Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 9
MIKILVÆGT AÐ SOFNA
EKKI Á VERÐINUM
Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Stúdentaráð
Háskóla íslands. Mikill niðurskurður hefur legið
fyrir í Háskólanum og hefur Stúdentaráð eftir bestu
getu reynt að beita sér fyrir því að það komi sem
minnst niður á stúdentum. Jóhann Már Helgasson,
framkvæmdarstjóri Stúdentaráðs, fór yfir síðasta ár
og ræddi við blaðamann Stúdentablaðsins um það
hvað stóð upp úr og hvað hefði betur mátt fara. „Ég
myndi segja að það sé tvennt sem við höfum áorkað
síðastliðið ár. Það þekkja þessi mál flestir en það er
annars vegar að sumarönn var í fyrsta sinn í boði
og það gerði mörgum stúdentum kleift að stunda
nám allan ársins hring. Það var mjög mikilvægt
þar sem atvinnuleysi var mikið meðal námsmanna.
Hins vegar var það hækkun námslána, við náðum
að semja um 20 prósent betri lánakjör fyrir um 80
prósent námsmanna sem er alveg ótrúlegt á tímum
kreppunnar," segir Jóhann.
Sjáum eftir að hafa treyst skólanum fyrir
stúdentakortunum
Það var ýmislegt sem Jóhann telur að betur hefði
mátt fara. „Það var mjög erfitt að koma í veg
fyrir ýmsa hluti en við hefðum mögulega átt að
geta fengið Háskólann ofan af því að fella niður
upptökuprófin í janúar og júní. Einnig sjáum við
mikið eftir því að hafa treyst Háskólanum fyrir
að taka yfir stúdentakortin, þau voru nánast
eyðilögð að okkar mati. Sem dæmi er ekki lengur
sólarhringsaðgangur að háskólabyggingunum.
Það er hins vegar enginn rekinn út úr byggingum
skólans en þeim er læst á miðnætti á virkum
dögum og klukkan tvö á próftíma. Þegar við sáum
um kortin gátu stúdentar komist inn i skólann
allan sólarhringinn. Þau bera fyrirsig sparnað, það
eru ekki til peningar fyrir vaktmönnum til að sinna
þessum opnunum. En það hafa aldrei verið menn á
vakt og það hefur aldrei komið neitt fyrir þannig að
við skiljum ekki alveg þessa ákvörðun. Ég hef verið
að tala mikið við öryggisnefndina sem tók þessa
ákvörðun einhliða og við höfum verið að reyna að
ráða þeirri nefnd frá þessu," segir Jóhann.
I haust var Stúdentaráð beðið um að koma með
hugmyndirað sparnaðaraðgerðum Háskóla Islands.
Hvaða hugmyndir voru það og hvernig var þeim
tekið?
„Okkar helstu sparnaðarhugmyndir voru að skera
niður i stjórnsýslu Háskóla Islands, hún er ansi stór
og mikið bákn. Það var allt tekið til greina og rætt á
fundum en meginstefið hjá okkur var að skera ekki
niður i kennslu. Það var ágætlega hlustað á það.
Við vorum sammála um að það yrði það síðasta sem
yrði skorið niður. Við hefðum til dæmis aldrei breytt
sjúkra- og upptökuprófunum," segir Jóhann.
„Það er mikilvægt að hafa
sumarönn aftur. Það er ekkert
hægt að segja til um hvernig
ástandið verður næsta sumar.
Námsmenn hafa ekki lengur rétt
á atvinnuleysisbótum, það setur
marga í erfiða stöðu. Þar af leiðandi
er mjög mikilvægt að bæði Háskóli
íslands og ríkisstjórnin, axli þá
ábyrgð og að fólk geti þá verið í
námi allt árið um kring."
Láta ekki deigan síga
Jóhann segir að Stúdentaráð muni halda áfram
að berjast fyrir því að upptökuprófin verði tekin
aftur upp í janúar og júni í öllum deildum. „Já,
við látum ekkert deigan siga, það er nú þegar
búið að taka þetta mál upp einu sinni aftur.
Þetta er ekki bara óhagstæðara fyrir nemendur
heldur braut skólinn sin eigin lög. Það liggur fyrir
kvörtun til umboðsmanns Alþingis i öllum þeim
deildum sem brutu lögin. Það var látið vita alltof
seint að prófunum yrði breytt en það er bannað
samkvæmt lögum skólans. Við settum fram harða
baráttu i þessu máli og ætlum ekkert að hætta fyrr
en við fáum þetta til baka. Ég hef fulla trú á að
umboðsmaður Alþingis taki þetta fyrir, þá er þetta
mjög einfalt. Þetta voru lög sem skólinn setti og
þau voru brotin. Lögin mega náttúrulega ekki bara
gilda einhliða, þau verða að gilda tvíhliða, gagnvart
skólanum sjálfum og nemendum skólans. Það er
ekki gott ef Háskóli Islands stendur ekki við sín eigin
lög.
Svo þarf að halda áfram að tryggja atvinnumál
stúdenta. Það er mikilvægt að hafa sumarönn aftur.
Það er ekkert hægt að segja til um hvernig ástandið
verður næsta sumar. Námsmenn hafa ekki lengur
rétt á atvinnuleysisbótum, það setur marga i erfiða
stöðu. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að bæði
Háskóli Islands og ríkisstjórnin axli þá ábyrgð og að
fólk geti þá verið í námi allt árið um kring.
Síðast en ekki sist hafa verið mjög harðar
Lánasjóðsumræður. Þetta er í fyrsta sinn sem við
höfum látið þetta verða alvöru Lánasjóðsviðræður
og fólk gerði sér grein fyrir því að þetta var í raun
okkar kjarabarátta. Við verðum að passa okkur að
gefa ekki neitt eftir, það er alltof oft sem við höfum
látið undan. Á góðæristímanum hækkuðu laun allra
í landinu nema stúdenta og þó við höfum unnið
þetta gríðarlega afrek að bæta lánakjör 80 prósent
stúdenta þá má ekki sofna á verðinum, við verðum
að passa að við gleymumst ekki," segir Jóhann.
kók
STÚDENTABLAÐIÐ