Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 10
Stefnumótamenning Islendinga Þegar talað er um stefnumótamenningu íslendinga kemur við fyrstu skoðun ekki margt upp í hugann. Margir telja að hún sé nánast ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir skort á sviðum stefnumótamenningarinnar þá eru íslendingar langt frá því að vera latir við að eiga samskipti hver við annan. Við nýtum okkur fjöldamargar leiðir og aðstæður til að komast í samband hvert við annað. Þar ber helst að nefna næturlífið, Netið, kaffihús, sundlaugar, partí og sameiginlega vini. Stefnumótamenning íslendinga er fyrir hendi að einhverju marki ef maður leitar aðeins undir yfirborðinu og er það umfjöllunarefni þessarar greinar. Einnar nætur gaman Ef við berum ísland saman við önnur lönd eins og Bandarikin erum við enn nýgræðingar á sviði stefnumótanna. í Bandaríkjunum lifir stefnumótamenningin góðu lífi og telst það hinn mesti dónaskapur að bjóða ekki stúlku út að borða áður en lengra er haldið. Ástæða þess að okkur skortir hefðir og reynslu á sviði stefnumóta gæti verið sú að við erum alin upp við það að blása ekki upp tilfinningar okkar heldur snúa okkur frekar að efninu á hlédrægari hátt og helst með sem fæstum orðum. Þegar karlmaður á skemmtistað í Reykjavfk sér áhugaverða konu er hann ekki lengi að snúa sér að henni og grfpa um mjaðmir hennar í von um það að fá blíðar móttökur. Oftar en ekki líður stuttur tími þar til að fyrsti kossinn er kominn í höfn og stefnan fljótlega eftir það tekin í átt að svefnherbergi þess sem býður upp á besta húsakostinn. Eftir nóttina er svo skiptst á nöfnum og númerum fyrir kurteisissakir. Einnar nætur gaman er algengt fyrirbæri þótt stundum breytist þessi eina nótt í fleiri nætur. Einhvers konar samband myndast þótt fólk hafi ekki borðað saman nema þá kannski pítsusneið á leiðinni heim með leigubílnum. Þessi mynd er svo sannarlega langt frá þeirri draumaveröld stefnumótanna sem Hollywood predikar. Þar gengur maðurinn með grasið í skónum á eftir stúlkunni sem í fyrstu þykist áhugalaus en fer samt á stefnumót með manninum. Eftir nokkur skipti í félagsskap hvort annars er komið að fyrsta kossinum sem samkvæmt forskrift Hollywood-myndanna á alltaf að vera einstakur og tilfinningaríkur. Tilfinningar vakna og allt er eins og á bleiku skýi því lífið er svo Ijúft þegar fólk er á stefnumótastiginu. Einnig gefa sjónvarpsþættir eins og Sex and the City konum ýmsar ranghugmyndir um hvers skal vænta þegar kemur að því að hafa samskipti við hitt kynið. Sumir myndu segja að sú mynd sem dregin er upp I slíkum sjónvarpsþáttum sé sú að stefnumót og kynlíf sé einhvers konar stundarlþrótt sprottin af hvatvfsinni einni saman. Það gæti þó hugsanlega verið ástæðan fyrir vinsældum þáttaraða sem þessa, að margar konur láta sig dreyma um að geta upplifað það sem þessi vinkvennahópur í New York gerir. Það skal þó látið liggja á milli hluta í þessari umfjöllun. Eitt er þó víst að gamaldags gildi og hefðir hafa ekki beint rutt sér til rúms hér á landi og eigum við því margt ólært i þeim efnum. STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.