Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 11
STBL. • Maí 1995 STÚDENTABLAÐIÐ Bls. 11 I I Október - hagsmunabarátta og brids Þó farið sé að hausta er haldin þróttahátíð Há- skólanum. Metþátttaka er í mótinu og einkum í letigreinum; brids, skák og keilu. Félagslíf í Há- skólanum lifnar við og laganemar standa fyrir kennslumálaráðstefnu þar sem þeir deila nokkuð á íhaldssemi og utanbókarlærdóm af páfagauk- skyni. Laganemar eru ánægðir með ráðstefnuna og hugmyndin um kennslumálaráðstefnur í sem flestum deildum fær góðan hljómgrunn og aðrir fylgja í kjölfarið. Undirbúningur fyrir Þjóðarátakið kemst á fúllan skrið og Vigdís Finnbogadóttir gerist vemdari átaksins. Stjórnmálafræðinemar blanda sér inn i umræðuna unt fjármál Háskólans og leggja til opinberlega að allir stúdentar skrái sig úr þjóð- kirkjunni því þá renni féð til Háskóla íslands. Biskup íslands segir í kvöldfréttum að svona tillögur sæmi ekki akademískum borgumm, ger- ir ályktun Politicu að stórfrétt og hjálpar til við að beina sjónum fólks að tjársvelti Háskólans. Og enn em stúdentar í fararbroddi í umræðu um ijármál Háskólans. Fundur er haldinn á vegum SHÍ um fjárveitingar til HI. Háskólaráð spyr Olaf G. Einarsson þáverandi menntamálaráð- herra hvort stefnan sé að gera HI að annars flokks háskóla. Dagur B. Eggertsson, formaður SHÍ, biður Qölmiðlamenn að segja ekki nokkmm frá því að hætta sé á að prófgráður frá HÍ verði einskis virði. Fjölmiðlar bíta á agnið og slá málinu upp. Og Háskólinn er enn í fjölmiðl- um og nú út af bágum bókakosti. Intemetið í Háskólanum kemst á allra varir. í sjónvarpsþætti Loga Bergmanns Eiðssonar em sýndar klámmyndir á tölvuskjám úr Háskólan- um. Áhugi þjóðarinnar á Internetinu eykst til muna en Intemet-gúrúar Háskólans fara í hol- umar og fjarlæga klámið. Bóksala stúdenta tengist Intemetinu, fyrst íslenskra verslana. Stúdentar eggja þjóðina til dáða í bókasafns- málum og fá blíða " mót Hrafn Jökulsson, skáld og rithöfund- ur, sagði á haustdögum að bók- menntafræðinemar væri sá þjóðflokk- ur íslenskur sem einna minnst vit hefði á bókmenntum. Hvað vill Jón Yngvi Jóhannsson, bók- menntafræðinemi, segja við Hrafn Jökulsson? „Þetta er örugglega rétt hjá Hrafni (og Pjetri Hafstein Lárussyni vini hans líka). Ég er líka viss um að ís- lenskunemar eru ótalandi, verkfræði- nemar hafa ekki verksvit, stjórnmála- fræðinemar ekkert vit á pólitík, og al- þýðuflokksmenn og ritstjórar þeirra myndu ekki þekkja alþýðuna þó hún kæmi og biti þá í nefið." t ö k u i og í leiðara Morgunblaðsins 20. okt. segir m.a. að það sé „aðdáunarvert hjá Stúdenta- ráði að beita sér fyrir þjóðarátaki til að efla þennan bókakost.“ Háskólinn leggur fram beiðni um að takmarka aðgang að námi í Háskóla Is- lands en frumvarp þess efnis nær ekki fram að ganga á þingi. Stúdentar safna 700 þúsund krón- um innan Háskólans með merkjasölu og afhenda Einari Sigurðssyni, nýskipuðum landsbóka- verði, sem fyrsta framlag í þjóðbókasjóð. Fjöldi leikrita berst í leikritunarsamkeppni Stúdenta- leikhússins og Stúdentaráðs. Nóvember Hemmi og Thor - vinir stúdenta Hermann Gunnarsson lýsir því yfir í Stúdenta- blaðinu sem sent var inn á öll heimili í landinu að Þjóðarátak stúdenta sé „frábært mál!