Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 24
að nýrri kynslóð Internetsins. Samkomulag helstu aðila atvinnulífsins og menntastofnana um opna nýsköpun." 2015-2019 „Evrópusáttmáli um ný lýðræðisviðmið. íslendingar ganga í ESB. Nýr WTO-samningur gerður um aukin alþjóðaviðskipti landbúnaðarvara og afnám hafta í alþjóðaviðskiptum. Fyrsta þráðlausa sending á rafstraumi yfir 1000 metra. Israelar kynna sólarsellu sem er 100 sinnum öflugri en fyrirrennarinn og nýtir glerplötur til orkusöfnunar." 2020-2025 „Nýr auðlindasáttmáli gerður á alþjóðavísu og dregur hann úr togstreitu og eykur jöfnuð. Endurbættur umhverfissáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur. íslendingur hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir nýja geymslutækni fyrir vetni." Flutningasskip Eimskipa í framtíð Eden? Eyland „Lokað alþjóðasamfélag Auðlindir - stórlega hefur dregið úr eftirspurn Efnahagskreppan sem hófst árð 2008 stóð lengur en búist hafði verið við. Viðbrögð margra ríkja við kreppunni voru að reisa varnarmúra um innlendan iðnað og það hægðist á alþjóðasamskiptum. Hin nýju iðnríki, sérstaklega Indland og Kína, voru upptekin af að bæta almenn lífskjör en þegar eftirspurn frá Vesturlöndum dróst saman sneru þau sér I ríkari mæli að framleiðslu fyrir innanlandsmarkað. Náttúruhamfarir og sjúkdómsfaraldur bættu gráu ofan á svart og þvinguðu fram breyttar neysluvenjur." Lykilviðburðir í framtíð Eylands: 2010-2014 „Samdráttur f alþjóðaviðskiptum, kólnandi samskipti USA og Kína. Ný áætlun samþykkt um bætta orkunýtingu. Ný stjórnarskrá íslands sem tekur á samfélagslegum gildum og ábyrgð. Tilraunaboranir hefjast á Drekasvæðinu." Verða framtíðarturnar höfuðborgarinnar sjálfbærir? STÚDENTABLAÐIÐ 2015-2019 „Bandarfkjadollari veikist verulega gagnvart kínversku Yuan. Vistvæn orka ryður sér til rúms. Gríðarlegar náttúruhamfarir í Asfulöndum valda verulegri fólksfækkun og samdrætti í efnahagslífi. Flutningar milli landa dragast saman vegna aukins kostnaðar. Umfangsmiklar sóttvarnir torvelda mjög samgöngur og flutninga fólks og matvæla milli landa." 2020-2025 „Sameinuðu þjóðirnar samþykkja sáttmála um ábyrgð einstaklinga á jörðinni." Breytt heimsmynd I fjórða viðauka vinnuheftisins er velt vöngum yfir alls kyns óvissuþáttum. Ljóst er að í þeim viðauka skortir ekki hugmyndaflug og vangaveltur um framtíðina. Hér verður stiklað á stóru á þeim hugmyndum sem þar koma fram. Sumar þeirra eiga rætur sfnar að rekja til bandarískrar skýrslu frá árinu 2008 um þróun heimsmála til ársins 2025. í viðaukanum er velt vöngum yfir breyttum valdahlutföllum, hvort Rússland verði „Boom or Bust" eftir því hvað verður um olíumarkaðinn. Spurt er hvort ESB „verði fallandi stjarna eftir 2025". Framtíð ESB er talin velta á þvi hvort takast muni að sameina ólíka hagsmuni. Höfundar vinnuheftisins velta fyrir sér hvort skortur verði á allsnægtum í framtíðinni. „Fólksfjölgun, fólksflutningar, stækkandi millistétt og aukin neysla auki eftirspurn eftir margs konar vörum og þjónustu, en umfram allt mun eftirspurn eftir orku, vatni og mat vaxa verulega. Samtfmis er útlit fyrir að framboð á þessum þáttum muni dragast saman á komandi árum - án tillits til hugsanlegra áhrifa loftslagsbreytinga," segir í heftinu. Spáð er fyrir um „dögun hins olíulausa heims eftir árið 2025". Velt er upp spurningunni um hvort olfuverð verði hátt eða lágt f framtíðinni en frekar er reiknað með að olíuverð fari hækkandi. Vatnsskortur er talinn munu aukast og að árið 2025 muni 1,4 milljarða manna skorta vatn annaðhvort til ræktunar eða drykkju. Líkur eru taldar á kjarnorkukapphlaupi f Miðausturlöndum og að hryðjuverkaógn verði áfram fyrir hendi. Talið er að þjóðríkin muni ekki endilega vera mikilvægustu leikendurnir á alþjóðasviðinu, „nýr veruleiki" verði til en hann verði talinn „ójafn og ófullkomin". Alþjóðavæðingin „Kerfi alþjóðastofnana, sem myndaðist í kjölfar heimsstyrjaldarinnar sfðari, mun gerbreytast. Nýir áhrifaaðilar, Brasilfa, Rússland, Indland og Kfna, munu ekki aðeins krefjast þess að fá að sitja við