Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 22

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 22
18 H E I M I R mikla tónsnillings. Hljómdráp- an er frisk og lifandi, og hefði notið sín betur, ef hljómsveit- in hefði getað leyst það af hendi, sem stjórnandinn reyndi að laðá úr henni. — Síðan var leikinn „Konsert fyrir 3 kla- ver“, í d-moll, eftir Joh. Seb. Bach. Einleikarar á klaverin voru Arni Kristjánsson, Páll Isólfsson og ungfrú Helga Lax- ness. Hljómsveitin, lék undir pianóleiknum, en dr. Mixa stjórnaði. Hér voru góðir kraft- ar að verki. Tónsmíðin er fög- ur og merkileg. Hún fékk vand- aða meðferð. — Síðast var upp- færð messan í g-dúr eftir Franz Schuþert, citthve'rt yndisleg- asta kirkjutónverk í sinni röð, samin af höfundinum 18 ára gömlum, á fimm dögum. Mess- an er stórform við latneskan texta. Hún var sungin af 26 manna úrvalskór karla og kvenna, með undirleik Hljóm- sveitar Reykjavíkur, en Dr. Mixa stjórnaði. Einsöngvarar voru frú Svanhvít Egilsdóttir, sópran, Pétur Jónsson óperu- söngvari, tenór, síra Garðar Þorsteinsson, barítónn og Arn- ór Halldórsson, bassi. Hjálpað- ist allt að, góðir söngkraftar, góður undirleikur hlj'ómsveit- arinnar og skilmerkileg söng- stjórn, til þess að þetta fagra söngverk fengi notið sín. Þetta er i fyrsta sinn, sem söngmessa er uppfærð hér á landi. Dr. Franz Mixa stjórnaði þessum hljómleikum, og sýndi það sem fyrr, að hann er starf- inu vel vaxinn. Starf Tónlistarfélagsins er gott og gagnlegt og til menn- ingarauka. Með sama áfram- haldi er þess að vænta, að ]iað bæti smekk manna og geri þá hæfari til að njóta góðvar tón- listar en áður, og er það vel farið. Itögnvaldur Sigurjónsson er einhver efnilegasti píanónem- andinn, sem í Tónlistarskól- ann hefir komið, og er þegar orðinn áheyrilegur píanóleik- ari. Hann hélt hljómleika í Gamla Bió G. okt. síðastl. fyrir fullu húsi. Hann spilaði fyrst tvö forspil og hljómþulur eftir Bach og sýndi strax í þessum verkum, að hann hefir náð miklu valdi yfir hljóðfærinu. Þar næst spilaði hann 32 til- brigði í c-moll eftir Beethoven, sem er einhver merkilegasti lilbrigðaþáttur í píanólist heið- stefnunnar (klassiskri píanó- tónlist). Þar næst spilaði hann „Kirkjan á mararbotni" 'eftir Debussy, sem hánn dró upp skýrt og lifandi, svo maður sá fyrir sér eins og málverk, það sem tónverkið átti að tákna, en skýring á því var prentuð i söngskránni. liru verk þess- arar tegundar kölluð hermi- tónljst] „Skyndi,sýnir“ eftir Prokoviev er nýtízkutónlist, og mun hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Meðferð hans á „Grand Etude“ eftir

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.