Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 9
I STBL. • Maí 1995 STÚDENTABLAÐIÐ Bls. 9 . . og Stalín hafði sínar góðu hliðar!“ Tengsl íslendinga við austur-þýsk stjómvöld vom nokkuð til umræðu á vetri liðnum. Hámarki náði hún með komu Davids Childs til ís- lands, en hann var og er sérfræð- ingur í starfsemi Stasi og málefnum Aust- ur-Þýskalands sáluga. Flutli hann ræðu um Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna fyrrverandi, á fundi Varðbergs og Sam- taka um vestræna samvinnu. 1 síðasta tölublaði Stúdentablaðsins er hent gaman að þessari umræðu. Hún er kölluð „íra- fár“, sagt er í lítilsvirðingartón að Stasi- skjölin hafi að geyma „allskyns stór- merkileg sannindi," og fortíð tveggja stúdenta dregin fram af „ruslahaugum sögunnar," eins og Stúdentablaðið vitnar svo „kankvíslega" í byltingarmanninn Trotsky. Svo vill til að ég átti nokkurt frumkvæði að því framlagi til umræðunn- ar, sem koma Childs til Islands var. Sé ég mig því knúinn til að leggja orð í belg. Ein af þeim spurningum sem beint var til Childs, var sú, hvort það hefði einhvetja þýðingu að ræða um þessa fortíð, hvort ekki væri ein- Kjartan Emil Sigurðsson skrifar ungis salti stráð í sárin með því. Svar hans var á þá leið, að auð- vitað væri það erfítt, v i s s u 1 e g a ýfði það upp gömul sár. Tveggja spurninga þyrfti þó að spyrja: Hver er réttur fóm- arlamba ógn- arstjóma til að saga þeirra sé upplýst? Og hvernig ber að forð- ast mistök fortíðarinnar, ef staðreyndir þeirra eru ekki þekktar til hlítar? Fórnar- lömbin sem mörg hver horfa nú tilbaka, eiga lífsferil sinn allan í rústum, krefjast ekki hefnda. Þau fara einungis fram á, að réttlætinu sé fullnægt, að sagan sé öll sögð, umbúðalaust. Childs benti einnig á, að hamtleikur ógnarstjórnar Austur- Þýskalands fælist ekki i því að hún hefði bmggað allsherjarsamsæri gegn vestræn- um ríkjum. Harmleikurinn fælist líklega fyrst og fremst í þeim skemmdarverkum á persónulegum samskiptum sem áttu sér stað. Þeim fræjum vantrausts og ótta, sem stráð var manna á milli. Læknar og sjúk- lingar, lögfræðingar og skjólstæðingar, prestar og leikmenn, eiginmenn og eigin- konur, foreldrar og böm bjuggu við eiltfa hræðslu og tortryggni í samskiptum hvert við annað.’Buið var til þjóðfélag þaf sem engum var treystandi, algjör trúnaðar- brestur ríkti í öllum samskiptum. Þjóðfé- lagið var gegnsýrt af tortryggni, hatri og ótta. Þetta virðist vera Stúdentablaðinu hið mesta „sprell”. Blaðið ritar um það í glettnisstil, að „rússneski björninn kló- festi ungar sálir,“ eins og það hafí verið eitthvað gamanmál að lifa undir og trúa á sovéska heimsveldið. Þessu blaði stúd- enta væri nær að taka upp málstað fórnar- lamba ógnarstjómarinnar, spyrja hver réttur þeirra sé, fremur en að gantast með örlög þeirra. Við lestur greinarinnar í Stúdentablaðinu komu mér í hug ummæli eins fytrum samstúdents míns í stjómmálafræði, sem nú er raunar útskrifaður. Sá hafði farið í sumarferð til Austur-Þýskalands á sínum yngri ámm og getur það vart talist frétt- næmt. Hitt fannst mér merkilegra, sem datt upp úr honum einhverju sinni, að ,,- Stalín hefði nú haft sínar góðu hliðar." Ekki vil ég ætla viðmælendum Stúdenta- blaðsins, sem eru tilefni þessarar greinar, að þeir séu sammála orðum stjórnmála- fræðingsins — því fer Ijarri. En engu er líkara en að einhver á ritstjórn Stúdenta- blaðsins hafi hugmyndir í þessa veru og er það þá mikið áhyggjuefni. Kjartan Emil Sigurðsson stjórnmála- og sagnfræöincmi. . . . Kjartan á líka sínar góðu hliðar.66 að er alltaf virðingarvert þegar menn skera upp herör gegn óá- byrgu og óviðeigandi skensi, eink- um ef sýnt þykir að verið sé að hafa í flimtingum háalvarlega hluti. Og vissulega er það allsendis grafalvarlegt mál þegar tveir tíu ára gutt- ar fara í hópi bama frá Neskaupstað til dvalar í austur-þýskum sumarbúðum. Og það er sko alls ekkert gamanmál að í búðunum haft framvarðasveit bama úr öllum heimshomum skrafað um ástandið í Chile og skeggrætt framfaramál ger- valls mannkyns. Tíu ára gömul. Alræði öreiga og barna. Þetta er grafalvarlegt mál og ekkert glens og á því ekkert erindi inn á síðustu síðuna í Stúdentablaði, síðu sem ber hinn léttúðuga titil „sprell.