“ Sig- urður Gíslason er ekki sammála Hemma, tekur stórt upp í sig og segir í lesendabréfi í DV að auglýsingin „Þjóðin þarf bækur“ ljómi af hroka og vanmetakennd þeirra 19 manna sem lýsa yfir stuðningi við átakið. Ekkert má nú. En Thor Vilhjálmsson tekur Sigurð í bakaríið þegar hann lýsir yfir stuðningi við þjóðarátakiðí Stúdentablaðinu: „Því að ég vænti þess að fátt verði til fyrirstöðu þegar hugumstór æskublómi sameinast til að stuðla að því að íslendingar svali áfram þeim metnaði að þjóð okkar geti mælt sig við aðrar þjóðir og þá helst þær þar sem siðmenningin blómgast sem best. Kjarval sagði eitt sinn við okkur: Fólk sem lyftir aldrei neinu í samtaki verður aldrei þjóð.“ Háfleygt og hárrétt. Verkáætlun Stúdenta er samþykkt í háskólaráði. Mikill vilji er til þess að ganga strax í það sem framkvæmanlegt þykir án mikils tilkostnaðar, s.s. gerð stjómsýsluúttektar og ritun og sam- þykkt siðareglna. Mikill hugur í mönnum. I verkáætluninni er aukinheldur að finna hug- myndir um stofnsetningu kennsluþróunarstofu, aðstoðarmannakerfi og vildarvinafélagi, svo dæmi séu nefnd. Nokkum kurr vekur að Röskva leggi frarn tillögumar í eigin nafni, enda úr ýms- um áttum. Mestu máli skipti þó að þær séu lagð- ar fram, segja aðrir. Stjórnmálafræðinemar gera það ekki endasleppt og blása til átaks til að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Gömul hug- mynd skýt- ur enn einu sinni upp kollinum; stofnun Háskólaút- varps. Und- rbúnings- hópur boðar útsendingar í haust, en lítið hefúr heyrst í þeim síðan. Góð hugmynd engu að síður. Danskur sérfræðingur um lánamál og námsaðstoð, Klaus Bryll að nafni, kernur til landsins í gallabuxum og heldur fyrirlestur á málþingi um LÍN um danska námsaðstoðarkerf- ið. Klaus talar á ensku. Póstkortaherferð Stúdentaráðs fer á fullt. Um 16000 kort eru send til þingmanna, mörg hver með kyndugum áletrunum. Steingrímur Sigfús- son er hvattur til að standa upp í hárinu á stjóm- inni (þá væntanlega Davíð?) og einhver Dúdda þakkar einhverjum Ólafi Gé. fyrir allt: „Takk fyrir allt, þín Dúdda.“ Dúdda hefur væntalega grátið eins og við hin þegar Ólafur Garðar var hækkaður í tign og launum. Póstkortaherferðin vekur athygli og kátínu en að sama skapi vekur óhug margra að Stúdentablaðið skyldi hafa stolist í einkabréf af þessu tagi og birt úttekt. Desember - pragt en ekki pomp 1. desember. Fullveldisdagur. Hátíðisdagur stúd- enta. Þjóðarbókhlaðan opnuð með pragt en engu pompi, þar eð SHI hafði skorað á stjórn Þjóðar- bókhlöðunnar að veita ekki kampavín og láta peningana þess í stað renna í þjóðbókasjóð. Gott mál, en vakti víst ekki rnikla lukku meðal þeirra sem höfðu hugsað sér gott til glóðarinnar við að væta kverkamar. Fína fólkið á íslandi mætir uppáklætt og hlustar á skandinavíska bókaverði halda ræður. Og Ólaf G. Kurr upphefst meðal al- mennra stúdenta vegna þess að ekki var almenn- ur aðgangur að opnuninni, en þeir stúdentar sem vom boðnir, segja að ekki sé hægt að bjóða öll- um — að alltaf þurfi að velja úr. Enn á ný kemur í ljós að ekki er sama hvort rnaður er Jón eða er 