Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Síða 25

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Síða 25
Fréttir 25 lingarnir að gjalda, að það geti talizt fullgott handa þeiin, sem liinir eldri sætta sig varla við lengur. Vandið til þeirrar tónlistarkennslu, sem börnin ykkar fá. Vandið til hljóðfæranna, sem þau nota. F R É T T I R. Iíórarnir í Reykjavík eru nú í óða önn að undirbúa vetrar- starfsemi sína. Þannig er „Karlakór Reykjavíkur" a'ð undirbúa leiksýningu á sjón- leiknum „Alt Heidelberg“. — „Karlakór K. F. U. M. á 20 ára starfsafmæli í vetur og býr sig undir afmælistónleikana. —• BlandaSur kór undir stjórn Sigfúsar Einarssonar æfir kirkjuleg lög, eftir gamla og nýja meistara, og hyggst að halda kirkjutónleika í velur. * Einar Sigfússon, fiðluleikari, og kona hans, Lilly, hafa bæði verið ráðin sem fiðluleikarar í símfóníuhljómsveit Árósa. — í sumar léku þau hjónin í „Tivoli“ i Kaupmannahöfn konzert í d-moll fyrir tvær fiðlur og liljómsveit eftir Bach, og bhitu hinar beztu viðtökur áheyrenda og ágæt unnnæli tónlistardómara blaðanna. Samningar hafa lekizt milli Tónlistarskólans og Útvarpsins, um tónleika í vetur. — Verð- ur útvarpshljómsveitin sam- einuð nokkrum ncmendum skólans við þessa tónleika. — Gert er ráð fyrir að þessi hljómsveit flvtji 25 hljómleika undir stjórn Dr. Franz Mixa. * Á hinum almenna kirkju- fundi, sem haldinn var i ReykjavJk dagana 23.-25: júni, í sumar, bar séra Árni Sigurðsson frikirkjuprestur fram svohljóðandi tillögu, scin samþykkt var í einu hljóði: „Kirkjufundurinn beinir þeirri ósk til kirkjuráðs, að það hlutist til um, að fyllri kröfur séu gerðar tii mennt- unar kirkjuorganleikara en nú tíðkast, og jafnframt sé þeim séð fvrir þóknun fyrir starfa sinn, er samsvari hinu þýð- ingarmikla starfi þeirra i þjónustu kirkju og kristni- halds“. Þess er að vænta, að ináli þessu verði sinht, og mun „Heimir“ fylgjast með þvi, og taka það nánar til meðferðar innan skamms. ■f

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.