Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 7

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 7
H E 1 M I R 3 sjá fram á það, afí hégóminn og „stemnings“-lögin eiga að' liverfa af söngskrá þjóðarinnar? Hvenær verður æsk- unni kennt að þekkja liina þjóðrænu hlið sönglistarinnar og ekki j)á „vinsælu“? Hinn frumstæði náttúrukraftur og hin lifandi tjáning þjóðlagsins krefst skýrs flutnings i orðsins fyllsta og sannasta skilningi. Hér hafa kórar vorir ábyrgðarmikið hlutverk að leysa. Þeir verða að ganga á undan með góðu eftirdæmi. ryðja islenzka þjóðlaginu braut inn í hugi almennings, ekki sizl æskunnar, glæða áliugann og efla skilninginn. Islenzk æska virðist nú sem stendur alltof skeytingarlaus um jæssi efni, enda vanlar allt uppeldislegt aðhald; laglina, hljóðfall og fegurðargildi eru óræð hugtök í meðvitund hennar. Þetta verður, ef vel á að fara, að breytast. Það verður að innprenta henni tján- ingarhæfni, menningartilfinningu og síðast en ekki sízl smekk, og prófa liann á listum og siðum aldanna. Nú kynni einhver efafullur að spyrja: Til hvers er nú verið að syngja og spila á hljóðfæri og eyða langorðurn íhugunum um tóiilist? Eg veit persónulega um svo marga, sem þannig hugsa, því er miður, að ekki virðist mér óþarfi að drepa lítilsháttar á það. Allir mestu stjórnmálamenn heimsins liafa þekkt vald það, sem tónlistin hefir yfir fólki, þær spengur, sem luin leggur yfir brotnandi baug. Gríski heimspekingurinn, Platon, hefir manna bezt greint þetla, er liann segir, að tónlistin sé ótvírætt, siðgæðislegt fyrir- brigði, b. e. mannskapandi, móti liugarfar mannsins og um leið þjóðrikisins. Plutarch lofar hin sárænu áhrif tón- anna í ófriðarhættu, og meira að segja þökkuðu menn tón- listinni vald yfir heilbrigðisástandi, „hjátrú", sem læknar vorra tíma taka alvarlega til atliugunar. Þeir, sem sjálfir hafa fengizt við samsöng eða samspil, munu auðveldlega kannast við, að þessi „hjátrú“ sé alls engin kerlingabók <:ða bábilja, lieldur bein afleiðing af liugarástandi syngj- andi fólks, jivi syngjandi fólk er hamingjusamt fólk. Lif- taug þjóðarinnar eflist við stundun samsöngs, sem runn- in er frá hjarta hennar, því þjóðlög lýsa margbreytilegum

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.