Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 4
Leiðari
Hver verður hvar?
Sú áhugaverða staða er komin upp í kjölfar kosninga til
Stúdentaráðs að hið nýja framboð Skrökva er í lykilhlutverki
við myndun nýrrar stjórnar. Spennandi verður að fylgjast með
þróun mála næstu daga en það þykir Ijóst að breytingar eru
í vændum.
Kosningar til Stúdenta- og háskólaráðs koma
Stúdentablaðinu vissulega við og er í blaðinu rætt við
forsvarsmenn Vöku og Röskvu um helstu baráttumálin.
Við komum víða við eins og venjulega og eru
framtíðarmöguleikar Islands fyrirferðamiklir í blaðinu
að þessu sinni. Spurningum um hvort við verðum Eyland
eða komum til með að búa í Eden koma upp við lesningu
greinar Kristjáns Ara um þetta efni, en upplýsingar sótti
hann í vinnuhefti frá Nýsköpunarmiðstöð Islands sem unnið
var í samvinnu við stjórnvöld í september síðastliðnum.
Miðað við upplýsingarnar þar megum við eiga von á ansi
miklum breytingum. Það er margt sem vekur athygli í þeim
sviðsmyndum sem dregnar eru upp i umræddu vinnuhefti og
eins er margt sem kallar á frekari umræðu og spurningar.
Við erum ekki bara á alvarlegu nótunum í blaðinu og má
í því samhengi nefna skemmtilegt viðtal við Pál Óskar
Hjálmtýsson, tónlistarmann með meiru. Hann svarar
því hvort hann ætli sér að verða næsti forseti vor og
rekur aðdragandann að skemmtilegri innkomu sinni I
Áramótaskaupið.
Ástin virðist vera í loftinu og því tilfallið að fjalla örlítið um
stefnumótamenningu (slendinga og nýjar leiðir í leit að
ástinni.
Skammdegisþunglyndi er umræðuefnið í Sálartetrinu að
þessu sinni og eflaust eiga margir eftir að ná sér í góð ráð
við lestur greinarinnar í þessum dimma febrúarmánuði,
Vísindavefurinn svarar því hvað sé lýðræði og Ómar
Ragnarsson ritar áhugaverða grein sem gestapenni blaðsins.
Ekki má gleyma viðburðarskránni góðu en þar er að finna
alla helstu viðburði mánaðarins og margt fleira.
Sem sagt stútfullt blað af fróðlegu og skemmtilegu efni sem
höfðar vonandi til sem flestra.
Áslaug Baldursdóttir
ritstjóri
STUDENTABLAÐIÐ
Súsanna Gestsdóttir
Blaðamaður
sojalatte@gmail.com
Ritstjórn
Naomi Lea Grosman
Blaðamaður
nlg@hi.is
Ásdís Auðunsdóttir
Blaðamaður
asa24@hi.is
Steinunn Björk Bragadóttir
Blaðamaður
sbbl 4@hi.is
Edda Sigurðardóttir
Blaðamaður
edsl 3@hi.is
Kristrún Ósk Karlsdóttir
Blaðamaður
kriskar@hi.is
Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir
Blaðamaður
tha50@hi.is
Margrét Ágústsdóttir
Blaðamaður
margret@oddi.is
Björn Gíslason
Prófarkalesari
bgisla@hi.is
Karl Emil Guðmundsson
Umbrot
skemill@gmail.com
Kristján Andri Jóhannsson
Blaðamaður
kajl 7@hi.i
Þórdís Reynisdóttir
Ljósmyndun
www.thordis.tk
flickr.com/tordis
Jón Júlíus Karlsson
Ljósmyndun
jjk 1 @hi.is