Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 23
Sviðsmyndir stjórnvalda
um mögulega framtíð íslands
í september 2009 gaf Nýsköpunarmiðstöð íslands út vinnuhefti í samvinnu við iðnaðaráðuneytið fyrir hönd 20/20 Sóknaráætlunar
íslands. Þar kennir ýmissa grasa og velt er upp áleitnum spurningum og hugleiðingum í svokölluðum sviðsmyndum
allt til ársins 2025.
Hvað eru sviðsmyndir?
Sviðsmyndir lýsa sér þannig að búnar eru til
ákveðnar hugmyndir um hvernig framtiðarumhverfi
getur þróast eftir þvl hvaða forsendur liggja fyrir.
Þessi tegund stefnumótunar er oft notuð þar
sem óvissustig er mikið og erfitt að hugsa sér
einungis eina mögulega leið. Því geta sviðsmyndir
verið ákjósanleg leið til þess að ná fram opinni og
víðsýnni umræðu um framtíðina.
Sviðsmyndir eru þekkt aðferð og almennt
viðurkennd f stefnumótun nú til dags. Hafa ber
i huga að sviðsmyndagerð er einungis einn angi
stefnumótunar en dugar ekki ein og sér.
Fyrir liggur að stjórnvöld hafa með aðstoð um
150 einstaklinga gert sviðsmyndir um mögulega
framtíð íslands. Fróðlegt getur verið að hefja sig
upp úr daglegri skotgrafapólitík og velta fyrir sér
mögulegri framtíð íslands í sviðsmyndum þar sem
ekkert virðist vera ómögulegt. Einmitt þess vegna
geta sviðsmyndir um heila þjóð hljómað eins og
vísindasskáldskapur i eyrum margra.
Athygli vekur að vinnuheftið hefst á tilvitnun i fleyg
orð Kassöndru, grískrar gyðju sem gat sagt fyrir
um óorðna hlui, en henni hafa verið eignuð orðin:
„Hvað var ég búin að segja?". Hvort hér sé verið
að likja Steingrími J Sigfússyni við gríska gyðju skal
látið liggja milli hluta. Athygli er vakin á þvf að
efni greinarinnar er tekið beint upp úr umræddu
vinnuhefti.
Ovissuþættir við upphaf sviðsmyndagerðar"
í stað „Við upphaf sviðsmyndagerðar eru
dregnir fram lykil óvissuþættir.
„Lykilspurning verkefnisins fjallaði um atvinnulíf
og lífsgæði á Islandi árið 2025. Á grundvelli
greiningar á mikilvægum áhrifaþáttum voru
valdir tveir megindrifkraftar (óvissuþættir) sem
unnið var með. Þessir óvissuþættir eru alþjóðleg
samskipti og samvinna annars vegar og auðlindir
hins vegar. Þættirnir mynda ása í svokölluðum
sviðsmyndakrossi," segir í vinnuheftinu.
Venjulega eru fjórar mismunandi aðstæður
skapaðar. í sviðsmynd stjórnvalda fá aðstæðurnar
nöfnin „Taka tvö", Jötunheimar, Eden og
Eyland
„Taka tvö"
„Opið alþjóðasamfélag
Eftirspurn eftir auðlindum meiri en framboð
I kjölfar efnahagskreppunnar 2008-2011 gekkst
alþjóðasamfélagið undir endurskoðun á ýmsum
þeim „umferðarreglum" sem valdið höfðu
kreppunni. Hið rikjandi viðhorf var að opið samfélag
og frjáls viðskipti og samskipti milli þjóða væri leiðin
til að stuðla að áframhaldandi vexti og velmegun
( heiminum. Hins vegar væri mikilvægt að læra af
reynslunni til að forðast nýjar kreppur í framtíðinni,
sem gætu komið úr óvæntri átt."
Lykilviðburðir í framtíð „Töku tvö":
2010-2014
„Auðlindaráðstefna SÞ setur ströng viðmið um
nýtingu sjávarafurða.
Viðskipti með landbúnaðarvörur gefin frjáls."
