Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 18
Bls.l 8 STÚDENTABLAÐIÐ STBL. • Maí 1995 Er Röskva goðsögn um félagshyggju? Röskva, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla íslands, hef- ur kosið sér nýjan formann. Stúdentablaðið tók hann tali Nýr formaður Röskvu. Hver er maðurinn sem stekkur nú fram á vígvöll stúdentastjómmálanna, í fullum herklæðum, líkt og Aþena úr höfði Seifs? Maðurinn heitir Jónas G. Allansson, er 25 ára Seltimingur, stúdent úr Armúla og er að ljúka BA í mannfræði næsta haust. Röskvan kennir sig við félagshyggju, eitt loðnasta hugtak íslenskrar stjórnmálasögu. Hvað skilur formaður samtaka félagshyggjujölks við Háskóla tslands undir þetta víðfeðma hugtak? Það er rétt, félagshyggja er loðið hugtak og það vilja margir eigna sér hana. Fæstir virðast þó vita fyrir hvað hún stendur. Það er meginhugmynd mín með Röskvu, að hún hefji kröftuga umræðu innan eigin raða um það, hvað félagshyggja í raun er. Það sem ég skil undir orðið félagshyggja er sú grunnhugsun að við búum saman í einu samfélagi og verðum að starfa saman. Sú staðreynd felur okkur ábyrgð og skyldur gagnvart hvert öðm. Þessi grunnhugsun segir í sjálfu sér ekki mikið um félagshyggju, enda því ósvarað hvar mörkin á milli samábyrgðar og einstaklingsfrelsis liggja, hvar frelsi einstaklingsins er skert, heildinni til hagsbóta. Eitt enn: í ljósi þess, hve Röskva hefur unnið mikla sigra í stúdentapólitíkinni er enn mik- ilvægara að menn átti sig á því, hver hugmynda- legur bakgrunnur sigranna er, eða hvort hann sé eingöngu tæknilegs eðlis. En er það ekki einmitt einn lykilinn að árangri Röskvu að hún hefur ekki hengt sig i hugmynda- frœði sem útgangspunkt? Röskva er i þeim skiln- ingi allt og ekkert, opin í alla enda eins og Fram- sóknarflokkurinn ? Það er enginn vafí á því að Röskva hefur grætt mikið á því að vera svolítið „teknísk", ef svo má að orði komast. En það getur verið hættulegt að vera risi á.brauðfótum. Eg hef þá trú að Röskva þurfi, hvemig sem henni gengur í stúdentapólitík- inni, að ræða það hvað félagið í raun er og hvað starf hennar stendur fyrir. Þetta má raunar heim- færa upp á alla félagshyggjuflokkana. Þeir kenna sig allir við félagshyggju, en hvað er það þá sem sundrar? Og raunar þarf Vaka, fls, líka að fara í gegnum slika umræðu. Það er bæði þeim sem sigra og þeim sem tapa nauðsynlegt, að ræða til hlítar fyrir hvað þeir standa. En meira að segja frambjóðendur fylkinganna virðast ekki vita nákvæmlega hvað skilur þá að hugmyndafrœðilega og skynsemishyggjan markar hvert spor — séríslensk skynsemishyggja sem er laus við öfgar til hægri og vinstri og erlendar kreddur á borð við kommúnisma og frjálshyggju. Er ekki hugmyndafrœði löngu gufuð upp úr stúd- entastjórnmálunum, horfin, farin og búin að vera? Það er rétt hjá þér. Það hefur ekki komið upp lengi eitt sérstakt deilumál, þar sem afstaða og deilur fylkinganna grundvallast á prinsippafstöðu þeirra. Undantekningin frá því em deilumar um frjálsa aðild að Stúdentaráði. Það mál kristallaði að mörgu leyti muninn á fylkingunum og knúði marga til þess að fara að taka til í hausnum á sér og flnna þar einhverja hugmyndafræði. Eins og stúdentabaráttan er rekin í dag — og menn geta haft mismunandi skoðanir á því — þá emm við fyrst og fremst að fást við tæknileg vandamál sem kalla ekki á neina grundvallammræðu. Þess vegna virðist engin hugmyndafræði vera í stúdentapóli- tíkinni. Nú hefur Röskva ekki verið sérlega áberandi sem félag síðustu ár. Margir segja að Röskva sé í raun orðin samofin Stúdentaráði sem batterii. Er Röskva ekkert annað en útibú frá SHI? Þegar Röskva vinnur stúdentaráðskosningar og þeirra fulltrúar taka að sér störf á skrifstofu SHÍ, þá er óumflýjanlegt að starfsemi Röskvu og SHI verði að einhverju leyti samofin. Hins vegar er líka ljóst, að því sterkari sem skrifstofa SHI er, því veikara er félagið