Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 5
STBL. • Maí 1995 STÚDENTABLAÐIÐ Bls. 5 KR-ingar meistarar að fer vel á því að síðasti KR- moli vetrarins hafi sömu fyrir- sögn og sá fyrsti! Þegar Stúd- entablaðið hóf göngu sína í vetur birtist klausa þar sem sagt var ffá því að KR-ingar væru í raun Is- landsmeistarar en ekki þessi þétt- holda skagamenni sem hafa verið að flækjast fyrir síðustu ár. Enginn heyrðist mótmæla því og segir það sína sögu, enda Háskólinn í KR eins og allir vita. Nú hafa nýir leikmenn streymt í I Vesturbæ- I inn, KR- | ingum al- gerlega að kostnaðar- lausu, og virðist því enn líklegra en áður að spengilegir KR-leikmenn muni hreinlega rassskella alla sína skvap- holda og skakklöppuðu andstæðinga í sumar. Og sem endranær unnu KR-ingar Reykjavíkurmótið í knatt- spymu á dögunum með glæsilegum stórsigri á hinum harðskeyttu Þrótt- umm, sem reyndust þegar á hólm- inn kom, alls ekkert harðskeyttir, heldur þvert á móti deigir sem hjól- beinóttir flækjufótar þegar þeir mættu alvöru liði. Það er því full á- stæða til þess að vona allt það besta fyrir sumarið og segja eins og síð- ustu 22 ár: Þetta er sumarið okkar! Eitthundrað norræn , ungmenni á Islandi í sumar - kynnumst þeim Finnar eru þekktir fyrir léttleika Það em tvær hliðar á öllum málum. Svo er einnig um Nordjobb. Á vegum Nordjobb fara hundruðir íslendinga til starfa á Norðurlönd- unum. Þá hlið þekkja allir. Hin hliðin er sú að hingað til íslands koma árlega um 100 Norður- landabúar á vegum Nordjobb. Það er um þessa eitthundrað Skandinava sem þetta greinarkom fjailar - og um ykkur. Sumarið 1995 er tíunda starfsár Nordjobb, vinnu- miðlunar ungs fólks á Norðurlöndunum. Hingað til lands koma um 95 ungmenni á aldrinum 18-26 ára og af þeim verða um 60 á höfuðborgarsvæð- inu. Ungmennin em hingað komin til að vinna. Nú er tilvalið tækifæri til að hressa upp á mála- kunnáttuna og eignast vini frá öðmm löndum með því að taka þátt í tómstundadagskrá þeirra í sumar. Dagskráin samanstendur af fostum liðum eins og landakvöldum þar sem eitt kvöld er helg- að hverju landi með mat, drykk, söng og öðmm þjóðlegheitum. Auk þess er farið í nokkur ferða- lög og er ferðin í Þórsmörk um mitt sumar vin- sælust. Það er fátt eins dapurlegt og að eyða nokkmm mánuðum í ókunnu landi og umgangast aðeins aðra útlendinga. Það er því tilvalið fyrir alla þá sem em á leið til Norðurlanda á næstu misserum, til dæmis með Nordplus eða Nordjobb, tungu- málanemendur auk annarra áhugamanna um nor- rænt samstarf að kynnast jafnöldrum frá hinum Norðurlöndunum og auka málakunnáttuna sem íslensk náttúra er engri lík og vitneskju um menningu annarra Norðurlanda- þjóða. Eg hvet því alla til að nýta þetta tækifæri til að kynnast ungu fólki frá Danmörku, Finn- landi, Svíþjóð og Noregi og skemmta sér með því í sumar. Þeir sem hafa áhuga hafí samband við mig á skrifstofu Norræna félagsins í maí og júní, í síma 551-0165 Kristín Ólafs Tómstundafulltrúi Nordjobb 1995 NýjumLg frá Sj óvá-Almennum Hjá Sjóvá-Almennum geturðu nú raðað saman tryggingum og myndað STOFN sem er samheiti yfir allar tryggingar heimilisins. Kjarninn í STOFNI er ávallt Fjölskyldutrygging en til viðbótar velurðu þær tryggingar sem fjölskyldan þarfnast. Ef þú sameinar tryggingar þínar 1 STOFNI geturðu fengið allt að 20% afslátt af iðgjöldum og auk þess 10% af þeim endurgreidd. STOFN er án efa skynsamleg lausn enda sameinar hann hámarksöryggi og lágmarkskostnað. Starfsfólk Sjóvá-Almennra er boðið og búið að laga hann að þörfum þínum og óskum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.