Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 22
Sóknaráætlun Islands
Fjöldi hagsmunahópa kom saman á
ráðstefnu á Hótel Sögu á dögunum þar sem
umfjöllunarefnið var sóknaráætlun íslands
kennd við árið 2020. Hagsmunaaðilar
fengu tækifæri til að bera framtíðarsýn sína
saman við sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar.
Markmið sóknaráætlunarinnar er að mótuð
verði heildstæð stefna í þágu samfélags
og atvinnulífs. Ætlunin er að koma íslandi
í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun,
velferð og lífsgæðum. Stórum spurningum
var svo varpað fram í opinni umræðu
á ráðstefnunni. Þar var meðal annars
spurt: Hvernig endurvinnum við traust í
samfélaginu? Hvernig tökumst við á við
kreppuna og byggjum upp öflugt atvinnulíf
í sátt við samfélag og umhverfi? Hver eru
brýnustu verkefnin fram undan? Almennt
var jákvætt andrúmsloft á ráðstefnunni
og greinilegt að hefja á landið til vegs og
virðingar á ný.
Jóhanna Sigurðardóttir
rorsætisróðnerra:
Framtíðin
„Framtíðin verður sjaldnast eins og við höfum
vænst en það sem við hugsum og tölum í dag hefur
áhrif á komandi tíma."
Lyktir lcesave-málsins hafa mikil áhrif á
framtíðina
„Meðan efnahagslif á heimsvísu er á leið upp úr
öldudalnum eigum við á hættu að keyrast en lengra
niður í öldudalinn. Seðlabanki (slands varar við því
að linni óvissunni ekki á næstu vikum séu horfur á
því að efnahagslíf taki seinna við sér og samdráttur
og atvinnuleysi verði meira en nú er spáð."
Guðjón Már Guðjónsson frá
Hugmyndaráðuneytinu:
Þetta er hægt
„Allir sem komu að þjóðfundi fóru með því
hugarfari að þetta sé hægt. Á fundinum komu
fram tæplega 12 þúsund almennar hugmyndir
sem byggðu á átta þúsund gildum. Gildin voru svo
leiðarljós fyrir þá vinnu sem átti sér stað síðar um
daginn. Níu ráðandi gildi voru ákveðin á fundinum
en þau voru heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti,
frelsi, kærleikur, ábyrgð, fjölskylda og lýðræði."
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnuli'fsins
Byrjunarreiturinn dökkur
„Byrjunarreiturinn er ekki glæsileg mynd þegar nú
er spáð 11 % samdrætti á árunum 2010 og 2011
samanlagt. Kaupmáttur er að falla um fjórðung,
atvinnuleysi 9-10% og við sitjum uppi með 120
milljarða króna nýjan vaxtareikning hjá ríkinu sem
mun falla á okkur ár eftir ár þar til við þyrjum að
greiða skuldir okkar."
Hagvöxtur mikilvægastur
„Aðeins eitt svar er til við því hvar við viljum vera
eftir fimm ár og hvar við viljum vera eftir 10 ár og
það er hagvöxtur. Við verðum á þessum tíma að
endurheimta okkar lífsskjör, skapa ný störf og við
þufum að byggja upp nýjar útflutningstekjur. Það
er atvinnulífið sem þarf til þess að komast upp úr
þessum öldudal."
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands
Islands:
Fordómalaust uppgjör, samfélagsleg ábyrgð
og öflugt atvinnulíf
„Það er þrennt sem að mér finnst skipta máli.
I fyrsta lagi krafan um fordómalaust uppgjör
við fortíðina og það á þæði við um hlutverk
fjármálastofnana og líka hlutverk ríkisstofnana,
Seðlabankans og annarra stofnana. Ég vænti
þess að þetta verði partur af þeirri skýrslu sem
væntanleg er. Það er líka Ijóst að við verðum að
setja okkur skýrari reglur hvað varðar siðferði. Það
er líka Ijóst að við verðum að setja skýrari reglur um
samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. svo stjórnendur
fyrirtækja viti þá betur hvers er vænst og hvers
er vænst að ekki sé gert. Það er líka Ijóst að vð
þurfum að vinna að þvf með mjög skýra stefnu
um bráðaaðgerðir í atvinnumálum. Eins og Keynes
gamli sagði það þá getur vel verið að menn hafi
það gott í framtíðinni en við verðum líka að lifa
skammtímann af til að komast þangað. Við verðum
að komast í gegnum þetta atvinnuleysi sem er
núna til þess að njóta þess sem er í framtfðinni.
Þegar við erum búin að komast I gegnum
skammtímavandann þá viljum við sjá öflugt
atvinnulíf sem verður á sjálfþærum grunni. Við
höfum algjörlega stokkað okkar atvinnustefnu upp
og dregið sterkt upp græn og sjálfbær gildi. Við
verðum líka að horfast í augu við það að við þurfum
stöðugleika bæði í efnahags- og félagslegu tilliti."
Við verðum að gefa unga fólkinu tækifæri
til að móta framtíðina með okkur, ekki vera
besservisserar". Það þarf að skapa tækifæri
og hvata til þess að efla fólk til menntunar og
endurmenntunar á vinnumarkaði."
Kristján Andri Jóhannsson
22 STÚDENTABLAÐIÐ