háborðið, þeir munu líka vilja móta áherslur og reglur í samskiptunum Sá mikli flutningur auðæfa frá vestri til austurs sem við höfum orðið vitni að á undaförnum árum, mun halda áfram um ófyrirsjáanlega framtfð. Meiri efnahagsvöxtur en áður hefur þekkst, samhliða fjölgun jarðarbúum 1,5 milljarða mun þrýsta á nýtingu náttúruauðlinda, sérstaklega orku, matar og vatns, og valda vaxandi skorti eftir því sem eftirspurnin eykst hraðar en framboðið. Hættan á ófriði mun aukast vegna óróleika í stjórnmálum í hluta Miðausturlanda," segireinnig í skýrslunni. Millistétt og ríkiskapítalismi „Mest fjölgun í millistétt hefur orðið á Indlandi og í Kína (135 milljónir frá 1999-2004). Þessi þróun mun halda áfram en spáð er að millistéttin á heimsvísu muni þrefaldast á næstu 20 árum og telja 1,2 milljarða manns árið 2030. Tekjuskipting verður þó áfram ójöfn," segja skýrsluhöfundar og benda enn fremur á að:„Frjáls samkeppni, rfkiskapítalismi og islömsk hagstjórn togast á og eru ólíkar leiðir til þróunar í einstökum ríkjum. Aukin þátttaka vestrænna ríkja f atvinnulífinu (afleiðing fjármálakreppunar) dregur úr mismuninum, alla vega um tíma." íbúafjöldi (búum heimsins mun fjölga um u.þ.b. einn milljarð á næstu tíu árum samkvæmt skýrsluhöfundum en það dregur úr vaxtarhraðanum. Menn greinir á um hvort íbúatalan stefni í 9,5 til 10 milljarða (árið 2050) eða hvort draga muni hratt úr vextinum og hann staðnæmist í námunda við 8 milljarða (vegna aukinnar borgamyndunar og lækkandi fæðingartíðni). Einungis 3% af vextinum verður á Vesturlöndum (þ.m.t. Japan og Ástralía). „Árið 2025 verða íbúar á Vesturlöndum 16% mannkyns samanborið við 24% árið 1980. Mestur vöxtur verður í Indlandi og Kína. íbúum í Afríku mun fjölga um 350 milljónirtil 2025. íbúum Rússlands, Japan, Ítalíu og flestra rfkja Austur-Evrópu mun fækka, í sumum löndum allt að 10% fram til 2025." Vistaskipti íbúa „Stöðugt fleiri íbúar heimsins flytja til borga og frá fátækum til ríkari landa. Þessir fólksflutningar geta haft margvísleg áhrif, bæði jákvæð (vinnuafl, hagvöxtur) og neikvæð (menningarárekstrar, öfgahópar). Eftir 10-15 ár munu fleiri hámenntaðir einstaklingar flytja til baka frá Evrópu og USA til m.a. Kína, Indlands, Brasilfu og Mexíkó." Op*ð • "Eden" TirknibyUinfl 1 orkumáliimog þróun og hagnýting iarmkipta- tatkni lcggur grunn að sjMfbirru Mmíélagi mcð vírku lýöraíð* "Takatvöw Mclmurlnn n*r iér lljótt uppúr kreppunni og nýtt vaxtarckoiö tckurvið. Pnátt fynr mikið þróunarstarf tekst ckk* að ma?ta vðKandibrýitingi á auðllndirnar wmtr....... ^ "Eyland" Sjúkdómar og hamfarir valda fólksfaykkun og cinangrunarstefnu. Breytt hugarfar, ijálfsþurftarbúskapur I "Jötunheimar" Baráttan um auðlindirnar Ipiðir til vtcrkrar blokkamyndunar i hclminum, þcir stcrku réöa og þcir lltlu verðaað fylgja loringjanum. Hverju veldur hver þróun? Facebook-kynslóðin Hugmyndir höfunda vinnuheftis um hina svokölluðu Facebook-kynslóð eru athyglisverðar. Nefnd eru til sögunnar ýmis viðhorf sem einkenna eiga þessa kynslóð en það er hugsunarháttur é borð við: „Það er alltaf til annar valkostur, möguleikarnir eru „ótakmarkaðir". Þess vegna er ekki nauðsynlegt að gera áætlanir." Þessi hópur er sagður taka ákvarðanir í ríkari mæli út frá tilfinningum en rökum og telur að það sé hægt að halda sambandi við meira en 300 vini án þess að hitta þá í raunveruleikanum. Tölvupóstur og simi eru gamaldags og hægvirkari samskiptaaðferðir og það skiptir ekki máli fyrir hvað maður er frægur, svo lengi sem maður vekur athygli er hugsunarháttur sem einnig er sagður einkenna kynslóðina. Enn fremur að það sé ekki nauðsynlegt að leggja mikið á sig, fólki fái það sem það vilji hvort sem er og jafnframt er einkennandi minnkandi virðing fyrir skuldbindingum og samningum. Við vinnslu þessarar greinar var notast við bókina Exploring Corporate Strategy, áttunda útgáfa 2008. Hægt er að kynna sér nánar efni sóknaráætlunarinnar, sviðsmyndir, upplýsingar um ráðstefnur og þjóðfundi á www.island.is. Kristján Andri Jóhannsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.