Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 16
1 Bls. 16 STÚDENTABLAÐIÐ STBL. • Maí 1995 Úr Háskólanum eru að útskrifast um 500 stúdentar. Helgi Þorsteinsson, útskriftarkandídat tók nokkra af kollegum sínum tali og spurði hvernig þeim litist á lífið í fortíð og framtíð^Jjyernig var lífið í Háskólanum og hvernig verður UFIÐAÐ LOKNU NÁMI? Hrönn Kristinsdóttir, 29 ára, kvik- inyndafræðingur og veröandi iiaonýt- ur íjölniiðlungur Rennilásar „Eg held að það séu margir möguleikar sem bíða mín. Ég er búin að sækja um hin og þessi störf en helst langar mig að komast á góðan styrk til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég held ég sæki bara um alla áhugaverða styrki sem auglýstir veróa.“ Hrönn er að ljúka námi í hagnýtri fjölmiðlun. Hún er lífsreynd og víðförul kona og tveggja barna móðir. Allt fas hennar og framkoma ber þess vott að hún hefur kynnst heimsmenningunni. Hrönn hefur enda unnið í draumasmiðjunni Hollywood við gerð slíkra stórvirkja kvikmyndasögunnar sem „Manhunter“ og „Fist-fighter II“. Hún hefur farið ólöglega yfír landamæri Bandaríkjanna frá Mexíkó, látið stela frá sér aleigunni, kennt Þjóð- verjum íslensku, Iært þýsku af Islendingum, rekið póstverslun með fatnað, verið atvinnulaus, gifst kúrdískum flóttamannni og skilið við hann og gert ótal margt fleira sem óbreyttir Frónbúar geta bara látið sig dreyma um. Hrönn er þó ekki nema rétt að skríða yfir þrítugsaldurinn. Viðburðarík ævi Hrannar verður þó ekki nánar rakin hér enda blað- snepill þessi varla þess verður. En hverju hefur hagnýt fjölmiðlun bætt við lífsreynslu hennar „Ég hef svo sem ekki lært mikið nýtt. Ég stend samt betur að vígi en áður því sjálfstraustið er meira og ég veit hvað ég get. Sömuleiðis þekki ég réttu leiðimar til að koma mér á framfæri á f|ölmiölum.“ Hrönn liggur ekkert á að henda sér út á vinnumarkaðinn: „Ég er búin að sækja um hin og þessi störf, hjá Ríkisútvarpinu, Rauða Krossinum, Pósti og síma og víð- ar, en ætla samt að taka því rólega. Ég ætla mér 2-3 vikna hlé núna að námi loknu til að sinna bömunum mínum og hugsa mig um áður en ég geri nokkuð annað. Kannski læt ég einhverja drauma mína rætast. Mig langar til dæmis til að sækja um styrk úr Kvikmyndasjóði. Ég er með tvö handrit að stuttmyndum tilbú- in. Annað þeirra er sérlega áhugavert. Það fjallar um rennilása og þau hljóð sem verða til þegar þeim er rennt. Söguþráður myndarinnar er þannig að lokum mynd- ast eins konar rennilásasinfónia." „Hvernig sem fer vil ég ekki hella mér út í nein verkefni sem taka allan minn tíma. Ég verð að geta sinnt börnunum mínum.“ Það skal tekið fram að Hrönn á ákaflega góð, myndarleg og meðfærileg börn. Frami hennar ætti því ekki að skaðast af þeim. Hrönn ætti því að geta „. . . orðið doktor eins og doktor Sigrún Stefánsdóttir kennar- inn minn. Það væri ég sko til í. En ég vil helst ekki þurfa að hafa mikið fyrir því.