46 sinnum sú upphæð sem Háskólinn biður um sem aukaframlag til þess að geta sinnt sínu lögbundna hlutverki. Stúdentablaðið sendir blaðamann í lok mánaðarins á tónleika bresku sveitarinnar The Prodigy: Hann er þráspurður af viðstöddum: Af hverju ertu með skegg? ©tlcnbtng- arntr í Hvað er margir erlendir stúdentar í Háskóla íslands? Getur þú svarað þessu, gæskan/góurinn. Nei, sennilega ekki. Erlendu stúdent- amir í Háskóla Islands eru nefni- lega fleiri en flesta granar. Alls stunduðu nám á síðasta vetri 211 erlendir stúdentar, frá öllum heims- homum. Tæplega helmingurinn lagði stund á íslensku fyrir erlenda stúdenta, eða 101. 62 vora í húmanísk- um greinum og félagsvísindum, 25 í hjúkrunargreinum, 12 í raunvís- indum og 11 í lögfræði og hag- og viðskiptafræðigreinum. Alls era 15 stúdentar hér á landi í gegnum Erasmus netið og alls 29 í gegnum Nordplúsið. Ef litið er á þau lönd sem erlendu stúdentamir í Háskóla íslands koma frá, þá era flestir frá Norðurlöndunum. Allmargir era ffá Bandaríkjunum og Bretlandi, fáeinir frá Italíu og Þýskalandi, nokkrir frá Eystrasaltslöndunum og einn frá Marokkó. Hér hafa auk þess stundað nám í vetur stúdentar frá Mexíkó, Kína, Spáni, Japan, Tékklandi, Búlgaríu, Bosníu, Ekvador, Bólivíu, Pakistan, Ástralíu að ógleymdu Venesúela. Þetta er hin besta þróun og full ástæða til þess að reyna að koma sem mest til móts við þarfir þessa fólks í þeim til- gangi að „intcgrera" það á sem bestan hátt inn í íslenskt háskólasam- félag. séra Jón. En þrátt fyrir þetta voru flestir ánægð- ir enda afrakstur Þjóðar- átaks stúdenta, 22,5 milljónir, afhentar Þjóð- arbókhlöðunni. Dagur stúdenta, tvímælalaust. En ekki er neitt með öllu gott svo ekki boði eitt- hvað vont. Fjárskortur safnsins skyggði á gleð- ina. 80-140 milljónir var talið að vantaði upp á og upphófust deilur i fjöl- miðlum um málið. Stúd- entaráð beitti sér og hvatti stjómvöld til þess að nýta þá fjárfestingu sem Þjóðarbókhlaðan er, betur. Stúdentablaðið greinir frá kaupum á forláta sófum í Læknagarði sem kostuðu 2,7 milljón- ir. Morgunpósturinn kemst á snoðir um málið og skúbbar fréttinni. Umbrotsmaður Stúd- entablaðsins er grunaður um lekann og er leystur frá störfum. í desember var tilkynnt að allur ágóði af bókinni Þjóð á Þingvöllum eftir Ingólf Margeirsson sem gefin er út af Vöku-Helgafelli, rynni til Þjóðar- bókhlöðunnar. Önnur bók, stórvirkið „Sorry Mister Boss“ hlýtur fyrsta sæti í vali bóka sem maður gefur fólki í jólagjöf sem manni er einkar í nöp við. Og enn var Þjóðarbókhlaðan í fréttunuin því eft- ir opnun kom á daginn að nestismál vora í ó- lestri. Kurr er í stúdentum þegar nest- isbann er sett á þá í miðjum próflestri en landsbókavörður telur það rýra virðingu safn- ins að stúdentar borði þar nesti. Stúdentar mótmæla harðlega því hlutskipti að þurfa að kaupa kaffiteríunni rándýrt snittubrauð skreytt með grænmeti, eða svelta ella. Nestismálið ógur- lega bar nokkum keim af taugatitringi í kring- um prófatímann og komandi Stúdentaráðs- kosningum. Og svo lýkur prófum og Há- skólinn fer á ball. Tvær fylk- ingar í Háskólanum berjast um ballglaða háskólastúdenta. Sálfræði- nemar, heilbrigðisgreinar