Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 22

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 22
Bls. 22 STÚDENTABLAÐIÐ STBL. • Maí 19 Sértrúarsöfnuður sumarsins var heimsóttur af Stíg Stefánssyni. sérlegum útsendara Stúdentablaðsins. Hann gengur svo langt að kalla einingarhof Hamsah Manarah Sértrúarhópar af öfgakenndara taginu hafa verið mjög i kast- ljósi heimsfréttanna undanfarin ár og eru þar oftar en ekki hörmungarfregnir á ferð. Nægir þar að minnast eiturga- sárásanna í Japan á dögunum, fjöldasjálfsmorðanna í Sviss og umsáturs um söfnuð Davids Koresh i Waco, Texas. í kjölfar þess síðastnefnda komst sértrúarhópur nokkur í Frakklandi mjög í þarlendar fréttir. Söfnuður sá rekur sinn eigin her líkt og „brunaliðið“ vestra og hefur sterkan og einráóan leiðtoga ekki ó- svipaðan Koresh. Allt er þó mun geggjaðra og stærra í sniðum í Frakklandi auk þess sem trúargrunnurinn er allmiklu flóknari. Það að kukla með kristindóminn einan þætti ekki bera merki um mik- inn metnað á þeim bænum enda er um að ræða eins konar sam- runasúpu aðskiljanlegra trúarbragða. Yfirlýst markmið er að sam- eina hin ólíku andlit eóa birtingarform guðdómsins og er helstu trúarbrögðum heims slegið saman undir forystu Messíasar hins nýja, sem ber hið dulúðlega nafn: Hamsah Manarah. Utan um þessar samkrullshugmyndir leiðtogans hafa áhangendur og fjár- sterkir lærisveinar reist heilt þorp í frönsku Ölpunum sem þeir af einhveijum ástæðum kjósa að nefha borg. Hin helga borg Mandarom Shambhasalem er mikið nafn og prýðir byggðalagið. Jesú, Búdda og Hamsah Manarah, hver annar? íbúarnir telja sig geta troðið öllum trúarbrögðum heims innan ramma sinna eigin kennisetninga og skiptir þar engu hvort um er að ræða frum- stæða andatrú í Afríku eða ein heims- trúarbragðanna fjögurra. Borgin er ansi hreint undarleg samsuða trúar- tákna, furðulegir spíralar eru út um allt og við hlið hindúahofsins er ís- lömsk moska. Aðalsérkenni borgar- innar eru þrjár risavaxnar styttur sem gnæfa við himinn. Ein er af Jesú, önnur af Búdda en sú stærsta sem Allir finna eitthvað við sitt hæfi stendur á milli þeirra er stytta sem hinn Búddha,og Hamsah Manarah reynast geimleikfangabyssur ekki ólíkar þeim sem sjást í Star Trek, ágætri kvikmynd sem Háskólabíó hefur nú til sýningar. Þar fara vemdarar hinnar helgu borgar. Tígulspeglar og torræð tákn Útsendari Stúdentablaðsins tók hús á þessum furðusöfnuði fyrir skemmstu og ákvað strax að láta reyna á þá fullyrð- ingu að öll trúarbrögð heims rúmuðust innan ómismans eins og hinir trúuðu nefna kenningu sína. í samtali við safnaðarmeólim þóttist blaðamaóur vera ásatrúar og kvaðst blóta Þór, hinn sterka og vígfima ás. Viðmælandinn var kona um fertugt af óljósu þjóðemi. Hún var klædd í hefð- bundinn einkennisklæðnað safnaðarins sem er furðuleg múnderíng; skærbláir síðir jakkar með svörtum foldum (sloppasnið), rauðar kahki buxur og rautt ennisband alsett merkingarþrungnum smáglingri svo sem þríhymings- og tígulspeglum, og torræðum táknum. Lítið vildi konan kann- ast við Þór en þóttist heldur betur þekkja vin hans Óðinn og var greinilega ekki vel heima í flóknum fjölskyldu- tengslum ása. Raunar var á konunni að skilja að hún ætti í tvíhliða viðræðum við hinn æðsta ás nánast upp á hvem einasta dag og hafði hún ekkert nema gott af yfirguði forfeðra okkar að segja. Ómið er móður- hljóð Lítið fékk útsendari blaðs allra stúdenta til sjávar og sveita að einingarhofinu: Jesú,athafna sig í borginni og var ægiskjótt af- hógværi leiðtogi hefur látið reisa af sjálfum sér. Við aðalhlið borg- arinnar er fjöldi styttna af minni guðum eða svo til í mennskri stærð. Þeir halda á undarlegum tólum sem við nánari aógæslu vopnaóur myndavélinni sem ætlað var að festi herlegheitin á filmu. Ekki reyndist mögulegt að fá að ræða við Messias hinn nýja en vopnaðir varðliðar vísuðu slíkum beiðnum kurteislega en ákveðið Einingarhofið sem er óðum að rísa á bug. Hins vegar var snápur upplýstur nánar um ómismann og ingönguskilyrði safnaðarins. Fyrst dvelst væntanlegur meðlimur i nokkrar vikur í borginni við nám í kennisetningum fræðinnar en að þeim tíma loknum fær hann að hitta Hamsah Manarah við einhvers konar vigsluathöfn eða fermingu. Meistarinn kynnir hinum nýinn- vígða svo hið eina sanna óm-hljóð, móðurhljóð allra hljóða. Ómið er hljóðið sem hinn mikli arkitekt alheimsins tautaði fyrir munni sér við sköpun hans, það er lykilinn að fortíð, nútíð og framtíð og forsenda alls æðri skilnings. Hið hreina og sanna óm-hljóð er hins vegar ekki ætlað utanaðkomandi og er varðveitt af kostgæfni innan veggja safnaðarins. Boðið að láta fé af hendi rakna Þegar blaðamaður Stúdentablaðsins falaðist eftir því að heyra hinn hljómþýða óm var því óðar vísað á bug en blaðamanni bauðst hins vegar að gefa fé til byggingar hins mikla einingarhofs pýramídans sem nú rís í hinni helgu borg. Pýramídahofið er samblanda af kirkju, hofi, sýnagógu og mosku og yfirleitt öllum þeim vistarver- um þar sem trúarbrögð eru ástunduð. Andlega sinnaðir stúdentar sem vilja leggja fé til byggingar hofsins geta nálgast adressuna á ritstjórnarskrifstofum Stúdentablaðsins en vísa verður þeim annað sem leita óm-hljóðsins og veraldarskilnings. Stígur Stefánsson félagsstofnun stúdenta ÞAKKAR STUDENTUM SAMSTARFIÐ OG sameyegdina í VETUR Ferðaskrifstofa stúdenta bók/U^ /túdeivfo Húsnæðisdeild Kaffistofur

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.