Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 7
i kL—a | f» mf r 1 ' 1 V VAKA: Sigrún Ingibjörg Gísladóttir Fyrir hvað stendur Vaka? Vaka stendur fyrir virkt Stúdentaráð sem einbeitir sér að hagsmunum stúdenta við Háskóla (slands. Við f Vöku lítum á Stúdentaráð sem framkvæmdarafl jafnt sem þrýstiafl. Framkvæmdarafl þegar hægt er að nota kraft og þekkingu stúdenta til þess að koma hagsmunamálum þeirra í framkvæmd og virkt þrýstiafl þegar hagsmunamálin eru af þeirri stærðargráðu að þrýsta þarf á yfirvöld að framkvæma þau. Vaka leggur áherslu á að Stúdentaráð sé algjörlega óháð allri landspólitík. Stúdentaráð á að vera virkt hagsmunaafl en ekki litað pólitískt afl. Geturðu lýst kosningaferlinu? Kosningar fóru fram 3. og 4. febrúar og kosið var til Stúdentaráðs og háskólaráðs. Stúdentaráðskosningarnar virka þannig að kosið er um framboðslista tveggja ára f senn þannig að nú er kosið um listann 2009 og listann 2010. Þegar talað er um að fylking fái 5 menn kjörna inn í Stúdentaráð þýðir það að efstu 5 á framboðslista ársins ( ár og 5 efstu á framboðslista sfðasta árs eru kjörnir f ráðið. Háskólaráðsfulltrúinn er aftur á móti kosinn til tveggja ára og situr í Stúdentaráði og háskólaráði en það er æðsta stjórn Háskóla íslands. Formaður Stúdentaráðs er sfðan kjörinn eftir kosningar á fyrsta fundi Stúdentaráðs en það getur verið hvaða stúdentaráðsliði sem er, almennt úr meirihlutanum. STÚDENTABLAÐIÐ Hver eru ykkar helstu baráttumál? Baráttumálin eru mörg og erfitt að velja úr en við leggjum sérstaka áherslu á að verja Háskólann í niðurskurðinum og sjá til þess að fjármagn fáist fyrir alla nemendur skólans. Við höfnum alfarið skólagjöldum. Við leggjum jafnframt þunga áherslu á Lánasjóðsmálin en I ár fékkst sá áfangi í gegn f Lánasjóðsviðræðunum að lánin voru hækkuð um 20%. Aftur á móti kom óásættanleg tekjuskerðing (35% á tekjur yfir 750.000 kr á ári) inn og við munum berjast fyrir því að ná henni niður I 0. Menntamálin eru ofarlega í huga, einkunnaskil kennara eru þar ofarlega á lista en þau eru alls ekki nógu góð. Hverju hafið þið áorkað á síðustu árum? Vaka hefur komið mörgum af stærstu hagsmunamálum stúdenta í gegn undanfarin ár. Á þessu starfsári má nefna sumarannirnar, hækkun námslánanna, niðurfellingu vanefndaálags á skrásetningargjöldin, endurútgáfu réttindaskrár stúdenta, upphitað strætóskýli á háskólasvæðinu, neyðarnúmer fyrir nýnema og rafrænar kosningar. Af málum undanfarinna ára má nefna stúdentakortin, rafrænt prófasafn, kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna einkunnaskila kennara, klukkur í prófstofur, rafvæðingu ýmissa sala í skólanum og svo mætti lengi telja. Nú hefur umræðan um svokallaðan fléttulista verið áberandi þar sem Röskva hefur sett saman lista með tilliti til kyns. Hver er ykkar afstaða? f Vöku er fólk valið eftir hæfileikum en ekki kyni. Það má því segja að við séum komin á næsta stig jafnréttisvitundar enda skiptir kyn ekki lengur máli. Innan Vöku eru kynjahlutföll nokkuð jöfn og enginn þurfti að setja upp kynjagleraugu til þess að ná því í gegn. Þegar við veljum frambjóðendur á lista er einungis litið til hæfni hvers og eins en ekki kyns. Nú hefur Stúdentaráð tekið upp rafrænar kosningar. Telurðu að kjörsókn muni aukast í kjölfarið og hve mikil hefur kjörsókn verið á undanförnum árum? Það vona ég svo sannarlega! Kjörsókn hefur verið breytileg síðustu ár en f kringum 35% af heildarfjölda skráðra stúdenta f Háskóla fslands. Gera má ráð fyrir því að sú tala sé ekki alveg lýsandi fyrir raunverulega virka nemendur I skólanum en engu að síður er þetta í lægri kantinum. Vonandi nýta stúdentar sér þennan kost enda gríðarlega mikilvægt að sú fylking sem stýrir starfi Stúdentaráðs hafi stúdenta á bak við sig.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.