Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 23
STBL. • Maí 1995 S P R E L L Bls. 23 Floamarkaður til styrktar fötluðum stúdentum á Ingólfstorgi sunnudaginn 11. júní Húsgögn og húsbúnaður, grill og gosdrykkir, trúðar og töframenn, sól og sumar að hagnaður dagsins rynni til kaupa á fjölnota tölvu fyrir fatlaða stúdenta í HÍ,“ sögðu þeir Pétur og Páll í samtali við Stúdentablaðið. Þeir bættu við að tölvan sem væri í sigtinu myndi nýtast afar mörgum hópum, s.s. blindum og heymarskertum, líkamlega fotluðum stúdentum og þar fram eftir götunum. „Vonandi tekst okkur þetta ætlunarverk og stúdentar geta sýnt okkur stuðning með því að líta við og kaupa muni — það er hægt að gera kostakaup hjá okk- ur,“ sögðu þeir kumpánar. Trúðar, kórsöngur og sprell Þ: að verður ýmislegt fleira í gangi |en flóamarkaðsmál þennan dag, því stefnt er að því að vera með ýmiss konar uppákomur allan daginn. Von verður á trúðum og leiktækjum fyr- ir blessuð bömin, Háskólakórinn mun taka lagið og vonir standa til að Stúd- entaleikhússfólk muni troða upp. Þeir Lionsmenn munu aukinheldur grilla ofan í landslýð. Flóamarkaðurinn mun standa frá 10.00 árdegis til 16.00 síðdegis og mun enda með allsherjaruppboði á þeim hlutum sem enn verða óseldir. Þá er allt útlit fyrir að sodastream-tæki og fótanudd- tæki fari fyrir lítið. Stúdentablaðið hvetur alla lesendur sína til sjávar og sveita til að koma á sjómannadaginn 11. júní og eiga kaup við þá Pétur og Pál og félaga þeirra í Lionsklúbbnum Víðarr. Þetta ftumkvæði þeirra á það fyllilega skilið. ast ■ sla ur ann 11. júni næstkom- andi stendur Lions- klúbburinn Víðarr fyrir sínum árlega markaðsdegi. Hagnaðinum af sölunni er ætlað að verja til kaupa á fjölnota tölvu fyrir fatlaða stúdenta. Félagar í Víðarr hafa undanfamar vikur safn- að ýmsum vamingi úr kytr- um og kompum landsmanna og hyggjast selja allt frá hús- gögnum niður í húsbúnað, sunnudaginn 11. júní. For- ráðamenn söfnunarinnar von- ast til þess að stúdentar og starfslið Háskólans taki við >ér og leiti í geymslum, dyr- Tírh og dyngjum, og láti eitt- hvað af hendi rakna til söl- nnar. Ekki síður er þaö ósk- andi að stúdentar sýni þessu máli áhuga, með því að mæta á flóamarkaðinn og kaupi grillað kjet og gamla muni. Kaupa á fjölnota tölvu ir fatlaða t a: JLJLs ð sögn Péturs Más um Víðarr er þetta í þriðja skipti sem þessir valinkunnu sómamenn standa fyrir markaðsdegi, til styrktar góðum málstað. „Við heyrðum af því að aðstaða fatlaðra stúdenta í Háskólanum væri bágborin, einkurn vað varðar tækjakost. Þess vegna ákváðum við í samráði við Námsráðgjöf, Smáauglýsingar Páfagaukur fæst gefins! Þetta er ótrúlegt en satt, gauksi er á lausu. Ein- staklega geðgóður og hreinlegur páfagaukur fæst gefins. Tilvalin gjöf í fermingarveisluna eða útskriftarpartíið. Gauksi blístrar á morgnana en þegir á kvöldin. Sómagaukur. Upplýsingar í síma 5522795. Sófi óskast, sófi óskast! Óskað er eftir sófa eða hægindastól gefins, má vera útlifaður. Sækjum heim. Svarað í síma 5514994 eftir klukkan 19.00. J. og S. Ástarkúla óskast! Hver man ekki eftir Ástarkúlunum frá Ingvari og Gylfa? Það voru kúlulaga rúm í rósrauðum lit í n.k. star-trek-stíl. Sannkölluð unaðar- og ástardyngja fyrir elskendur á tölvuöld. Óska eftir að kaupa Astarkúlu. Uppl. í síma 5621080. Skepnuskapur og sumarfrí Ljósmyndamaraþon SHÍ1995 - ÚRSLIT Hið árlega Ljósmyndamaraþon SHÍ var haldið á kosningadaginn 1995 og var þátt- taka ágæt. Var þátttakendum gert að niynda eftir 12 mismunandi þemum og var valin besta rnynd hvers myndeíhis. Jafnframt var valin besta serían. I I I I I HVERER . MAÐURINN? ■ 1 nn og aftur heldur dálkurinn „hver er mað- |H urinn?