Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 20
Nýir stúdentagarðar teknir í gagnið í Fossvogi Fyrstu íbúðirnar í Skógargörðum, nýjum stúdentagörðum við Skógarveg 18-22 í Fossvogi, voru teknar í notkun í desember síðastliðnum. Næstu fbúðir verða teknar í notkun um miðjan febrúar, en áætlað er að um mánaðarmótin febrúar/ mars verði allar íbúðirnar tilbúnar til útleigu. Skógarvegur stendur vestanmegin við Borgarspítalann í skjólsælu og grónu hverfi. Stutt er í allar samgönguæðar og liggur hjólareiðastígur úr hverfinu með fram sjónum, fram hjá Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og alla leið á háskólalóðina. Skógargarðar eru eingöngu ætlaðir fjölskyldufólki en þar er að finna tveggja til þriggja herbergja íbúðir. Tveggja herbergja íbúðirnar eru samtals 33 og eru um 60 fermetrar. Þriggja herbergja fbúðirnar eru 47 talsins og eru á bilinu 70-80 fermetrar. Hverri íbúð fylgir geymsla í kjallara og í hverju húsi er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Undir húsunum og garðinum við þau ersíðan bílakjallari fyrir öll húsin. Líkt og aðrir íbúar stúdentagarða njóta íbúar Skógargarða aðgangs að Netinu f gegnum ethernet Háskólans. Myndir og teikningar af íbúðunum má sjá á vefsíðunni www.studentagardar.is og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.