og fleiri halda ball á Hótel íslandi en kollegar þeirra í laga-, við- skipta- og hagfræðideild sem og í verkfræðinni þramma í Perluna. Soffía, félag heimspekinema, gerir sig seka um tækifærismennsku og lýsir yfir stuðningi við bæði böllinn. Hannes H. Gissur- arson flýgur til Rio de Janeiro til að eyða þar áramótunum á Copacabana-ströndinni. Hann hefur e.t.v. hitt þar fyrir hagfræðinema sem voru í útskriftarferð á sama tíma. Svo koma jólin, og glöggið rennur í stríðum straumum. Janúar - í nafni vísindanna ... Árið hefst með nýársávarpi forseta Islands. I því tekur Vigdís Finnbogadóttir upp málflutning stúdenta og Háskólans og skorar á alla stjóm- málaflokka að setja menntamál í öndvegi fyrir næstu kosningar. Áskorunin vekur fyrst í stað litla athygli en Stúdentablaðið slær því upp að þetta sé í fyrsta skipti sem Vigdís skorar beint á stjómmálamenn og eggjar þá til dáða. Stúdentaráð hlýtur Menningarverðlaun Visa að upphæð 300 þúsund krónur sem renna til bókakaupa. Stúdentar eru þar í hópi með Einari Má Guðmundssyni, Auði Haf- steinsdóttur og fleira af góðu fólki. í kjölfar flutninga Háskólabókasafnsins yfir í Þjóðarbókhlöðu er hátíðarsalur Háskóla Islands færður í upprunalegt horf við hátíðlega athöfh. Salurinn er forkunnarfagur og hreint ótrúlegt að honum hafi verið „fómað“ undir bókasafn öll þessi ár. Margir sakna samt lestrarsalarins, en þó er gert ráð fyrir lestrarmöguleikum þarna áfram. Hagsmunabaráttan ber árangur. Við þriðju umferð fjárlaga er ákveðið að veita 80 milljónum aukalega til skólans. Sveinbjörn Björnsson, rektor, segir bar- áttu stúdenta hafa skilað miklu. Uttekt Stúdentablaðsins á vísindaferðum í Há- skólanum vekur mikla athygli og úlfúð í garð blaðamanns. Örn Úlfar Sævarsson segir í þeirri umfjöllun Stúdentablaðsins að það „að gimast vín er hluti þess að vera Islendingur" og skil- greinir rétt stúdenta til ókeypis vínveitinga í vís- indaferðum sem kjaramál. Laganemi á 3. ári kallar ferðimar „þönder“, á kjamgóðri íslensku. Hið virta fréttablað Morgunpósturinn sér ástæðu til að birta sömu grein 6 vikum síðar með nýjum myndum og æsifréttafyrirsögn. Lesstofumál voru í brennidepli í janúar. Engu líkara'var en að stjómvöld í Háskólanum litu svo á að í kjölfar opnunar Þjóðarbókhlöðunnar gætu þau einfaldlega skorið niður lesrými stúdenta Hvað dettur Skúla Helgasyni, framkvcemda- stjóra átaksins skondið í hug, þegar minnst er á Þjóðarátakið i dag? „Ja, mér dettur helst í hug símtal ffá afar vingjam- legri konu sem hringdi þegar Þjóðarátakið stóð sem hæst og hafði tekið eftir slagorði okkar „Þjóðin þarf bækur.“ Konan vildi leggja sitt af mörkum og spurði hvar hún ætti að afhenda sitt Þjóðarátakið skilaði 22,5 milljónum til bókakaupa einkasafn af Rauðu ástarsögunum sem gjöf til safnsins. Mér sortnaði fyrir augum og sá fyrir mér að nú hefði slagorðið aldeilis komið i bakið á okkur og við fengjum yfir okkur mannhæðarháa stafla af mölétnum ástarrómönum sem landinn hefði blóðmjólkað. Svo fór nú ekki en þetta sýndi í örlítið afskræmdri mynd að fólk tók a.m.k. eftir þessu brölti okkar!“

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.