Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 6
Bls. 6 STUDENTABLAÐIÐ STBL. • Maí 1995 Karlkyns kennarar og kvennemendur Kynferðisleg áreitni innan Háskóla íslands? - eftir Elfu Ýr Gylfadóttur Inágrannalöndunum hafa á und- anförnum árum skapast miklar umræður um jafnrétti kynjanna og kynferðislega áreitni í há- skólum. Á ráðstefnu sem haldin var í Belfast á vegum samtaka stúd- entaráða í Evrópu var talsvert fjallað um jafnréttismál og önnur mál tengd þeim. Þar kom í Ijós að íslendingar eru eftirbátar nágrannaþjóðanna í umræðunni. í Evrópu er jafnréttisum- ræðan komin langt á veg og þykir staða kvenna í háskólum oft og tíðum vera bágborin. Víða eru konur í meiri- hluta í B.A.-námi en karlkyns kennar- ar við háskóla eru hins vegar í mikl- um meirihluta í flestum deildum. Vegna þessara kynjaskiptingar í há- skólum hafa víða verið gerðar rann- sóknir til að kanna kynferðislega á- reitni og niðurstöður eru vægast sagt ógnvænlegar. Um það bil 10-20 % kvenna segjast hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni frá kennurum og karlkyns samnemendum. í háskólum þar sem karlar eru í miklum meiri- hluta bæði meðal nemenda og kenn- ara hefur talan farið upp í 40%. Hvað er kynferðisleg áreitni? Ekki er óalgengt að starfsfélagar verði ástfangnir og rugli saman reitum. Slík dæmi eru algeng, eru jafnvel þekkt meðal kennara og nemenda innan Háskóla íslands. En hvað ef aðeins karlmaðurinn hefur áhuga og þráast við þó að konan vilji ekkert með hann hafa? Þá gæti verið um kynferðislega áreitni að ræóa. Slíkt getur hent einstakling einu sinni eða verið daglegur viðburður. Kynferðisleg áreitni er skilgreind sem kynferðisleg hegðun af einhverju tagi sem viðkomandi kærir sig ekki um. Áreitnin felst í athugasemdum, augnatilliti, handahreyfingum eða snertingu. Bæði konur og karlar geta orðið fyrir slíkri áreitni, en rannsóknir sýna að mikill meirihluti fómarlamba em konur. Hvað er kynferðisleg áreitni? Kynferðisleg áreitni er skilgreind sem kynferðisleg hegðun af ein- hverju tagi sem viðkomandi kærir sig ekki um. Áreitnin felst í athuga- semdum, augnatilliti, handahreyf- ingum eða snertingu. Bæði konur og karlar geta orðið fyrir slíkri á- reitni, en rannsóknir sýna að mikill meirihluti fórnarlamba eru konur. Yfirleitt er það karlmaður sem á- reitir eina eða fleiri konur kynferð- islega. Yfirleitt er það karlmaður sem áreitir eina eða fleiri konur kynferðislega. Þó að auðvelt sé að skilgreina kynferöislega á- reitni þá er vandasamt að meta hvort um slíkt hafi verið að ræða. Ástæðan er sú að aðeins fómar- lambið getur skilgreint hvort slíkt hafi átt sér stað eða ekki. Kynferðisleg áreitni er nefnilega skil- greind út frá líðan fómarlambsins. Ef konu finnst hún vera niðurlægð þegar karlmaður kemur með kynferðislegar athugasemdir eða snertir hana þá telst það kynferðisleg áreitni. Karlmaðurinn gerir sér oft og tíðum ekki grein fyrir því að athuga- semdir hans um útlit konunnar og vingjamleg snerting hans er konunni ógnun. Þar að auki em konur misjafnlega viðkvæmar fyrir slíkri áreitni. Kynferðisleg áreitni á sér ofiast nær stað þegar konan á síst von á því. Ef kona reiknar með því að karlmaður sýni henni kynferðislegan áhuga og henni er ekki ógnað á nokkum hátt þá tekur hún því ekki eins alvarlega. Það má því kannski segja aö kringumstæðumar ákvarði hvort kona upplifir kynferðisiegan áhuga manns sem áreitni eða ekki. í viðamikilli bandarískri rannsókn kom í Ijós að þá sjaldan sem karlar telja sig verða fyrir kyn- ferðislegri áreitni em þeir í 90% tilvika áreittir af öðmm körlum. Margir