Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Síða 8
8
Sigfíis Einarsson
7. Ivar Skárseth: Dalen.
8. a. M. M. Ulfrstad: Norge, Norge.
b. Johs. Haarklou: Fenrir.
9. R. Nordrák: Norsk Fedrelandssang.
Eg þykist vila, að flestir meðiimir islenzkra karlalcóra
kannist við mörg af þeim lögum, sem nú voru talin, og
svo mundi fara, þótt birtar væru fleiri söngskrár, enda
voru langflesl lög'in eftir gamalkunna höfunda. Gat eg
ekki varizt þeirri hugsun að söngmótinu loknu, er eg
renndi huganum yfir allt, sem eg hafði heyrt, að í
Noregi, eins og víða annars slaðar mundi vera nokkur
Iiörgull á nýjum karlakórslögum, sem verulegur slægur
væri i, og kynni ástæðan að vera sú, að hin yngstu og elm-
legustu tónskáld þjóðanna gefi sig frekar við öðrum við-
fangsefnum. Skemmlileg tilbreytni var söngur kórsins „De
svenske“, undir stjórn Emils Carelius. Var hann kominn
hér sem fulltrúi sænskra karlakóra, og söng nú fáein lög
í miðjum kliðum, mjög prýðilega, og færði síðan lands-
sambandi Norðmanna gullhörpu að gjöf frá karlakórs-
sambandi Sviþjóðar og lárviðarsveig mikinn frá samband-
inu í Stokkliólmi. Er þessa getið til athugunar við lík tæki-
færi siðar. Um sönginn á þessum konsert i Þjóðleikhús-
Inu mun eg ekki dæma5 en læt mér nægja að hirta í ís-
lenzkri þýðingu ummæli, er stóðu í „Tidens Tegn“ eftir
tinn af söngdómurum blaðsins (Arne van Erpekum Sem).
Hann segir svo: „Það yrði of langt mál, ef fara ætti í mann-
jöfnuð milli hinna einstöku kórsambanda. Allir gerðu
það, sem i þeirra valdi stóð og náðu þeim árangri, sem
efni slóðu til. Því ber ekki að neita, að í norskum kórum
er venjulega skortur á góðum og glæsilegum tenorum,
bvcr svo sem ástæðan kann að vera. Því verður lieldur
ekki leynt, að söngurinn er ekki ávall svo hreinn, sem
æskilegt væri. Eftirtakanlegt er það, hversu lítil svip-
brigði eru á andlitum manna í norskum kórum. Það er
sami háalvarlegi svipurinn, hvort sem sungið er rauna-