Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 15

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Blaðsíða 15
H E I M I R 11 Schubert og söng síðan i hálfum liljóðum fyrsta lagið og sagði siðan: „Ekki ósnoturt“. Siðan söng hann fleiri lög, þar á meðal nokkur við kvæði eftir Göethe og varð þá mýkri á manninn. Þegar liann kvaddi klappaði liann á kollinn á Scliubert og sagði: „Þér liafið neistann, en þér e.ruð ekki nógu mikill heimsmaður og leikari, og þér sóið yðar fögru hugmyndum.“ — Vogl hafði tekið eftir sniid- arbragðinu á lögunum og orðið hrifnari en hann vildi láta i veðri valca. Hann kom nú öðru hverju til Seliuberts og brátt urðu þeir góðir vinir og samrýmdir, þótt aldurs- munurinn væri mikill, því Vogl var 49 ára gamall, en Schubert stóð á tvitugu. Á sumrin ferðuðust þeir saman um fjöll og friða dali, þvi báðir undu sér bezt i faðmi nátt- úrunnar. Upp frá þessu söng Vogl jafnán Schubertslög, fyrst framan af þó eingöngu í samkvænmm, en hann var tíður gestur við liirðina og hjá iiáaðlinum. Það var fyrst árið 1821 að tókst að fá „Erlkönig" prent- aðan og var það fyrsta lagið eftir Sclmbert, sem birtist á prenti. „Erlkönig“ er því talið oj). 1 (fyrsta verkið), enda þótt liann hafi samið mörg lög á undan því. Ekkert út- gáfufirma fékkst ]ió tii að gefa lagið út, en vinir Sclui- berts skutu þá saman í prcntnnarkostnaðinn. Vögl, sem annars var ragur að syngja lög el’tir óþckkta liöfunda opinberlega, tók nú i sig kjark og söng iagið á einum hljómleik sínum, og vakti það stormandi fögnuð. í hlöð- unum fékk lagið góða dómá, að undanskildum mishljóm- unum frægu við orðin: „Mein Vater, mein Vater“, sem liafa veriö of djarfir fyrir smekk þeirra tíma. Atliyg'li manna á laginu hafði verið vakin. Fyrstu mánuðina 1821 flugu út 800 eintök og komu iun 2000 flórínur, en helm- ingurinn rann i vasa Diabelli, sem tekið hafði að sér 2. útgáfuna. Sami Diabelli ginnti einu sinni Sclmbert, þcgar hann var i kröggum, lil að selja sér 12 sönglagahefti fyrir aðeins 800 flórinur. Scliubert var gersneyddur öllu fjár- málaviti og áleit þetta særnilega borgun. En hann renndi Frh. á bls. 14.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.