telja þetta sýna að kyn- ferðisleg áreitni sé ekki tengt kynlífi á nokkum hátt heldur sé hún tæki til að sýna vald og yfir- burði. Konur hafa ekki sama vald og karlar í sam- félaginu og em kynferðislegir tilburðir kvenna því í flestum tilfellum ekki ógnun í augum karla. Samkvæmt kenningum Ninni Hagman, sem skrif- að hefur bók um þessi mál í Svíþjóð, þá finnst körlum stundum að konur ógni þeirn á vinnustöð- um þar sem þeir em í meirihluta. Af þessum á- stæðum reyni þeir að bola konunum burt og gera það gjaman með kynferðislegri áreitni og sýna þeim þannig lítilsvirðingu. Tvær tegundir kynferðisiegrar áreitni í bandarískri rannsókn frá árinu 1984 var könnuð tíðni kynferðislegrar áreitni í háskólum. Höfund- amir, Dzeich og Weiner, fjalla einnig um tvær tegundir kynferðislegrar áreitni. Það er sá sem á- reitir opinberlega ( the public harasser) og hinn sem áreitir þegar enginn sér til (the private ha- rasser). Sá sem áreitir opinberlega er oft kald- hæðnislegur maður með húmor, hann notar kyn- ferðislegt orðalag og snertingu til að sýna vald sitt og niðurlægja kvenfólk. Sá sem áreitir í leyni notar hins vegar hvert það tækifæri sem gefst til að hitta nemendur sína einslega og gætir þess vandlega að engin vitni séu að framferði hans. Af þessum ástæðum getur reynst erfitt að sanna að maður hafi beitt kynferðislegri áreitni á meðan fjöldi vitna getur staðfest kynferðislega áreitni þegar hinn fyrmefhdi áreitir konur. Kynferðisleg áreitni í háskólum i Svíþjóð Fyrsta rannsóknin á kynferðislegri áreitni í sænskum háskólum er frá árinu 1991. Árið eftir var gerð rannsókn í háskólanum í Stokkhólmi sem vakti gríðarlega athygli meðal almennings. Fjölmiðlar fjölluðu mikið um niðurstöðurnar og í kjölfarið voru gerðar margar kannanir í háskólum í Svíþjóð. Fyrsta rannsóknin í Svíþjóð var gerð í landbúnaðarháskólanum í Uppsölum. Þar kom í ljós að hlutfall kvenna sem höfðu orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni var 21%. Auk þess sem einum kvennemandanum hafði verið nauðgað. I þeirri rannsókn sem gerð var í háskólanum í Stokk- hólmi kom í ljós að 12 % kvenna höfðu orðið fyr- ir kynferðislegri áreitni. Almennt liggja tölur yfir kynferðislega áreitni á bilinu 10-20%. Svo virðist sem aldur og hjúskaparstaða kvenna skipti engu máli þegar um kynferðislega áreitni er að ræða. Hvaða kona sem er getur lent í slíku. Konur sem eru í B.A.-námi geta orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni en reynslan sýnir að áhættan eykst eftir því sem konur eru komnar lengra í námi. Miklu líklegra er að kona í doktorsnámi verði fyrir kynferðislegri áreitni en kona sem er að hefja sitt fyrsta ár í háskóla. Ástæðan er talin vera sú að konur sem eru komnar langt í námi eru oft í persónulegum tengslum við leiðbeinanda sinn. Kona getur ógnað leiðbeinanda sínum á ein- hvem hátt og hann reynir því að niðurlægja kon- una með kynferðislegri áreitni í því skyni að sýna hcnni Iítilsvirðingu sem vitsmunaveru. Sam- kvæmt sænsku rannsóknunum er hættan því mest á æðstu stigum í háskólanámi, þar er kynferðisleg áreiti algengust og einnig alvarlegust. Leiðbein- andi getur sett konunni úrslitakosti; hótað að eyðileggja fyrir henni doktorsverkefnið og flekka mannorð hennar meðal starfsfélaga á viðkomandi sérsviði. Þannig er frami hennar og fjárhagsleg afkoma í húfi. Á kynferðisleg árejtni ser stað innan Hl? Strangar reglur hafa verið settar um samskipti kennara og nemenda í mörgum nágrannalöndum og eru Bandaríkjamenn einna fremstir á því sviði.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.