“ áfram göngu sinni. í síðasta blaði JL—Vvar umsjónarmaður heldur betur að skensa, því hann birti aftur mynd af manninum sem var maðurinn í fyrsta skiptið! Skondið, ekki satt. Eini gallinn var sá, að eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í prentun á myndinni svo m.a.s. gleggstu þrautakóngar gátu ekki ráðið gátuna. En áfram heldur dálkurinn. Og nú er úr vöndu að ráða. Maðurinn í þetta skipti er fyrrverandi há- skólanemi og var í Vöku. Hann er íjölmiðlamað- ur á RÚV, eða íslenska sjónvarpinu, eins og amma kallar það. Hann var fréttaritari sjónvarps- ins í Danmörku í nokkur ár en kom heim til ís- lands til að taka við af Ingva Hrafni þegar hann var látinn flögra á braut. Hann er með stórt og bogið nef og fyrsti stafúrinn í nafni hans byrjar á bé. Sem fyrr er utanlandsferð til Kamtschaka með Ferðaskrifstofu Stúdentablaðsins og sendist svör til ritstjómarskrifstofa blaðsins fyrir næstu helgi. En þangað til, farið varlega. Kostakjör Stúdentablaðið heldur áfram óeigingjami leit sinni að kostakjömm fyrir háskólastúdenta, og er fund- víst að vanda. Eins og lýðum er ljóst, em kostir alþjóðasamstarfs, einkunt Evrópusamstarfsins, ótví- ræðir. Umbætur konta nefnilega yfirleitt að utan, rétt eins og upphefð og umtal. Enn ein sönnun þess birtist okkur íslendingum á dögunum, þegar EES-dómstóllinn knúði íslensk stjómvöld til þess að fella niður tolla af bjór, en á íslandi er bjórsala ríkinu tekjulind, en ekki borgurum mannréttindi. Eftir að Friðrik Sophusson hafði þráast við að hlýta alþjóðalögum, neyddist hann loks til að fella niður tolla. Niðurstaðan: 9% verðlækkun á bjór. Níu prósent. Það þýðir á íslensku að nánast tíundi hver drukkinn bjór er ókeypis, og 9 bjórar af hverjum 100 eru nú gratís. Og svo voga menn sér að tala um fullveldis- afsal og skrifræðisskrímslið í Brússel. Þetta eru tvímælalaust kostakjör sumarsins og kjarabót ársins. Og nú þarf Verslunarráð að kæra verðlagningu og innflutningsstýringu á léttvínum og Orator, félag laganema, ætti að ftnna sér blóðið renna til skyldunnar. Um leið og ég þakka stúdentum samfylgdina í vetur hvet ég þá til að nýta sér þessi kostakjör. Reykjavík, Ó Reykjavík - Erling Aðalsteinsson Betra ísland - Páll ísólfur Ólason Sumarfrí - Ólafur Ág. Axelsson Vísindin efla alla dáð - Jón Pétur Einarsson Skepnuskapur - Valgerður Johnssen Verðugur launa sinna - Ólafur Ág. Axelsson Kjarni ntálsins - Gunnar K. Gunnlaugsson Lán - Hjördís Geirdal Mismunun - Ólöf Sara Arnardóttir Minn tími er kominn - Birgir og Kristinn Heildarlausn - Per Mats Henje Mín dýpsta þrá - Lýður Guðmundsson Besta myndin var valin úr myndaröðinni Betra ísland og varð mynd Hjördísar Geirdal sem getur að líta á forsíðu, fyrir valinu. Besta serían að rnati dóntnefndar var myndasería eftir Per Mats Henje og óskar Stúdentablaðið honum og öðrurn vinningshöfum til hamingju með velgengnina. Ólafur G. Einarsson Stúdentar - Gleðilegt sumar Landsbanki íslands. Reykj avíkurapótek. Happdrætti Háskóla íslands. ofannefnd fyrirtæki styrktu út- gáfu þessa blaðs Ja, hverfjárinn. Síðasta Stúdenta- blaðið komið út í vetur. Það þýðir að sumarið mun líða í ringulreið og rugli. Firringu. Tja, við getum þó altént skellt okk- ur á sumarhátíð Stúdentablaðsins næsta laugardag. Þar verða víst allir sem einhverju máli skipta, Óli Gé. og svona. Við mætum. Stúdentablaðið vill að lokum þakka öllum þeim sem tóku óeigingjarnan þátt í hinum sívinsælu „límingum" blaðsins og forðuðu ritstjóra frá sturlun. Að síðustu vill ritstjóri þakka þeim Steingrími Eyfjörð, umbrots- og myndlistarmanni, og Ellerti Þór Jóhannssyni, prófarkalesara, fyrir samfylgdina í vetur og sendir þeim saknaðar- og alúðarkveðjur og bestu óskir um gæfu í leik og starfi. r L

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.