Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 13
H E IM I R
9
ust eyru þeirra þessum djörfu hljómum, sem mörgum
hefir síðar orðið að ásteitingarsteini við fyrstu heyrn.
Vinum Schuberts var það kappsmál að koma „Erl-
könig“ og öðrum sönglögum eftir hann fyrir almennings-
sjónir. Þeir voru ekki í neinum vafa um, að ef það tækist,
myndi björninn unninn og höfundurinn verða frægur
maður. Þeir tóku ráð sín saman. Schubert var búinn að
semja mörg lög við kvæði eftir Göethe, alls um 40 lög,
þar á meðal perlur eins og „Heiðarrósin“ (Sveinninn
rjóða rósu sá), „Mignon“, „Ilarmljóð hjarðsveinsins"
(Hátt upp í fjalli friðu) o. fl. En alls eru lögin um 100,
sein hann samdi við Göelheskvæði á sinni stuttu æfi. Vin-
unum þótti það heillaráð að tileinka Göelhe lögin, því þá
myndi athygli manna vakin á þeim, ef hann leyfði það,
og auk þess yrði auðveldara að fá þau prentuð og útgefin.
Þetta þótti Schuhert hýsna djarft tiltæki. Hann var að
eðlisfari feiminn og óframgjarn og lcom ekki til hugar að
fara fram á stíkt við skáldjöfurinn, sem auk þess var hátt-
settur hirðmaður. Vinum hans tókst þó að fá liann á sitt
mál. Siðan voru valin úr nokkur fegurslu lögin, þar á með-
al „Erlkönig“; lögin voru því næst hreinskrifuð og Iieft
saman og send Gölhe með bréfi, sem Spaun stílaði. Bréfið
var smjaðurslegt og orðin „yðar liágöfgi“, „náðugur“,
„náðsamlegast“ óspart notuð. Göthe var ekki óvanur þvi
að fá slík bréf sem þetta, en þau voru ekki að lians skapi.
Samt munu lögin hafa verið spiluð fyrir hann. Er ekki
ósennilegt, að tónskáldið Zelter, vinur lians, sem einnig
hjó i Weimar, hafi gert það. Hvorugur þeirra botnaði neitt
i þeim. Er það ekki einsdæmi um frumlegan tónskáldskap
fyrsta sprettinn. Mörgum árum seinna, eftir að Schubert
var kominn undir græna torfu, söng Wilhelmine Schröder-
Devrient, einhver merkasta dramatiska söngkona á þeim
tíma, „Erlkönig“ fyrir Göethe. Þá varð skáldið snortið,
þrýsti kossi á enni söngkonunnar og sagði þessi orð, scm
lýsa skilningi á laginu: „Ég hcfi einu sinni áður heyrt
þetta lag, og fannst mér þá ekki mikið til þess koma, en