sem slíkt. Ég tel að lykillinn að því að efla félagsstarf innan Röskvu sé að auka umræðu um það, hvað félagið er; um það hvort Röskva grundvallist á hugmyndafræði eða tækni- legri skynsemishyggju. Röskva á að vera grund- völlur fýrir málefnaleg og lýðræðisleg skoðana- skipti um ákveðin mál sem á okkur brenna. Og þrátt fyrir velgengnina eigum við líka að skoða okkur sjálf með gagnrýnum augum. Menn horfa til Háskólans og á Röskvu sem vissa fyrirmynd að sameiningu félagshyggjuaflanna. En er Röskva kannski aðeins einhver goðsögn um félags- hyggju? Við þurfum að skilgreina okkar pólitík á eigin forsendum. Fyrsta og besta gjöfm er náttúrulega rándýr koníaks- flaska. Og best er að hafa hana stóra, því þá er tryggt að hluti hennar lendir ofan í gefanda auk þess sem útskriftarveislan breytist úr rólyndisiegu fjöl- skylduboði, í hamslaust hasarteiti. Koníak er líka eitt- hvað sem menn geta alltaf notað, annað en postulíns- hundar og annað slíkt glingur sem ekkert gagn gerir nema safna ryki á gluggasyllum. Iöðru lagi eru Honolulu-ferðir alltaf vinsælar, ekki síst ef miliilent er í Rawalapindi og stoppað á heimleið- inni í Djakarta. Allir flugmiðar til útlanda eru vel þegnir, íslendingar eru eyþjóð og okkur öll hrjáir útþrá. Ef útlit er fyrir rigningu á 17. júní, þá er Honolulu ferðin gjöfin. Fæst hjá Ferðaskrifstofu stúdenta fyrir kr. 19.900. Þetta er ekki auglýsing. Síðast en ekki síst þá er ein gjöf sem gleður hið fá- tæka hjarta námsmannsins allra mest: Fjólublátt seðlabúnt. Þá getur kauði/táta gert það sem hann/hana lystir, keypt sér eigin útskriftargjöf, hvort sem hún er í föstu eða fljótandi formi, hvort sem hægt er að leggja sér hana til munns eða dást að henni úr fjarska. Monníngapeningaglás er það sem sérhver útskriftar- kandídat óskar sér mest innst í hjarta, enda man hann glöggt eftir fermingunni. ú gefur útskriftarkandídatnum alls ekki Park- erpenna. Alls ekki og það eru tvær ástæður fyrir því: Annars vegar fær viðkomandi sennilega ein þrjú, fjögur stykki af þessu pennagumsi frá Ijarskyldum frænkum. Hins vegar er alveg forbudt að gefa útskriftar- gjöf sem tengist náminu eða Háskóla Islands overhoved. Fólk er guðs lifandi fegið að vera loksins búið í námi og full ástæða til þess að fagna því. Annað sem er bannað sem útskriftargjöf er allt gagnlegt og skynsamlegt. Þess vegna gefur þú alls ekki áskrift að spariskírteinum rikissjóðs eða eitthvað álíka skynsamlegt og fjárhagslega traust. Áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs er áskrift á leiðindi í veisi- unni. Allir fara að tala um spamaðarmöguleika, vexti og fjárfestingarleiðir, menn fara ósjálfrátt að hamstra kran- sakökur og handlanga kampavínið út í bíl. Svo hafa þeir hjá spariskírteinum aldrei viljað auglýsa í Stúdentablað- inu. Það veit á illt.. . Að lokum er algert tabú að gefa útskriftar- kandídatnum eitthvað til heimilisins, einkum ef hann er enn í heimahúsum. Moulinex-græjur, pönnukökupanna og skurepulver em þvilíkt skýr skila- boð til námsmannsins (sem er ekki lengur námsmaður), að koma sér að heiman, og það hið snarasta. Það eru táknrænar gjafir um tímamót, alveg eins og rakvélin í fermingargjöf og orðabókin í stúdentsgjöf. En þó að menn séu fegnir því að vera búnir í námi em þeir um leið skelfmgu lostnir yfir því að vera komnir út úr heitum móðurkviði Háskóla Islands og engin ástæða fyrir gesti að vera að núa því þeim um nasir. Annars gætu þeir rekið upp öskur eins og nýfætt barn í hörðum heimi. Nú eru útskriftarveislurnarframundan. Oftast velta gestir lengi vöngum yfir aðalatriði veislunnar — GJÖF- INNI — og brjóta heilann talsvert áður en þeir kaupa eitthvert glingur í tímahraki. Hvað er til ráða? Jú, Stúd- entablaðið er vinur þinn og vinur í raun og segir þér hvað þú átt endilega og alls ekki að gefa útskriftar- kandídatnum á 17. júní.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.