Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 31
BÚNAÐARRIT
23
og hver önnur matvara. í Evrópu hafa menn venjulegast
notað þörunga í harðindum. Hér á landi hafa menn,
eins og kunnugt er, notað þörunga (söl, fjörugrös o. fl.)
til manneldis frá því í fornöld og alt fram á vora daga,
þó einna mest þegar hallæri hafa gengið yfir. Til skepnu-
fóðurs hafa menn og brúkað þörunga og gefist vei.
I. Þörungalbeltið.
Þörungagróðurinn vex í breiðu belti við strendur ís-
lands, og nær það frá flæðarmáli niður á 80 faðma dýpi,
eða þar um bil. Belti þetta skiftíst í tvent, fjörubeltið og
djúpgróðurbeltið.
Fjörubeltið nær frá flæðarmáli og niður að fjörumarki.
Efri hluti fjörubeltis er á þurru um hverja fjöru, en í kafi
um flæðina. Neðri hluti þess er og á þurru um hverja
fjöru, en tiltölulega stuttan tíma. Missiraskifta gætir því
mest í efri hluta fjöru, og yfirleitt er fjaran tegunda-
fleiri að vori og sumri en haust og vetur. Einæru teg-
undirnar hverfa á haustin, en fjölæru tegundirnar-hafa
svipað útlit allan ársins hring. Þær skipa sér í beltí um
miðfjöru, hið svonefnda þangbelti. Er það mismunandi
breitt, og fer það eftir halla strandarinnar. Aðalgróður-
magnið í fjörunni er í þessu belti. Fyrir neðan þang-
beltið eru sölvareitir og annar rauðþörungagróður. Ýmsir
rauðir þörungar vaxa og í þangbeltinu, í gjótum milli
steina og milli þangjurtanna.
Sé fjaran notuð til beitar, velja skepnurnar sjálfar.
Og er enginn efi á að þær vita hvað þær eiga að taka.
Sé fjaran notuð til þörungaskurðar, eru uppgripin mest
í þangbeltinu og sölvareitunum og má þar taka mikið á
skömmum tíma. Þangtegundirnar má skera t. a. m. með
hníf en sölin má taka með höndunum, eða einhverjum
óbrotnum verkfærum.
Djúpgróðurbeltið nær frá neðsta fjöruborði og hér um
bil út á 20 faðma dýpi. Aðalgróðurinn er brúnir þör-
ungar, eins og í fjörunni. Brúnu þörungarnir eru aðai-