“ Með svona mál sprella menn ekki, „svona gera menn ekki“ er boðskapur Kjartans Emils Sigurðssonar sem í einhverri und- arlegri „kommafóbíu" gmnar ritstjóm Stúdentablaðsins um að vera halla undir félaga Stalín (t.a.m. Birgi Tjörva Péturs- son!?!). En Kjartan klikkar á einu í þessu tilfinn- ingaþrangna og sjálfumglaða umvöndun- arbréfí. Hann raglar saman umræðunni um Stasi-fortíðina í sameinuðu Þýska- landi, sem er þjóðfélagslegt vandamál sem ristir djúpt og mun taka tugi ára að leysa, og yftrborðslegri umræðu um for- tíð nokkurra íslenskra allaballa sem ein- kennist einkum af upphrópunum um landráð og njósnir, rúblur og rússagull. Sú hjákátlega umræðan hefurmarkast af nánast krampakenndum tilhneigingum félaga hans Kjartans í Varðbergi til að fagna sigri í kalda stríðinu með því að draga einhvem til ábyrgðar. Það er nefni- lega ekkert gaman að vinna, ef enginn tapar. Það minnir mig á þegar ég var í viðstöðulausum við bróður minn forðum daga. Þegar ég var búinn að ná yfirhönd- inni og var við það að sigra, jíá h.tgtti,. hann venjulega, tók fótboltann og sagði einfaldlega: „Ég er hættur." Þetta var náttúrulega grautfúlt og ég grátbað hann um að halda áfram til þess að ég gæti malað hann. En hann bara hætti. Ég er ekki frá því að gömlu kaldastríðsnátt- tröllunum líði eitthvað svipað og mér þá. Þeir unnu kalda stríðið, en samt einhvem veginn ekki, því hinir tóku boltann og hættu bara. Ami Bergmann er enn að skrifa greinar, Svavar er enn á þingi og Hjörleifúr er kominn til að vera. Strák- amir í Varðbergi unnu kalda stríðið, en það gerðist ekkert. Og það er nákvæm- lega þess vegna sem maður hefur ekki vitað hvort maður ætti að gráta eða hlæja þegar menn vilja halda áfram í sínu kalda stríði hér á klakanum, 6 áram eftir að því lauk formlega í heiminum. Ég hef ákveð- ið að hlæja að því og þar með Kjartani sem hefúr greinilega tapað áttum í vindlareyknum á Varðbergsfundunum og sýnir nú burði til þess að verða yngsta kaldastríðsnátttröllið á íslandi, sem er leitt því hann á líka sínar góðu hliðar. Auðunn Atlason. sðfeíí::. MÐIÐ Utgefáfrdk '^túderffár&kMask,pta íslands Ritstjóri oí áhyrg*ðaröiaöhr:.^Vuðunn Atlason Ritstjórn: Birgir fjör\i Péfttrssojvýíia 11dór Fannar Guðjónsson, Guðmundur Steingrímsson, Kristrún Heimisdóttir Auglýsingastjóri: Sæmundur Norðfjörð. Ljósmyndari: Magnús Þór Ágústsson (í fríi) Prófarkalesari: Ellert Þór Jóhannsson Útlit: Steingrímur Eyfjörð Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf. Pennar í 10. blaði: Ármann Jakobsson, Birgir Tjörvi Pétursson, Elfa Ýr Gylfadóttir, Gauti Sigþórsson, Helgi Þorsteinsson, Jón Yngvi Jóhannsson, Karl Pétur Jónsson, Kjartan Emil Sigurðs- son, Mikael Mikaelsson, Orri Hauksson, Skúli Helgason, Stígur Stefánsson, Sverrir Jakobsson og ótal margir fleiri. Þetta er tíunda og síðasta Stúdentablað vetrarins en blaðið hefur göngu sína á nýjan leik á haustdögum Ritstjóri skrifar Veturinn er á enda og hann hefur verið viðburðaríkur fyrir stúd- enta. Eins og sjá má af fréttaannál vetrarins hér í blaðinu hefur Háskólinn sjaldan eða aldrei verið jafnmikið í fjölmiðlum og málefni hans jafnmikið til umræðu meðal stjómmálamanna og almenn- ings. Þá auknu umræðu um málefni HÍ og menntun í landinu má ekki síst þakka kröftugri og umfram allt málefnalegri og æsingalausri hags- munabaráttu stúdenta í vetur. Tekist hefur að snúa ímynd stúdenta til hins betra - frá því að vera kröfuharður forréttindahópur, yfir til þess að vera hópur sem er hluti af samfélaginu öllu og biður um sanngimi og framsýni í menntamálum. Þetta er mikilvæg breyting og stærri en flesta grunar, því nú er hlustað á stúdenta og þeirra málflutning. Stúdentar era þekktir fyrir framkvæði og ferskleika, en ekki harmagrát og bjargar- leysi. Þjóðarátakið, baráttan fyrir hækkuðunt