“ Si mest í iini Svisslendingurinn Kristín Martí kom fyrst til íslands í ungmennaskiptum á vegum AUS og vann hér á landi í eitt ár, meðal annars á bóndabæ. Hún segist hafa lært mest í íslensku þar. Kristín er að útskrifast sem B.phil. í íslensku fyrir er- lenda stúdenta nú í vor. Það sem íslenskunámið í Há- skólanum hefur bætt við kunnáttu hennar er aðallega fræðilegi hlutinn. Hún segir að gráðan muni lítil áhrif hafa á atvinnumöguleika hennar hér á landi, en senni- lega muni hún eitthvað gagnast í heimalandi hennar. Ef hún bætir við sig nokkrum námskeiðum málsögu og ári í uppeldis- og kennslufræði fær hún réttindi til að kenna á efri skólastigum þar. Kristín hefur ekki að öllu leyti verið ánægð með ís- lenskunámið. Hún tók inntökupróf inn á annað ár og er að ljúka þriðja ári núna. „Það hafa ekki verið gerð- ar nógu miklar kröfur í vetur. Þetta er of auðvelt. Samnemendur mínir eru mér sammála um það. Mað- ur bætir litlu við sig á þriðja árinu." Að mörgu leyti hefur henni líkað vel í náminu. „Nemendumir em fáir, ekki nema sex á mínu ári, og andrúmsloftið er heimilislegt." Hins vegar em tengsl milli nemenda hvorki mikil né djúpstæð. „Flestir þeirra sem em að Iæra íslensku stoppa ekki nema í eina eða tvær annir. Þaö er ekki tími til að kynnast neinum almennilega." Móðurmál Kristínar er svissneska, eftir því sem hún segir sjálf. Fáfróðir íslendingar hefðu að vísu kallað mál hennar þýsku, en hún er hörð á því að svo sé ekki. „Ég kem ekki frá þýska hluta Sviss. Hann er ekki til. Ég kem frá svissneska hluta Sviss." Kristín býr á Seltjamamesi og er í sambúð með Ís- lendingi sem hún kynntist þegar hún kom hingað fyrst. „Ég kom samt ekki aftur út af honum, þó hann vilji halda því fram." Þau eignuðust bam fyrir fáein- um mánuðum og Kristín verður í fæðingarorlofí í sumar. Hún fer því ekki að leita sér að vinnu fyrir al- vöm á næstunni. "Við ætlum að flytjast til Sviss núna og vera þar i eitt ár. Ég ætla að reyna að fá að kenna íslensku í kvöldskóla einhvers staðar. Það er reyndar ekki mikil eftirspum eftir íslenskukennumm." Annar atvinnumöguleiki er að starfa á ferðaskrifstofu og selja Svisslendingum ferðir til íslands. Kristín hefur starfað sem leiðsögumaður hér á landi eitt sumar og hefur þvi reynslu af ferðamálum hér. Hún segir að á ferðaskrifstofu fengi hún hærri laun en ella vegna þess að hún er með háskólagráðu. DÉinn Kristín Friðgeirsdóttir dúxaði í MR. Þaðan fór hún í vélaverkfræði í Háskóla íslands og hélt uppteknum hætti. Um áramótin af- henti Vigdís Finnbogadóttir forseti henni styrk sem veittur er þeim sem fá hæstu ein- kunn í vélaverkfræði á þriðja ári. Kristín getur ekki verið annað en bjartsýn á at- vinnumöguleika eftir útskriftina „Mér hefur boóist vinna á nokkmm stöðum og ég hef svo sem engar sérstakar áhyggjur af atvinnuhorfum í framtíðinni." Atvinnuá- stand meðal vélaverkfræðinga er fremur gott. „Það þýðir samt ekki að lesa bara aug- lýsingamar í Mogganum. Það verður að fara í fyrirtækin eða senda þeim að minnsta kosti umsóknir." Samnemendur Kristínar á fjórða árinu em flestir búnir að fínna sér vinnu, að minnsta kosti fyrir sumarið. Margir þeirra stefna síðan beint á framhaldsnám. „Ég ætla sjálf að vinna eitt ár áður en ég held áfram í námi. Mér bauðst að taka þátt í verkefni um mat á tíðni snjóflóða. Það var einn kennari minn sem hafði milligöngu um að ég fengi vinnuna. Hann vissi að ég ætlaði ekki strax í framhaldsnám og að ég hefði réttu undir- stöðuna fyrir verkefhið." Launakjör verkfræðinga em misjöfn. Hjá hinu opinbera em þau ekki góð en geta orð- ið há í einkageiranum. „Ég hugsa að ég gæti fengið ágæt laun og vona það eftir allt það sem maður hefur lagt á sig. Vélaverk- fræðin er erfitt nám og vinnuálagið er mjög mikið. Þetta hefur ekki verið neitt lúxuslíf síðustu fjögur árin."

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.