Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 28

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 28
24 II E I M I R Gera má ráð fyrir, að nám- skeiðið standi yfir i ca. tveggja vikna tima, og að þar fari fram kennsla í þeim greinum. sem nauðsynlegastar þykja söng- stjórum. Beinn kostnaður af slíkri þátttöku mun eigi verða meiri en 50—100 kr., með því að Sambandsstjóriiin mun beita sér fyrir ókeypis dvalarkostn- aði (fœði og húsnæði) fyrir ]iá þátttalcendur, sem búsettir éru utan Reykjavíkur. Nánari starfsskrá og aðrar upplýsingar verða birtar síðar, ef sýnt þykir, að þátttakan verði svo almenn, að riámskeið- ið geti farið fram. S.Í.K. verður 10 ára þann 10. ínarz næstkomandi. Mun næsta hefti „Heimis" því að mestu helgað afmælinu. Dr. II. Edelstein hefir verið ráðinn cellókenari við Tónlist- arskólann frá 15. des. síðastl. Samhliða kennir hann kannner- músik. við skólann. Hann er 35 ára gamall, lærður vel í músik, dr. mus. og snillingur mikill. fslenzkir söngvarar erlendis. Stefán Guðmundsson, óperu- söngvari hefir verið ráðinri til' að syngja sem gestur í „Bo- heme“ eftir Puccini við kon- unglega söngleikahúsið i Kaup- mannahöfn. María Markan hefir og verið ráðin til að syngja gestahlutverk í söng- leikahúsum í þrem borgum i Þýzkalandi. Elsa Sigfúss, sem syngur í útvarpskórnum danska, hefir haldið hljómleika i Kaupmannahöfn við góðan orðstír og sungið mörg lög inn á plötur, sem væntanlega ber- ast liingað innan skamms. Björn Kristjánsson, fyrv. ráð- herra, varð áttræður á dögun- um. Á yngri árum nam hann erlendis tónfræði og gaf hann út á sínum tima almenna söng- fræði. Eftir hann er sálmalag- ið „í dag er glatt í döprunv hjörtum", gott lag, sem hefir orðið að þoka fyrir hinu fræga lagi Mozarts úr „Töfraflaút- unni“, sem hér á landi er sung- ið við sama texla. Alþekkt og vinsælt er iagið eftir hannr „Einn fagran morgun vors það var“. * Nokkrar greinar verða enn áð'litða vegna rúinleysis, einx og grein próf. Arthergs um „Belcantósöng“. ■ • -t F É L A G SP R E N T SMIÐJA N

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.