Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 20

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 20
16 H E I M I R G L E T T U R. ítalska söngkonan Francesca Cuzzoni, „gullna lyran“, eins og hún var kölluð í föðurlandi sínu, var komin til London, til þess að syngja aðalhlutverkið í söngleiknum „Otto“ eftir Han- del. Ilún var lítil og ljót, en söng eins og engill. Hún var ekki ánægð með eitt lagið, fór háðsyrðum um það og harð- neitaði að syngja það. Iiandel rann í skap. Hann var bráður maður og stórlyndur og hann vissi, að söngkonan var mis- yndismanneskja og hafði illt orð á sér. Hann sagði við hana: „Víst veit eg, að þér eruð hreinn og beinn djöfull, en eg skal segja yður, að eg er Belzebub, sjálfur erkidjöfullinn.“ Síðan þreif hann söngkonuna, — þvi hann var rannnur að afli, — bar hana iit að opnum glugga og gerði sig líklegan til að fleygja henni út um hann. Söngkonan varð skelkuð og baðst vægðar og lofaði að syngja lagið. Það gerði hún líka. * Ekki var hrokinn litill i ensk- um söngvara einum, Gordon að nafni. Einu sinni á æfingu leit hann með fyrirlitningarsvip til Handels, sem sat við hljóðfær- ið fyrir neðan leiksviðið, og kvaðst ekki geta notast við jafn lélegan undirleik. Hann ])óttist vera svo gramur, að hann gæti varla stilt sig um að stökkva niður af leiksviðinu og mölva hljóðfærið. Handel svaraði þá: „Góði minn! Segið mér, á hvaða stað í söngleiknum þér ætlið að stökkva, svo ég geti auglýst það. Ég er sannfærður um, að þeir eru miklu fleiri, sem vilja sjá yður stökkva niður af söngsvið- inu, en heyra yður syngja.“ (Hándel, tónskáldið mikla,. var einhver mesti orgelsnilling- ur sinnar tiðar, og auk þess snjall á önnur liljóðfæri, eins og harpsichord (einskonar pí- anó). Matteson segir á einum stað í ritum sínum: „Ég þekki engan orgelsnilling meiri en Hándel, nema það væri þá Bach í Leipzig.“ * Tollskoðun. Hinn rússneski bassasöngvari Cjaljapin var að fara frá Ameríku, og tollverðir rannsökuðu farangur hans mjög grandgæfilega. Þar var frú ein viðstödd, sem þekkti söngvarann, og þótti henni nóg um. Hún hnippti í einn loll- vörðinn og sagði: „Sjáið þér ekki, að þetta er hinn heimsfrægi Cjaljapin,. maðurinn með milljónirnar i barkanum.“ „í harkanum?“, spurði toll- vörðurinn grallaralaus. Síðan sneri hann sér að söngvaran- um og sagði: „Viljið þér koma hérna inn fyrir, það verður að taka rönl- genmynd af yður.“

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.