Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 24

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 24
20 II E I M I R Iandia“ eftir Sibelíus, hinum fræga og stórfellda lofsöng um Finna og Finnland. Verkið er hljómdrápuverk (symponiskt), en hr. A. Klahn hefir útsett það fyrir hornaflokka. Verk- inu liefði Lúðrasveitin ekki valdið fyrir nokkurum árum. Framfarirnar eru þvi miklar. Karlakórinn Kátir félagar söng 3 lög undir stjórn söng- stjóra síns, Halls Þorleifssonar, „Yfir voru ættarlandi“ eftir Sigfús Einarsson, „Hátt ég kalla“ eftir Weber, og „Kirkja vors guðs er gamalt hús“ eftir Lindemann. Voru lögin fallega sungin. Ennfemur söng kórinn með undirleik Lúðrasveitarinn- ar undir stjórn hr. A. Klahn, lög úr „Lohengrin“ og „Tann- hauser“ eftir Wagner, en blásturshljóðfærin yfirgnæfðu kórinn, svo að hann naut sín ekki sem skyldi, einkum þó í fyrra laginu. Tilkomumest af öllu því, sem sungið var, fannst mér „Gral- söngurinn", er Pétur Jónsson ópcrusöngvari, söng með und- irleik Lúðrasveitarinnar. Hjálp- aðist hvorttveggja að, liin vold- uga hetjnrödd Péturs og undir- leikur blásturshljóðfæranna, til þess að gera lagið stórfenglegt. Ennfremur söng hann „Preis- lied“ úr „Meistarasöngvurun- um frá Núrnberg", með undir- leik Páls ísólfssonar á orgelið. Eins og kunnugt er, þá hefir Pétur getið sér góðan orðsti sem Wagners-söngvari í Þýzka- landi. Eggert Stefánsson söngvari söng tvisvar í Dómkirkjunni í nóvember síðastb Náttúran hefir gefið honum blæfagra barítón-rödd og öra listamanns- lund. Röddin er ekki mikil, og er raddsviðið takmarkað all- þröngum skorðum. Hann hafði gert sér grein fyrir þessu og valið lögin eftir því. Allt lítil lög, sem kröfðust þess ekki, að söngvarinn leysti af hendi nein- ar Heraklesar-þrautir á tón- listarsviðinu; flest lögin voru i sálmalagastíl, eins og við átti á slíkum stað. Enda þótt söngv- arinn reyndi að knýja fram úr íöddinni þann þrótt, sem hún átti ekki til, og þótt textafram- burður hafi verið harla ófull- kominn, þá voru lögin samt sungin af innilegri tilfinningu og var flutningurinn göfugur. Páll ísólfsson spilaði undir söngnum á orgelið. Karlakór Reykjavíkur. Hér verður sagt frá söngskemmtun kórsins' i Gamla Bíó 7. des. síðastl., en hann söng hér nokkrum sinnum eftir að liann kom úr utanferðinni. Mörgum mun hafa verið for- vitni á að heyra kórinn syngja eftir að hann kom úr hinni frækilegu söngför sinni um Mið-Evrópu, til þess að vita, hvort þetta sé nú sami söng- urinn og 1 áður, sem fengið hafði góða dóma í erlendum hlöðum, eða alveg nýr og betri söngur hjá kórnum. Fyrst söng kórinn „Þér land-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.