Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 38
30
BÚNAÐARRIT
Við brimasamar klettastrendur vex afbrigði af þessari
tegund við fjörumarkið og allra efst í djúpgróðurbeltinu.
Á Vestmannaeyjum var afbrigði þetta mjög fallega vaxið.
Leggurinn var 100 cm á lengd, blaðið 133 cm á lengd
og 13 cm á breidd. Blaðið var klofið niður að grunni í
fáar og mjóar, afarsterkar ræmur. Afbrigði þetta er
afarfast á steinunum og jurtin er yfirleitt afarsterk,
enda veitir ekki af því í brimbeltinu.
í sjóleysu innfjarða vex annað afbrigði með afar-
breiðu blaði, óskiftu eða klofnu í tvent. Leggurinn er
sívalur að neðan, en nokkuð flatvaxinn að ofan, oftast-
nær gildastur kring um miðju og 27—50 cm langur.
Blaðið er 50—70 cm á lengd og alt að 70 cm á breidd.
Afbrigði þetta vex í 2 til 10 faðma dýpi á Vestfjörðum
og Austfjörðum.
8. Bólupang (Fucus vesiculosus). Þessi tegund er
svo auðþekt og alþekt að ekki er þörf á að lýsa henni
mikið. Bóluþangið er allstór planta og þekkist einna bezt
frá öðrum þangtegundum á þvi að blöðrurnar eða ból-
urnar sitja tvær og tvær sín hvoru megin við
miðtaugina. Þalið er flatt og forkskift hvað eftir annað,
en neðst er einskonar leggur allgildur. Kynfærin eru í
enda þalgreinanna (frjóbeður). Fi jóbeður þessarar tegund-
ar er uppblásinn og nálega hnöttóttur á afbrigði sem
hér er algengt. Tegundin er talsvert breytileg og getur
jafnvel verið blöðrulaus. Vex einkum ofantil í þang-
beltinu
9. Skúfaþang (Fucus inflatus) er afar breytileg
tegund. Venjulegast er það blöðrulaust, en þegar blöðrur
eru þa eiu þær stórar, aflangar og hafa óreglulega skip-
an. Aðaltegundin er stórvaxnari en bóluþangið. Frjóbeð-
urinn er uppblásinn og langur, oft afarlangur. Tegundin
er afarbreytileg. Afbrigði með breiðum þalgreinum vex
sumstaðar efst í djúpgróðurbeltinu. Aðaltegundin vex
neðantil í þangbeltinu. Afbrigði með afarmjóum og
veikum þalgreinum vex í fjörupyttum, og afbrigði með