2015-2019
„Tilraunaboranir eftir olíu hafnar á Drekasvæðinu.
Heimskreppa vegna rangra fjárfestinga i grænni
tækni."
2020-2025
„Aðalstöðvar IMF flytjast til Peking
MaMi - rafmagnsbifreiðin frá Kina verður
söluhæsta bifreið i heimi.
(búafjöldi fslands verður 400 þúsund."
Jötunheimar
„Alþjóðleg samskipti - lokað, höft og vernd
Auðlindir — eftirspurn meiri en framboð
í kjölfar vaxandi velmegunar, m.a. i Indlandi
og Kína, hefur eftirspurn eftir orku og öðrum
náttúruauðlindum vaxið með hverju ári. Yfirvofandi
oliuskortur og skortur á öðrum auðlindum hefur
leitt til blokkamyndunar í heiminum og þróast yfir
í baráttu ríkjasamtaka um yfirráð yfir mikilvægum
framleiðsluþáttum. Um það bil 10 slík samtök eða
éhrifasvæði í heiminum, sem lúta forystu sterkra
iðnrikja, hafa komið sér upp öflugum herstyrk.
BRIC-löndin svokölluðu leiða til dæmis hvert sinn
rikjahóp, USA, Rússland og Evrópurikin mynda
jafnframt álika samtök."
Framtið Jötunheima er ansi athyglisverð, spyrja
má hvort núverandi rikisstjórn sem lagt hefur inn
umsókn um inngöngu í ESB telji virkilega vera líkur
á því að ESB klofni.
n
Skuggaleg framtfð Jötunheima
Lykilviðburðir í framtíð Jötunheima:
2010-2014
„Hörð átök milli þjóðfélagshópa í Norður-Kina og
við Svartahafið vegna vatnsskorts.
Matvælaskortur i heiminum magnast. Alþjóðleg
úrræði unnin með sáttanefnd.
Viðskiptadeilur Kinverja og Bandarikjamanna
magnast.
Bandaríski rikissjóðurinn eignast meira en þriðjung í
stærstu bílaframleiðendunum.
(slendingar ganga í ESB."
2015-2019
„Kinverskir rafmagnsbilar ná 15% af allri
bilaframleiðslu i heiminum.
Schengen-samkomulagið fellt úr gildi.
ESB klofnar.
Bandarikin setja strangar hömlur við útflutningi á
tölvu- og tæknibúnaði.
(slenski verðbréfamarkaðurinn lagður niður.
Olia finnst á Drekasvæðinu.
Innflutningur á iPhone stöðvaður á Evrópu- og
Asiusvæðunum."
2020-2025
„Sambandsríki Islendinga yfirtaka orkulindirnar á
Drekasvæðinu.
Átök brjótast út milli Indlands og Kína.
Rússar loka siglingaleiðinni yfir
Norðurheimskautssvæðið."
Eden
„Opið alþjóðasamfélag
Auðlindir - framboð hefur aukist og er nægt til að
mæta eftirspurn
Árið 2025 hafa orðið miklar breytingar i heiminum
samanborið við ástandið eins og það var upp úr
aldamótum. Fáa hefði órað fyrir þeirri tæknibyltingu
sem orðið hefur, ekki sist i orkumálum. Þróuninni
i nýtingu vind-, jarð- og sólarorku má líkja við
þróun tölvutækninnar á síðustu áratugum nitjándu
aldar. Nú hefur verið sýnt fram á að frá þvi að vera
jaðartækni fyrir 20 árum geti endurnýjanleg orka
að langmestu leyti leyst af hómli bæði kol, olíu og
gas."
Lykilviðburðir í framtíð Edens:
2010-2014
„Tekin upp alþjóðleg viðmið um fjármálaeftirlit og
starfsemi fjármálafyrirtækja, oft kallað „Bretton
Woods 2".
WTO-samningur um friverslun landbúnaðarvara
samþykktur.
Bandarískir vísindamenn kynna nýjan ofurörgjörva
sem byggir á alveg nýrri tækni og leggur grunninn
STÚDENTABLAÐIÐ