fjárveitingum til HI (m.a. póstkortaherferðin), átak stjómmálafræðinema, kennslumálaráðstefnur í deildum að framkvæði stúdenta, síaukið alþjóðasamstarf og markviss og frumleg hugmyndavinna um það hvemig breyta og bæta megi Há- skóla Islands, eru nokkur dæmi til marks um það breytta hugarfar sem er að verða ríkjandi meðal stúdenta. Þessa krafta á Háskólinn að nýta í meira mæli. Háskólinn virðist hins vegar ekki hafa skynjað kall tímans unt skjót viðbrögð við breyttum aðstæðunt í breyttum heimi. Fyrir háskólaráði liggur fjöldinn allur af ftamkvæmanlegum, raunsæjum og hagkvæmum hugmyndum úr ýmsurn áttum um það hvemig bæta rnegi kennslu og aðstöðu í Háskólanum og nýta betur það fé sem skól- anum er skammtað. Hugmyndir á borð við upptöku aðstoðarmannakerf- is í Hl, stofnun félags vildarvina. stofnsetningu kennsluþróunarstofu, gerð stjómsýsluúttektar og gerð kennslukönnunar í hverri deild eru hug- myndir sem era á borðum háskólaráðs og hafa verið þar síðan í desent- ber. Allar þessar hugmyndir fengu ljómandi viðtökur þegar þær voru lagðar fram á sínum tíma. Síðan hefúr hins vegar lítið sem ekkert gerst og ekki er útlit fyrir að eitthvað gerist á næstunni. Ljómandi viðtökur eru nefnilega ekki nóg. Háskólaráð virðist því hafa þá stefnu að hrósa tillögum stúdenta, þá þegar þær koma fram, aðhafast hins vegar ekkert í málinu og/eða búa svo um hnúta að öll framkvæmd og fjármögnun verkefna sé í höndum stúdenta. Herramennirnir í háskólaráði(sem er æðsta ákvörðunarvald Háskóla Islands — minnumst þess), leyfa sér að láta vel unnar og útfærðar tillögur um bætta kennslu og betri afköst í Háskólanum hreinlega daga uppi, tillögur sem unnt er að hrinda í fram- kvæmd með litlum tilkostnaði eða tilfærslum, ef vilji og þor er fyrir hendi. Vilji og þor virðast hins vegar einskorðast við stúdenta í þessari stofnun, og það getur verið erfitt að draga vagninn þegar staðið er á bremsunni. Háskóli Islands er lítill háskóli á alþjóðamælikvarða. í því felst bæði styrkur og veikleiki. Veikleikinn er hættan á fábreytni og stöðnun en styrkurinn felst í möguleikum skólans til þess að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum. Háskólanám er að breytast hratt í kringum okkur, stúdentar vilja bregðast við og hafa bent á raunhæfar leiðir. Háskólinn á að virkja þennan vilja en ekki letja, eins og viðbrögð stjómsýslu Há- skólans gefa tilefni til að áætla. Máttlaus og svifaseinn Háskóli verður tljótt stöðnun að bráð. Og þá fyrst verður erfitt að sannfæra stjómvöld um að auknar fjárveitingar til Háskólans séu skynsamlegar. Gáum að því. Veturinn er á enda og þetta er síðasta Stúdentablaðið á þessu námsári 1994-1995. Síðasta haust var staða ritstjóra Stúdentablaðsins auglýst laus til umsóknar. I kjölfar þess var sá sem þessi orð ritar ráðinn á þeim forsendum að gefa út hlutlaust og gagnrýnið fréttablað sem yrði blað allra stúdenta og drægi ekki taum þeirrar fylkingar sem sæti við völd í Stúdentaráði. Hvemig það hefur tekist er annarra um að dæma. Hitt er víst, að í vetur hefúr verið stigið skref í þá átt að gera Stúdentablaðið óháð þeim fylkingum sem takast á í Stúdentaráði og fjalla um málefhi stúdenta og Háskólans af sanngimi út frá hlutlausum sjónarhóli. Stúd- entablað sem er meinslaus málpípa ráðandi afla, gagnrýnislaust á stúd- enta og Háskólann, er til lítils gagns og glatar fljótt trúverðugleika. Því skiptir miklu máli að næsti ritstjóri verði ráðinn á grundvelli hugmynda sinna og hæfileika, en ekki tengsla eða stjómmálaskoðanna. Rétt er að undirstrika að þessi ábending mín útilokar hvorki Röskvu- né Vökumenn, né nokkum annan frá ritstjórastöðunni, aðeins andlausa og ósjálfstæða. Með þessum orðum þakkar ritstjóri samverkamönnum sínum við blaðið í vetur, ritstjóm, auglýsingasafnara, ljósmyndara, prófarkalesuram, umbrotsmanni, auglýsendum, prenturam, pennum og samstarfsmönnum t SHI fyrir ánægjulegt samstarf í vetur, sem og lesendum góðar viðtök- ur.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.