Það þýðir fjöld- inn allur af spennandi og hagkvæm- um verkefnum á rannsókna- eða fræðasviði eru í biðstöðu, verkefni sem hafa alla burði til þess að blómstra og skila samfélaginu ótví- ræðum arði. Stúdentar hafa sótt það fast, að fá aukið fjármagn inn í Ný- sköpunarsjóð, svo hægt sé að styrkja fleiri verkefni og virkja krafta náms- manna, prófessora og fyrirtækja til nýsköpunar í sumar. Hin nýja rikis- stjórn hefur lýst því yfír að hún vilji efla veg menntunar í landinu, efla rannsóknir og berjast gegn atvinnu- leysi. Þetta eru göfug markniið og það sem meira er: Þau eru samofm. Stjómvöld gera best í því að berjast gegn atvinnuleysi ef þau efla nýsköp- unar- og þróunarstarf í landinu, það eru gömul sannindi og ný. En til þess að tal um menntun og nýsköpun verði ekki orðin tóm, þurfa stjóm- völd að sýna hug sinn í verki og bregðast við. Það liggur fjöldinn allur af spennandi nýsköpunarverkefnum á borðinu og hundruð bíða svara frá stjómvöldum. Ný ríkisstjóm hefur hér kjörið tækifæri til að standa við stóru orðin um eflingu Háskólans, rannsókna og þróunar. Eflingar Ný- sköpunarsjóðs var getið í stjórnarsátt- málanum sem eins af verkefnum rík- isstjómarinnar á þessu kjörtímabili. Það er ekki eftir neinu að bíða. er engin tilviljun að Stúdentaráð HJ. gerði samning við J Búnaðarbankann um námsmannaþjónustu. AN #4 ATHUGIÐ AÐ NÆSTA ÚTIBÚ BÚNAÐARBANKANS VIÐ HÁSKÓLANN ER Á HÓTEL SÖGU. -Tmustur bankl .. ....Sí|p::##5í4i-*5SSaíí; MÍ—^ J L

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.