Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 27
Ljósmyndir: Þórdís Reynisdóttir Þjónar landinu með tónlist og jákvæðni Blaðamaður settist niður með tónlistar- og athafnamanninum Páli Óskari á veitingastaðnum Nauthóli þar sem spjallað var um lífið og tilveruna yfir dýrindismáltíð. Pál Óskar þarf vart að kynna fyrir nokkrum manni en hann hefur um langa hríð verið einn vinsælasti tónlistarmaður Islands. Hvað varð til þess að þú tókst þátt í Áramótaskaupinu? Ari Eldjárn, sem var einn af höfundum Skaupsins, kom í heimsókn til mín og kom með þá hugmynd að Michael Jackson yrði eiginlega að vera með í Skaupinu þvi þetta hefði nú verið hans ár að mörgu leyti því þrátt fyrir að hann sé ekki einu sinni lengur á meðal vor þá var hann mjög áberandi allt síðasta ár. Stóra spurningin var hvernig hægt væri að blanda saman Michael Jackson og lcesave og allri þessari vitleysu sem er að gerast hérna heima. Hvað á Michael Jackson að syngja? Billie Jean kom ekki til greina, Heal the World hefði verið allt of væminn endir á Áramótaskaupinu og það var svo kærastan hans Ara Eldjárns sem kom með Smooth Criminal hugmyndina af því að I upprunalega myndbandinu gengur Michael Jackson inn (svona glæpamannagreni í hvttum jakkafötum og snýr öllum í hringi og hendir öllum út og þar sem grunnhugmyndin að Áramótaskaupinu væri fyllerí STÚDENTABLAÐIÐ á Bessastöðum þá passaði þetta vel. Þannig að Ari kastaði boltanum yfir til mín og spurði mig hvort ég væri ekki til (að vera Michael Jackson. Ég var til ( þetta vegna þess að það átti ekki að gera grín að Jackson sjálfum, annars hefði aldrei ég ekki tekið þátt ( þessu. En mér fannst grunnhugmyndin svo góð og endirinn lika þar sem allir útrásarvíkingarnir og þeir sem áttu sinn þátt I hruninu öllu eru leiddir út (járnum og (fangabúningum upp í bíl þar sem Eva Joly er við stýrið. Það er óskhyggja hjá mér eins og svo mörgum öðrum (slendingum að það gerist. Þjóðin öll er enn þá að biða eftir því að einhver verði handtekinn, að bíða eftir einhvers konar „closure" en það er ekkert að gerast. Ari Eldjárn samdi svo textann, (sland er í lagi?, og það smellpassaði bara svona við Smooth Criminal. Og ég skal sko segja þér það að ég var í danstímum ( þrjár vikur hjá Stellu Rósinkrans að ná dansinum, það er ekkert grín að reyna að ná Michael Jackson. En svona varð þetta alla vega til. Og mér fannst ég nokkuð góður að hafa getað þagað yfir þessu ( allan þennan tíma. Ég steinþagði yfir þessu, sagði ekki einu sinni fjölskyldunni minni frá þessu eða nánustu vinum. Atriðið kom eins og sprengja ( andlitið á þeim því það vissi enginn af þessu nema ég og staffið hjá Skaupinu. En svona í óbeinu framhaldi af umræðunni við ástandið í þjóðfélaginu, umræða um forsetaframboð þitt árið 2012 hefur fengið nokkra athygli. Er þetta eitthvað sem er komið frá þér sjálfum eða er þetta bara eitthvert grín sem hefur komið fram á Facebook? Þetta kemur ekki frá mér. Mér skilst að þetta sé einhver 27 ára gamall strákur sem stofnaði þessa s(ðu, Pál Óskar á Bessastaði, og ég veit ekki af hvaða hvötum hann gerði það. En svo fékk ég svo sterk viðbrögð við þessari Facebook-slðu að ég fór á stúfana og tékkaði á þv( hvað þarf til til þess að verða forseti íslands, bara svona til

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.