Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 8

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 8
4 HEIMIR hliðum þjóðlegra skynjana og kennda. Og' þá er eg kom- inn að öðrum svarliði spurningar þeirrar, er eg setli fram hér að ofan, en það var, hvað ætti að syngja. Hvað og hvernig er gamalt þrætuepli innan bókmennta- sögunnar, meðan menn bárust á banaspjótum út af ágrein- ingi um form og innibald. Nú munu menn orðnir á eitt sáttir um það, að kjarnmikið innihald x-ati oftasl á sinn búning, þrátt fyrir margvíslega sundurgreiningu formsins, og á liinn bóginn komi hin andlega nekt í ljós, þó að hún reyni að hafa klassiskt form að skálkaskjóli. Eins er kór- söngnum jafnt sem einsöngnum og efnisvalinu farið. Vel skólaður kór getur ekki slegið rvki í augu sæmilega þrosk- aðs lilustanda, með ]>ví að bera á borð fyrir liann gamla, útslitna lnisganga eða klaufalega u])psett og andlaus lög. Þegar kórinn er búinn að sanna, að hann sé „rólfær“, á hann að Iiaga verkefnum sínum eftir því, spreyta sig á samsettari stykkjum og reyna að „tolla í tízkunni“; það er óvíða viðeigandi ef ekki hcr! Þegar við lítum á söng- skrá eins kórs, verður okkur á að spyrja: Höfum við eig- inlega tima og efni á að eyða okkar beztu söngkröftum i að þylja upþ aftur og aftur, ár eftir ár, sömu lögin, sem við beyrðum feður okkar og afa syngja? Eitt er það, sem er þessu að einhverju leyti til afsökun- ar, en það er, live sárgrætilega lítið við eigum til af góðum þjóðlögum. I öllum löndum er þjóðlagið upphaf að ann- ari tónlagasmíð, í gegn um þjóðlagið skilja þjóðirnar meistara sína, enda höfðu þeir lagt leið sina i gegn um ódáinsakur þess og öðlast ])ar dýrmætt vegarnesti. Hjá okkur er nokkuð öðru máli að gegna; liér var alls ekki um auðugan garð að gresja og reyndar ofl allsendis ófag- urt um að litast. Að vísu hafði verið skráð nóg af innan- tómum messusöngvum upprunnum í Suðurlöndum, út- tútnuðum af latneskri andagift og reikulum dráttarmerkj- um, en minna af einföldum, ljóðrænum lögum. Oft og einatt rakst maður á slitur ein. Og þrátt fyrir þetta er mik- ið til al' stefjum, sem allskostar er óunnið úr. Ætti það

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.