Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 24
16
BÚNAÐARRIT
höggslátt, þegar hann ætlaði að slá mikið, en hefði
breiðan skára þegar hann væri mest að hugsa um það
að láta teiginn verða sem fegurstan útlits, og sýnir það
að fegurðarskyn manna hefir líka áhrif á sláttulagið.
Líka sögu hefi eg heyrt af fleiri mönnum. Auðvitað
má á stuttri stund afkasta meiru með því að þenja sig,
en það reynir miklu meira á þrekið, og sláttumaðurinn
endist því ver með breiðan skára, eða verður að taka
sér miklu lengri hvíldir en hinn sem hefir mjóan skára.
Þegar menn bera orfið eins ótt og Ari Jónsson — en
hann hefir tíðasta slátt sem eg hefi séð, að undantekn-
um nr. 4 á töflunni, sem er lærisveinn hans, og einum
góðum slát.tumanni öðrum, er eg hefi síðan fundið —
þá verður að gjalda varhuga við því, að auda ekki við
hvert ljáfar, en flestum mun verða það ósjálfrátt, ef
þeir setja sér ekki annað, að anda frá sér í hvert sinn,
er þeir taka Ijáfarið. Kemur það skýrast í ljós um þá
er fussa við hvert Ijáfar, svo sem dæmi eru til. Menn
anda að jafnaði einu sinni meðan hjartað slær fjórum
sinnum. Er talið að fullorðinn maður í hvíld andi 16—
18 sinnum á mínútunni. Verði nú andardrátturinn mjög
tíður, eins og oft vill verða við mikla áreynslu, þá
verður hjartslátturinn tíðari en góðu hófi gegnir, og
getur það valdið hjartabilun. Þeir sem slá um 52 ijáför
á mínútunni, eins og Ari, ættu að anda djúpt og rólega,
eins og hlauparar á iöngu skeiði. Koma þá 3 Ijáför á
hvert andartak. Bæði Ari og nr. 4 hafa að mínu ráði
tamið sér þetta og reynst það vel.
Mikill er munur á tilburðum sláttumanna, bæði að
haganleik og fegurð. Sumir reiða orfið hátt, og ætti þó
að vera augljóst, að það er tímaeyðsla og jafnvel kraft-
eyðsla. Áríðandi er að ganga. vel á orfið, svo að ekki
þurfi að seilast til. Góðir sláttumenn munu að jafnaði
færa hægri fót á undan og ekki stíga vinstri fæti fram
fyrir hægri. Bezt held eg sé að færa íót við hvert ]já-
far, en sumir gera það við annað hvort ijáfar. Að taka